Sveitarstjórn

23. fundur 28. maí 2019

Fundargerð

23. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 28. maí 2019 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Kotabyggð 9 ósk um byggingarleyfi vegna viðbyggingar - 1905021

 

Ósk um byggingarleyfi vegna viðbyggingar á lóðinni nr. 9 við Kotabyggð

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við byggingaráformin.

     

6.

Ársreikningur 2018 - 1905015

 

Fyrri umræða - Ársreiknings 2018
Endurskoðandi mætir á fundinn og fer yfir ársreikninginn.

 

Gestur fundarins var Þorsteinn frá KPMG, endurskoðandi Svalbarðsstrandarhrepps. Þorsteinn fór yfir helstu atriði ársreikningsins. Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.

     

7.

Efni vegna gatnagerðar og lagfæringar gatna í Svalbarðsstrandarhreppi - 1905008

 

Lagðar fram tölur um áætlaða þörf á efni og óskir frá íbúum um efni vegna viðhalds heimreiða/gatna

 

Sveitarstjórn frestar málinu þar sem efnisþörf vegna gatnagerðar í Bakkatúni liggur ekki fyrir.

     

8.

Verkefni sumarsins 2019 - 1905020

 

Verkefni vegna frakvæmda í Valsárhverfi sumarið 2019, frágangur og lagfæringar

 

Verkefnaáætlun sumarsins lögð fram fyrir steitarstjórn og kynnt.

     

9.

Kynningarefni - 1905003

 

Tölur um áhorf á N4 og þeim þáttum sem unnir hafa verið í samstarfi við sjónvarpsstöðina

 

Sveitarstjórn fór yfir niðurstöður um áhorfstölur á kynningarefni sem N4 hefur gert undanfarna mánuði fyrir hreppinn. Innslög tengd Svalbarðsstrandahreppi hefur verið deilt á Facebook og fengið fínt áhorf.

     

10.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Farið yfir drög að húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps

 

Drög að Húsnæðisáætlun dreift til stjórnarmeðlima og texti yfirfarinn fyrir næsta fund.

     

11.

Hundagerði á Svalbarðseyri - 1905010

 

Tillaga að staðsetningu og kostnaðaráætlun kynnt

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir frumkvæðið og ábendinguna og ákveður að setja upp tilraunarsvæði í rjóðri norðan við leikskóla og neðan við íþróttavöll í eitt ár til reynslu. Kostnaður verður tekinn af kostnaðar liðum undir opnum svæðum.

     

12.

Áskorun frá 7. og 8. bekk til sveitarstjónar - 1905022

 

7. og 8. bekkur Valsárskóla fundaði um verkefni sem þau hafa unnið með það að markmiði að bæta byggðarlagið sitt. Afraksturinn er erindi til sveitarstjórnar þar sem verkefnin eru kynnt.

 

Fundargerð nemenda var lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn hrósar nemendum fyrir framtakið og býður þeim til fundar sveitastjórnar næsta haust þegar nýtt skólaár hefst.

     

Mál 1905012 - Skipulagsmál. Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna

14.

Skipulagsmál - 1905012

 

Umsókn um stöðuleyfi

 

Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga. Ef að engin andmæli berast á grenndarkynningtímabili telst erindið samþykkt.
Sveitarstjórn tekur fram að ef þess verði óskað að húsið standi lengur en til tveggja ára beri að sækja um byggingarleyfi fyrir því.

     

2.

Vaðlabyggð 5 ósk um gistileyfi - 1905018

 

Umsagnar óskað vegna gistileyfis í Vaðlabyggð 5

 

Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga. Ef að engin andmæli berast á grenndarkynningtímabili telst erindið samþykkt.

     

3.

Litli Hvammur 1 ósk um gistileyfi - 1905016

 

Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði endurnýjað.

     

4.

Beiðni til sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps um umsögn um að reisa rafmagnskassa í landi Halllands. - 1905019

 

Guðmundur H. Guðmundson sækir um að setja upp rafmagnskassa á lóð sem fyrirhugað er að verði sumarhúsalóð í framtíðinni. Rarik myndi vinna verkið samfara frágangi á gangnasvæði.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við uppsetningu rafmagnskassa á einkalandi en bendir á að landskipti og nýting lands undir sumarbústað eða hjólhýsi er háð leyfis sveitarstjórnar.

     

5.

2019 Bryggjuhátíð Kvenfélags Svalbarðsstrandarhrepps - 1905017

 

Umsagnar óskað um umsókn Kvenfélags Svalbarðsstrandarhrepps vegna Bryggjuhátíðar 2019.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

     

13.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 7. - 1905002F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

13.1

1610103 - Gámasvæðið, umgengni um það og bílar og ónothæf farartæki í almenningsrými.

   
 

13.2

1905011 - Áskorun til umhverfis- og atvinnumálanefndar

   
 

13.3

1810028 - 2019 áherslur í umhverfismálum

   
 

13.4

1901006 - Upplýsingaskilti við þjóðveg-Vaðlaheiðargöng

   
 

13.5

1904002 - Svalbarðsstrandarhreppur - vortiltekt

   
 

13.6

1811010 - Heimasíða Svalbarðsstrandarhrepps

   
 

13.7

1905010 - Hundagerði á Svalbarðseyri

   
 

13.8

1905004 - Gagnaver á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

   
     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.