Sveitarstjórn

24. fundur 11. júní 2019

Fundargerð

Fundargerð

24. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 11. júní 2019 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Halldór Jóhannesson og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Gestur Jensson, Oddviti.

 

Dagskrá:

1.

Ársreikningur 2018 - 1905015

 

Seinni umræða um ársreikning 2018

 

Ársreikningar samþykktir við síðari umræðu í sveitarstjórn.
Bókun lögð fram af Halldóri Jóhannessyn: Vegna ítrekaðra takmarkana á aðgengi að fundargögnum hef ég ekkert hér til málanna að leggja. Óska ég eftir að verða ekki boðaður til funda sem 2. varamaður oftar nema verulegar breytingar verði á aðgengi að fundargögnum.
Halldór víkur af fundi eftir að bókunin er lögð fram.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að fundargöng eru fundarmönnum aðgengileg í dropboxi og harmar ef fundarmanni hefur ekki tekist að nálgast þau. Sveitarstjóra falið að finna lausn á þessu máli.

     

2.

Hækkun á árgjaldi til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar - 1906003

 

Atvinnuþróunarfélagið óskar eftir hækkun á árgjaldi um 3,4%.

 

Sveitarstjórn samþykkir hækkun á framlagi á íbúa í 1.775 kr.

     

3.

Upprekstur á afrétt - 1905023

 

Upprekstur á afrétt.

 

Heimilt verður að sleppa sauðfé í Vaðlaheiði frá og með 14. júní 2019 og stórgripi frá 1. júlí 2019. Tilkynning var sett á heimasíðu sveitarfélagsins og póstur sendur á heimili í sveitarfélaginu.

     

4.

Fundur sveitarfélaga í Eyþing með ríkisstjórn í Mývatnssveit - 1906009

 

Boðað er til fundar með fulltrúum sveitarstjórna í Eyþingi og ríkisstjórninni. Tveir fulltrúar tilnefndir frá hverju sveitarfélagi og óskað eftir þremur helstu málum sem sveitarfélagið vill ræða.

 

Fulltrúar sveitarstjórnar eru sveitarstjóri og oddviti. Þau mál sem sveitarstjórn vill leggja áherslu á er flugvöllur, fráveitumál og framlög til jöfnunarsjóðs.

     

5.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Farið yfir drög að húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps

 

Húsnæðisáætlun samþykkt.

     

6.

Sorphirða - lok samnings og útboð árið 2019 - 1903001

 

Málinu vísað til sveitarstjórnar frá umhverfis- og atvinnumálanefnd. Óskað er eftir viðauka 600.000 kr. vegna vinnu við að uppfæra útboðsgögn. Gert er ráð fyrir að samið verði við verkfræðistofuna Eflu um að sjá um þessa vinnu og unnið útfrá útboðs- og verklýsingu sem unnin var af Eflu í janúar 2014.

 

Viðauki samþykktur og er liðurinn tekinn af handbæru fé.

     

7.

Helgafell - 1711009

 

Teikningar af nýrri heimreið í Helgafell á Svalbarðsströnd lagðar fram

 

Málið fært sem fyrsta mál á dagskrá. Lögð fram teikning landeigenda í Helgafelli og samþykki landeiganda að Hamarstúni ásamt umboði frá landeiganda Hamarstúns til fulltrúa síns/umboðsmanns á Íslandi. Sveitarstjórn óskar eftir uppáskrifuðu leyfi frá umboðsmanni þar sem fram kemur samþykki og hnitsettri staðsetningu vegarins. Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu á grundvelli 5. málsgreinar, 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ef allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta lýsa því yfir skriflega að þeir geri ekki athugasemd, er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar. Ef ekki berast andmæli telst erindið samþykkt.

     

8.

Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um heimsmarkmiðin og loftlagsmál - 1906008

 

Til stendur að stofna samstarfsvettvang sveitarfélaga um heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna. Fundurinn verður haldinn 19. júní.

 

Sveitasrstjórn samþykkir að vera stofnaðili. Sveitarstjóra falið að sækja fundinn í gegnum fjarfundarbúnað í ljósi þeirra áherslu sem lögð er á loftlagsmál í heimsmarkmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna.

     

9.

Flugklasinn 66N - 1407092

 

Ósk um áframhaldandi stuðning við verkefnið (2020-2023)

 

Sveitarstjórn samþykkit að halda áfram stuðningi við verkefnið.

     

10.

Verkefni sumarsins 2019 - 1905020

 

Farið yfir röð verkefna og kostnað. Óskað er eftir viðauka 26 milljónir til þess að klára þau verkefni sem vinna þarf við Bakkatún/Tjarnartún/Borgartún og á opnum svæðum.

 

Farið yfir verkefnalistann. Sveitarstjóra falið að fá ákveðnar verðhugmyndir í stærstu verkefnin og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

     

11.

Valsárhverfi skipulag - Tjarnartún og Bakkatún - 1808007

 

Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Bakkatún að Bakkatúni 17

 

Lagt fram til kynningar.

     

12.

Lausar stöður vorið 2019 - 1905013

 

10 umsóknir bárust fyrir starf umsjónarmanns fasteigna/húsvarðar, 5 fyrir starf matráðs, og sex sem sóttu um fyrir almenn störf við Valsárskóla og Álfaborg.

 

Viðtöl verða tekin við umsækjendur næstu daga, sveitarstjóri, skólastjóri og varaoddviti taka viðtöl við umsækjendur um störf umsjónarmann fasteigna/húsvarðar og matráðs. Tíu sóttu um starf umsjónarmanns fasteigna/húsvarðar og fimm um um starf matráðs. Ráðið verður í störf í leikskóla, grunnskóla og félagsmiðstöð og heldur skólastjóri utanum þau viðtöl ásamt sveitarstjóra.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.