Sveitarstjórn

25. fundur 24. júní 2019

Fundargerð

Fundargerð

25. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 24. júní 2019 kl. 16:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar bs - 1407029

 

Hlutverk byggingarnefndar, fyrirhugaðar breytingar á afgreiðslu starfsleyfisumsókna í Eyjafjarðarsveit og áhrif á hlutverk byggingarnefndar og afgreiðslu mála annarra sveitarfélaga innan SBE

 

Lagt fram til kynningar

     

2.

Valsárhverfi skipulag - Tjarnartún og Bakkatún - 1808007

 

Breyting á lóðum við Tjarnartún

 

Sveitarstjórn samþykkir að lóðarmörk við Tjarnartún færist 25 cm nær húsum við Tjarnartún.

     

4.

Laugartún 16 lóðaframkvæmdir og pallasmíði - 1906022

 

Óskað er eftir samþykki vegna byggingar palls og girðingar við vestur-lóðarmörk Laugartúns 16

 

Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu á grundvelli 1. málsgreinar, 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ef allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta lýsa því yfir skriflega að þeir geri ekki athugasemd, er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar. Ef ekki berast andmæli telst erindið samþykkt.

     

5.

Helgafell - 1711009

 

Á fundi sveitarstjórnar nr. 24 var óskað eftir uppáskrifuðu leyfi frá landeiganda Hamarstúns og hnitsettri staðsetningu vegar sem fyrirhugað er að leggja að Helgafelli.

 

Frestað til næsta fundar.

     

6.

Kotabyggð 8 - 1906021

 

Óskað er eftir að breyta frístundalóðinni Kotabyggð 8 í íbúðarlóð

 

Erindinu er frestað og óskað eftir samþykki eiganda lóðarinnar fyrir breytingunni.

     

7.

Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðarastrengs í landi Svalbarðsstrandarhrepps - 1906016

 

Tengir hf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Valsárhverfi

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

     

8.

Jafnréttisstofa óskar eftir skilum á jafnréttisáætlun og aðgerðaáætlun - 1108016

 

Endurskoðun jafnréttisáætlunar og framkvæmdaáætlunar fyrir Svalbarðsstrandarhrepp 2018-2022

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og varaoddvita að yfirfara áætlun og setja saman tillögu að endurbættri og uppfærðri jafnréttisáætlun og viðbragðsáætlun.

     

9.

Launað námsleyfi - 1906020

 

Launagreiðslur vegna skólasóknar, staðarlotur: óskað er eftir því að greiðslur launa falli ekki niður þegar nám er sótt í lotum við HA skólaárið 2019-2020

 

Málinu er frestað til næsta fundar. Sveitarstjóra og Árný Þóru 1. varamanni er falið að koma með tillögur um stofnun og móta reglur um námssjóðs fyrir starfsmenn Svalbarðsstrandarhrepps.

     

10.

Stykumsókn vegna Bryggjuhátíðar - 1906019

 

Styrkumsókn frá Kvenfélagi Svalbarðsstrandar vegna Bryggjuhátíðar 2019

 

Sveitarstjórn samþykkir styrkbeiðni að upphæð 125.000 kr.

     

11.

Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um heimsmarkmiðin og loftlagsmál - 1906008

 

Stofnfundur samstarfsvettvangs sveitarfélaga um heimsmarkmið og loftlagsmál fór fram 19. júní.

 

Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með
stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs
um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra
aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag
að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga.
Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum
sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með
heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og
viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í
átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því
sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og
öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.

     

12.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2019-2027 lögð fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2019-2027 með fyrirvara um lagfæringar. Sveitarstjórn verður send skýrslan til yfirferðar og samþykktar. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

     

14.

Trúnarðaryfirlýsing - 1906014

 

Trúnaðaryfirlýsing fulltrúa og áheyrnarfulltrúa í nefndum sveitarfélagsins lögð fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir trúnaðyfirlýsingu sem fulltrúar í nefndum sveitarfélagsins skulu skrifa undir.

     

15.

Landshlutaáætlun í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftlagsmálum - 1906018

 

Landshlutaáætlun í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga. Bréf frá Skógrækt lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn tekur gjarnan á móti fulltrúum skógræktar.

     

18.

Meyjarhóll - stækkun lóðar L219128 - 1906023

 

Stækkun lóðar á Meyjarhóli

 

Tekið fyrir með afbrigðum.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

     

19.

Kjör oddvita til eins árs. - 1706014

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Gestur Jensson gefur kost á sér til að vera oddviti fram til júní 2020

 

Sveitarstjórn samþykkir og að Anna Karen sé í stöðu varaoddvita.

     

3.

Hallland deiliskipulag 2018 - 1811003

 

Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps vegna undanþágu frá skipulagsreglugerð; Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði í landi Halllands

 

Sveitarstjórn er meðvituð um fjarlægðir byggingarreitar frá þjóðvegi og veitir jákvæða umsögn um erindið.

     

13.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - 1906012

 

Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands fyrir árið 2018 og fundargerðir sama árs lagðar fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

16.

Fundargerð nr. 116 Byggingarnefnd - 1906017

 

Byggingarnefnd - Fundargerð nr. 116 lögð fram til kynningar

 

1.
Bakkatún 2 íbúðarhús 2019 - 1905004
Arnar Þór Björnsson, kt. 050388-2129, Víkurgili 2, 603 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna 402,3 fm tvíbýlishúss á lóðinni Bakkatún 2, Svalbarðseyri. Meðfylgjandi erindinu eru uppdrættir frá Birgi Ágústssyni, dags. 2019-04-24.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
2.
Kotabyggð 9 frístundahús 2019 - 1906008
Hannes Garðarsson, kt. 010762-5379, Espilundi 2 600 Akureyri, tilkynnir um 27,8 fm viðbyggingu við frístundahús á lóðinni Kotabyggð 9, Svalbarðsstrandarhreppi. Framkvæmdin rúmast innan heimildar í byggingarreglugerð um minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi (gr. 2.3.5. h). Meðfylgjandi erindinu eru uppdrættir frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni hjá M2hús.
Lagt fram til kynningar.
3.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Eftirfarandi erindi voru samþykkt af byggingarnefnd sem tengjast Svalbarðsstrandarhrepp.

Sigluvík viðbygging frístundahúss 2019 - 1905009
Rögnvaldur A. Sigurðsson, kt. 131165-4989, Vesturgötu 15, 625 Ólafsfirði, sækir um byggingarleyfi vegna 120,0 fm bílgeymslu við frístundahús í landi Sigluvíkur, Svalbarðsstrandarhreppi (fasteignarnúmer F2160349). Meðfylgjandi erindinu eru uppdrættir frá Teiknistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar dags. 2019-05-20.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
4.
Veigarhall 4 frístundahús 2019 - 1904004
Auðunn Ingvar Pálsson, kt. 130667-3769, Fremstafelli 642 Húsavík, sækir um byggingarleyfi vegna 50,9 fm. frístundahúss á lóðinni Veigarhall 4, Svalbarðsstrandarhreppi. Meðfylgjandi erindinu eru uppdrættir frá Magnúsi H. Ólafssyni hjá MarkStofu ehf. á Akranesi.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

     

17.

Fundargerð nr. 871 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1906015

 

Fundargerð nr. 871 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar

 

Fundargerð lög fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.