Fundargerð
25. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 24. júní 2019 kl. 16:00.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar bs - 1407029  | 
|
| 
 Hlutverk byggingarnefndar, fyrirhugaðar breytingar á afgreiðslu starfsleyfisumsókna í Eyjafjarðarsveit og áhrif á hlutverk byggingarnefndar og afgreiðslu mála annarra sveitarfélaga innan SBE  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 2.  | 
 Valsárhverfi skipulag - Tjarnartún og Bakkatún - 1808007  | 
|
| 
 Breyting á lóðum við Tjarnartún  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að lóðarmörk við Tjarnartún færist 25 cm nær húsum við Tjarnartún.  | 
||
| 
 4.  | 
 Laugartún 16 lóðaframkvæmdir og pallasmíði - 1906022  | 
|
| 
 Óskað er eftir samþykki vegna byggingar palls og girðingar við vestur-lóðarmörk Laugartúns 16  | 
||
| 
 Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu á grundvelli 1. málsgreinar, 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ef allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta lýsa því yfir skriflega að þeir geri ekki athugasemd, er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar. Ef ekki berast andmæli telst erindið samþykkt.  | 
||
| 
 5.  | 
 Helgafell - 1711009  | 
|
| 
 Á fundi sveitarstjórnar nr. 24 var óskað eftir uppáskrifuðu leyfi frá landeiganda Hamarstúns og hnitsettri staðsetningu vegar sem fyrirhugað er að leggja að Helgafelli.  | 
||
| 
 Frestað til næsta fundar.  | 
||
| 
 6.  | 
 Kotabyggð 8 - 1906021  | 
|
| 
 Óskað er eftir að breyta frístundalóðinni Kotabyggð 8 í íbúðarlóð  | 
||
| 
 Erindinu er frestað og óskað eftir samþykki eiganda lóðarinnar fyrir breytingunni.  | 
||
| 
 7.  | 
 Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðarastrengs í landi Svalbarðsstrandarhrepps - 1906016  | 
|
| 
 Tengir hf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Valsárhverfi  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir erindið.  | 
||
| 
 8.  | 
 Jafnréttisstofa óskar eftir skilum á jafnréttisáætlun og aðgerðaáætlun - 1108016  | 
|
| 
 Endurskoðun jafnréttisáætlunar og framkvæmdaáætlunar fyrir Svalbarðsstrandarhrepp 2018-2022  | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og varaoddvita að yfirfara áætlun og setja saman tillögu að endurbættri og uppfærðri jafnréttisáætlun og viðbragðsáætlun.  | 
||
| 
 9.  | 
 Launað námsleyfi - 1906020  | 
|
| 
 Launagreiðslur vegna skólasóknar, staðarlotur: óskað er eftir því að greiðslur launa falli ekki niður þegar nám er sótt í lotum við HA skólaárið 2019-2020  | 
||
| 
 Málinu er frestað til næsta fundar. Sveitarstjóra og Árný Þóru 1. varamanni er falið að koma með tillögur um stofnun og móta reglur um námssjóðs fyrir starfsmenn Svalbarðsstrandarhrepps.  | 
||
| 
 10.  | 
 Stykumsókn vegna Bryggjuhátíðar - 1906019  | 
|
| 
 Styrkumsókn frá Kvenfélagi Svalbarðsstrandar vegna Bryggjuhátíðar 2019  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir styrkbeiðni að upphæð 125.000 kr.  | 
||
| 
 11.  | 
 Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um heimsmarkmiðin og loftlagsmál - 1906008  | 
|
| 
 Stofnfundur samstarfsvettvangs sveitarfélaga um heimsmarkmið og loftlagsmál fór fram 19. júní.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með  | 
||
| 
 12.  | 
 Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020  | 
|
| 
 Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2019-2027 lögð fram til samþykktar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2019-2027 með fyrirvara um lagfæringar. Sveitarstjórn verður send skýrslan til yfirferðar og samþykktar. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.  | 
||
| 
 14.  | 
 Trúnarðaryfirlýsing - 1906014  | 
|
| 
 Trúnaðaryfirlýsing fulltrúa og áheyrnarfulltrúa í nefndum sveitarfélagsins lögð fram til samþykktar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir trúnaðyfirlýsingu sem fulltrúar í nefndum sveitarfélagsins skulu skrifa undir.  | 
||
| 
 15.  | 
 Landshlutaáætlun í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftlagsmálum - 1906018  | 
|
| 
 Landshlutaáætlun í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga. Bréf frá Skógrækt lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn tekur gjarnan á móti fulltrúum skógræktar.  | 
||
| 
 18.  | 
 Meyjarhóll - stækkun lóðar L219128 - 1906023  | 
|
| 
 Stækkun lóðar á Meyjarhóli  | 
||
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum.  | 
||
| 
 19.  | 
 Kjör oddvita til eins árs. - 1706014  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum. Gestur Jensson gefur kost á sér til að vera oddviti fram til júní 2020  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir og að Anna Karen sé í stöðu varaoddvita.  | 
||
| 
 3.  | 
 Hallland deiliskipulag 2018 - 1811003  | 
|
| 
 Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps vegna undanþágu frá skipulagsreglugerð; Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði í landi Halllands  | 
||
| 
 Sveitarstjórn er meðvituð um fjarlægðir byggingarreitar frá þjóðvegi og veitir jákvæða umsögn um erindið.  | 
||
| 
 13.  | 
 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - 1906012  | 
|
| 
 Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands fyrir árið 2018 og fundargerðir sama árs lagðar fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 16.  | 
 Fundargerð nr. 116 Byggingarnefnd - 1906017  | 
|
| 
 Byggingarnefnd - Fundargerð nr. 116 lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 1.  | 
||
| 
 17.  | 
 Fundargerð nr. 871 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1906015  | 
|
| 
 Fundargerð nr. 871 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Fundargerð lög fram til kynningar.  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.