Fundargerð
27. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 27. ágúst 2019 kl. 14:00.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Sparkvöllur við Valsárskóla - 1908002  | 
|
| 
 Nemendur óska eftir að nýtt yfirborð verði sett á sparkvöll og gúmmíkurl tekið í burtu.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til fjárhagsáætlunar 2020.  | 
||
| 
 2.  | 
 Styrkur til áhaldakaupa fyrir sundleikfimi - 1908011  | 
|
| 
 Ósk um styrk vegna áhaldakaupa fyrir sundleikfimi  | 
||
| 
 Sveitarstjórn vísar málinu til sveitarstjóra en tekur fram að haft er að leiðarljósi við kaupin að þau nýtist einnig við íþróttaiðkun barna í Valsárskóla.  | 
||
| 
 3.  | 
 Þingsályktun um styrkingu sveitarstjórnarstigsins - 1908006  | 
|
| 
 Viðbrögð minni sveitarfélaga við lögbundinni sameiningu sveitarfélaga með færri en 1000 íbúa. Bréf frá sveitarstjóra Grýtubakkahrepps til sveitarstjórna sveitarfélag með færri en 1.000 íbúa, lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir með meirihluta að mótmæla hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga á Íslandi eins og þær birtast í tillögu að þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og aðgerðaáætlun 2019-2023. Helstu markmið þingsályktunarinnar er m.a. að tryggja og virða sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga. Tekið er fram að gæta verði að sjálfsstjórn sveitarfélaga og rétti þeirra til að ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Það skýtur því skökku við að sömu tillögur boði lögþvingaðar sameiningar og að gengið verði framhjá aðkomu íbúa sveitarfélaga að ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er varinn í Stjórnarskrá, Sveitarfélagalögum og Evrópusáttmála um sjálfstjórn sveitarfélaga. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps bendir á að með fyrirætlunum um lögþvingaðar sameiningar sé gróflega brotið á rétti íbúa þeirra sveitarfélaga sem falla undir skilgreiningu þá sem fram kemur í tillögunni að lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.  | 
||
| 
 4.  | 
 2019 Fjárgöngur - gangnadagur - 1908009  | 
|
| 
 Dagsetning gangnadags ákveðin  | 
||
| 
 Gangnastjóri hefur lagt til að allar réttir verða 14. september næstkomandi. Sveitastjórn samþykkir tillöguna.  | 
||
| 
 5.  | 
 Fráveituhreinsistöð tilboð frá Hagvís ehf - 1908012  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar. Efni frá Hagvís um hreinsistöðvar og lausnir í fráveitumálum  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 6.  | 
 Lán Norðurorku vegna framkvæmda - 1908013  | 
|
| 
 Óskað er eftir að eigendur Norðurorku veiti einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð á láni Norðurorku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.  | 
||
| 
 Sveitarfélagið Svalbarðsstrandarhreppur samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 800.000.000. Sem skiptist í 100.000.000 íslenskra króna (ISK) og 5.000.000 evra (EUR) til 15 ára, í samræmi við skilmála að lánstilboði sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Eignarhlutur Svalbarðsstrandarhrepps í Norðurorku hf. er 0,45% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 3.600.000.  | 
||
| 
 7.  | 
 Launað námsleyfi - 1906020  | 
|
| 
 Reglur um launað námsleyfi og starfsmannastefnu lagðar fram til samþykktar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir starfsmannastefnu Svalbarðsstrandarhrepps og nýjar reglur um sí- og endurmenntun Svalbarðsstrandarhrepps.  | 
||
| 
 8.  | 
 Vinnustund - 1908014  | 
|
| 
 Tilboð frá Advania vegna Vinnustundar: tímaskráningarkerfi  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 9.  | 
 Fjármál 2019 - 1905006  | 
|
| 
 staða eftir 2. ársfjórðung  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 10.  | 
 Skil byggingarfulltrúa á gögnum í rafrænt gagnasafn Mannvirkjastofnunar - 1908015  | 
|
| 
 Erindi frá Mannvirkjastofnun vegna skila á gögnum frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 11.  | 
 Jafnréttisstofa - landsfundur um jafréttismál sveitarfélaga - 1908016  | 
|
| 
 Landsfundur Jafnréttismála sveitarfélaga 4.-5. september. Bréf frá Jafnréttisstofu lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn hvetur Jafnréttisstofu að auðvelda aðgengi sveitarfélaga á landsbyggðinni að ráðstefnunnni og streyma henni beint í gegnum veraldarvefinn.  | 
||
| 
 12.  | 
 Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla - 1903014  | 
|
| 
 Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla  | 
||
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.  | 
||
| 
 13.  | 
 Stefnumótun - framtíðarsýn - 1908018  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum.  | 
||
| 
 Lag fram til kynningar.  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.