Sveitarstjórn

27. fundur 27. ágúst 2019

Fundargerð

27. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 27. ágúst 2019 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Sparkvöllur við Valsárskóla - 1908002

 

Nemendur óska eftir að nýtt yfirborð verði sett á sparkvöll og gúmmíkurl tekið í burtu.

 

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til fjárhagsáætlunar 2020.

     

2.

Styrkur til áhaldakaupa fyrir sundleikfimi - 1908011

 

Ósk um styrk vegna áhaldakaupa fyrir sundleikfimi

 

Sveitarstjórn vísar málinu til sveitarstjóra en tekur fram að haft er að leiðarljósi við kaupin að þau nýtist einnig við íþróttaiðkun barna í Valsárskóla.

     

3.

Þingsályktun um styrkingu sveitarstjórnarstigsins - 1908006

 

Viðbrögð minni sveitarfélaga við lögbundinni sameiningu sveitarfélaga með færri en 1000 íbúa. Bréf frá sveitarstjóra Grýtubakkahrepps til sveitarstjórna sveitarfélag með færri en 1.000 íbúa, lagt fram til kynningar.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir með meirihluta að mótmæla hugmyndum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga á Íslandi eins og þær birtast í tillögu að þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og aðgerðaáætlun 2019-2023. Helstu markmið þingsályktunarinnar er m.a. að tryggja og virða sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga. Tekið er fram að gæta verði að sjálfsstjórn sveitarfélaga og rétti þeirra til að ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Það skýtur því skökku við að sömu tillögur boði lögþvingaðar sameiningar og að gengið verði framhjá aðkomu íbúa sveitarfélaga að ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga. Sjálfsákvörðunarrétturinn er varinn í Stjórnarskrá, Sveitarfélagalögum og Evrópusáttmála um sjálfstjórn sveitarfélaga. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps bendir á að með fyrirætlunum um lögþvingaðar sameiningar sé gróflega brotið á rétti íbúa þeirra sveitarfélaga sem falla undir skilgreiningu þá sem fram kemur í tillögunni að lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.

     

4.

2019 Fjárgöngur - gangnadagur - 1908009

 

Dagsetning gangnadags ákveðin

 

Gangnastjóri hefur lagt til að allar réttir verða 14. september næstkomandi. Sveitastjórn samþykkir tillöguna.

     

5.

Fráveituhreinsistöð tilboð frá Hagvís ehf - 1908012

 

Lagt fram til kynningar. Efni frá Hagvís um hreinsistöðvar og lausnir í fráveitumálum

 

Lagt fram til kynningar.

     

6.

Lán Norðurorku vegna framkvæmda - 1908013

 

Óskað er eftir að eigendur Norðurorku veiti einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð á láni Norðurorku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

 

Sveitarfélagið Svalbarðsstrandarhreppur samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 800.000.000. Sem skiptist í 100.000.000 íslenskra króna (ISK) og 5.000.000 evra (EUR) til 15 ára, í samræmi við skilmála að lánstilboði sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Eignarhlutur Svalbarðsstrandarhrepps í Norðurorku hf. er 0,45% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 3.600.000.
Er lánið tekið til fjármögnunar á verkefnum félagsins í fráveitu og hitaveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Björgu Erlingsdóttur, sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps, kt.150771-3359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Svalbarðsstrandarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

     

7.

Launað námsleyfi - 1906020

 

Reglur um launað námsleyfi og starfsmannastefnu lagðar fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir starfsmannastefnu Svalbarðsstrandarhrepps og nýjar reglur um sí- og endurmenntun Svalbarðsstrandarhrepps.

     

8.

Vinnustund - 1908014

 

Tilboð frá Advania vegna Vinnustundar: tímaskráningarkerfi

 

Lagt fram til kynningar.

     

9.

Fjármál 2019 - 1905006

 

staða eftir 2. ársfjórðung

 

Lagt fram til kynningar.

Svalbarðsstrandarhreppur stendur vel. Hreppurinn þurfti ekki að fara í lántöku vegna byggingu á nýjum íbúðum í Tjarnartúni en þær voru fjármagnaðar með sölu á íbúðum sem Hreppurinn átti fyrir.
Staða fjármála eftir 2. ársfjórðung er samkvæmt fjárhagsáætlun.

     

10.

Skil byggingarfulltrúa á gögnum í rafrænt gagnasafn Mannvirkjastofnunar - 1908015

 

Erindi frá Mannvirkjastofnun vegna skila á gögnum frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

     

11.

Jafnréttisstofa - landsfundur um jafréttismál sveitarfélaga - 1908016

 

Landsfundur Jafnréttismála sveitarfélaga 4.-5. september. Bréf frá Jafnréttisstofu lagt fram til kynningar

 

Sveitarstjórn hvetur Jafnréttisstofu að auðvelda aðgengi sveitarfélaga á landsbyggðinni að ráðstefnunnni og streyma henni beint í gegnum veraldarvefinn.

     

12.

Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla - 1903014

 

Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka um aukafjárveitingu vegna ráðningu stuðningsfulltrúa í Valsárskóla upp á 2.500.000 kr. Bætt verður 2.500.000 á launaliði undir Valsárskóla. Upphæðin er tekin af handbæru féi.

     

13.

Stefnumótun - framtíðarsýn - 1908018

 

Tekið fyrir með afbrigðum.

Farið yfir framtíðaráform Svalbarðsstrandarhrepps í komandi verkefnum næsta vetrar.

 

Lag fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.