Sveitarstjórn

28. fundur 10. september 2019



Fundargerð

28. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 10. september 2019 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

2.

Verkefnastjóri í Valsárskóla - 1908019

 

Skólastjóri Valsárskóla óskar eftir heimild til að ráða starfsmann innan Valsárskóla í 20% stöðu verkerfnastjóra. Skólanefnd fjallaði um málið á fundi nr. 07 og var jákvæð fyrir ráðningu verkefnastjóra. Málinu vísað til sveitarstjórnar til samþykktar fjárveitingar.

 

Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar. Óskað eftir að skólastjóri mæti á næsta fund til að gefa nánari skýringu.

     

3.

Úttekt á stöðu leikskóla og grunnskóla eftir sameiningu - 1903011

 

Svar skólastjóra Valsárskóla við skýrslu dagsettri í júní 2019 var tekið fyrir á fundi skólanefndar nr. 07. Skólanefnd vísar málinu til sveitarstjórnar.

 

Málinu er frestað til næsta fundar. Skrifstofustjóra er falið að reikna út hver kostnaður er við hverja þá leið sem nefnd er í skýrslunni.

     

Gestur oddviti vék af fundi undir lið 4.

4.

Aðkoma fyrir bíla og sjúkrabíla við bakhlið Smáratúns 16a og b - 1908017

 

Ósk íbúa við Smáratún 16a og b um að aðkoma fyrir bíla og sjúkrabíla verði færð við bakhlið Smáratúns 16a og b

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í þessa ósk en óskar eftir nákvæmari framsetningu á hugmyndum um aðkeyrslu að Smáratúni 16a&b til þess að hægt sé að taka næstu skref í málinu.

     

5.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun - 1909001

 

Tímarammi vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára árætlunar 2021-2023 lagður fram

 

Tímaáætlunin lögð fram til kynningar.

     

8.

Beiðni frá Borghildi Maríu - 1810005

 

Óskað er eftir viðauka vegna uppsetningar kæliskáps í Valsárskóla

 

Nýr kæliskápur hefur verið tekinn í notkun í Valsárskóla. Lokakostnaður liggur ekki fyrir en ljóst er að hann er aðeins meiri en gert var ráð fyrir. Umframkostnaður rúmast innan bókhaldsliðar.

     

9.

Haustfundur AFE 18. september - 1909005

 

Tekið fyrir með afbrigðum: Haustfundur AFE fer fram 18. september. Velja þarf einn fulltrúa frá Svalbarðsstrandarhreppi á fundinn.

 

Sveitarstjóiri og fulltrúi Svalbarðsstrandahrepps Valtýr í stjórn AFE munu sitja haustfundinn.

     

Guðfinna vék af fundi undir lið 10.

10.

Fyrirspurn frá Erni Smára varðandi staðsetninug á nýbygginu húss í landi Heiðarholts - 1810009

 

Tekið fyrir með afbrigðum: ósk um breytingu á byggingarreit og hann færður nær miðlínu þjóðvegar

 

Sveitastjórn samþykkir erindið.

     

11.

Viðhald fjallsgirðingar - 1309003

 

Tekið fyrir með afbrigðum: Áframhaldandi vinna við gerð fjallsgirðingar, næstu skref rædd

 

Vegagerðin veitir 3.000.000 kr í viðhald fjallgirðingar. Fjármunirnir verða nýttir til kaupa á girðingarefni sem nýtt verður a næsta ári.

     

13.

Ásgarður - íbúðarhús í Ásgarði - 1909007

 

Tekið fyrir með afbrigðum: Umsókn um byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús í Ásgarði

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að afla undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar byggingareits frá þjóðvegi.

     

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir lið 1.

1.

Námsferð starfsmanna Valsárskóla og Álfaborgar vorið 2019 - 1908020

 

Málið var tekið fyrir á fundi skólanefndar nr. 07. Skólanefnd leggur áherslu á að fjármögnun ferða verði að liggja fyrir áður en gengið er frá skipulagningu starfsmannaferða. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að eftirstöðvar ferðarinnar verði greiddar af sveitarstjórn og færðar á endurmenntunarsjóð/endurmenntunarlið fjárhagsáætlunar.

 

Málinu er frestað til næsta fundar. Sveitarstjórn ítrekar að ef víkja skal frá eða bæta við fjárhagsáætlun þarf að biðja um viðauka vegna fráviks. Skólastjóra er falið að innheimta þá styrki sem eru ógreiddir. Oddvita og sveitarstjóra er falið að undirbúa málið fyrir næsta fund.

     

6.

Skólanefnd - 07 - 1908003F

 

Fundargerð skólanefndar frá fundi nr. 07 lögð fram til kynningar.

 

6.1

1903014 - Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla

   
 

6.2

1908019 - Verkefnastjóri í Valsárskóla

   
 

6.3

1908020 - Námsferð starfsmanna Valsárskóla og Álfaborgar vorið 2019

   
 

6.4

1903011 - Úttekt á stöðu leikskóla og grunnskóla eftir sameiningu

   
 

6.5

1902017 - Útboð skólaaksturs 2019

   
 

6.6

1906020 - Launað námsleyfi

   
     

12.

Skólanefnd - 08 - 1909002F

 

Fundargerð tekin fyrir með afbrigðum: Á fundi skólanefndar nr. 08, 09.09.2019 var farið yfir úttekt frá StarfsGæði ehf sem gerð var fjórum árum eftir sameiningu leik- og grunnskóla. Eftirfarandi bókun var gerð og málinu vísað til sveitarstjórnar: Skólanefnd leggur áherslu á að í úttektinni er bent á þrjár leiðir sem snúa að skipulagi stjórnunar leik- og grunnskóla, leiðir sem vert er að skoða hverja fyrir sig. Skólanefnd leggur til að starfsmenn skóla og stjórnir foreldrafélaga verði boðuð á fund þar sem farið yrði yfir þær tillögur sem fram koma í úttektinni. Lagt er til að sveitarstjórn mæti ásamt skólanefnd og fundur verði boðaður sem fyrst. Eftir þann fund mun skólanefnd leggja fram tillögu um fyrirkomulag stjórnar leik- og grunnskóla. Málinu vísað til sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar og felur sveitarstjóra að boða stjórnir foreldrafélaga, starfsmenn leik- og grunnskóla ásamt sveitarstjórn og skólanefnd, til fundar þar sem þessi þrjú stjórnunarmódel eru kynnt. Skrifstofustjóra jafnframt falið að taka saman helstu tölur í rekstri hvers módels fyrir sig.

Sveitastjórn telur mikilvægt að umræða um framtíðarfyrirkomulag skólamála sé opin og byggð á faglegum forsendum. Mikilvægt er að skólasamfélagið fá að tjá sína skoðun og taka þátt í mótun skólastarfsins.

 

12.1

1903011 - Úttekt á stöðu leikskóla og grunnskóla eftir sameiningu

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar. Sveitarstjóra falið að boða til fundar með foreldrafélögum, starfsmönnum, sveitarstjórn og skólanefnd. Sveitarstjóra ennfremur falið að gera samantekt á kostnaði við rekstur hvers stjórnkerfis fyrir sig.

 

12.2

1909006 - Bréf til skólanefndar

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar. Sveitarstjóra falið að boða til fundar með foreldrafélögum, starfsmönnum, sveitarstjórn og skólanefnd. Skrifstofustjóra ennfremur falið að gera samantekt á kostnaði við rekstur hvers stjórnkerfis fyrir sig.

     

7.

Fundargerð nr. 873. frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1909002

 

Fundargerð frá fundi nr. 873 frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon