Sveitarstjórn

29. fundur 23. september 2019

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon, Árný Þóra Ágústsdóttir, Vigfús Björnsson og Inga Sigrún Atladóttir.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Helgafell - 1711009

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa lýsingunni í lögbundið kynningarferli.

     

2.

Sólheimar 12 - 1909010

 

Teikningar lagðar fram til kynningar.

     

Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu mál 1909011.

3.

Klöpp - byggingarreitur fyrir bílageymslu - 1909011

 

Umsókn um stækkun byggingarreits vegna bílageymslu við Klöpp

 

Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu á grundvelli 1. málsgreinar, 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ef allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta lýsa því yfir skriflega að þeir geri ekki athugasemd, er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar. Ef ekki berast andmæli telst erindið samþykkt.

Anna Karen Úlfarsdóttir kom aftur að lokinni afgreiðslu máls 1909011.

     

4.

Bakkatún 6 - 1812008

 

Lóðarhafar óska eftir að sveitarfélagið taki aftur við lóðinni.

 

Í ljósi aðstæðna samþykkir sveitarfélagið að taka við lóðinni og endurgreiða innborgunina til baka.

     

5.

Aðalfundur Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar - 1909012

 

Aðalfundur SBE lagður fram til kynningar.

Björg Erlingsdóttir var útnefnd formaður stjórnarinnar næsta starfsár.

     

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi þegar mál 1908020 var tekið til afgreiðslu og var einnig fjarverandi í málum 1908019 og 1903011.

6.

Námsferð starfsmanna Valsárskóla og Álfaborgar vorið 2019 - 1908020

 

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var inngangur að máli nr. 1908020 ekki réttur og leiðréttist hér með og á að vera: Málið var tekið fyrir á fundi skólanefndar nr. 07. Skólanefnd leggur áherslu á að fjármögnun ferða verði að liggja fyrir áður en gengið er frá skipulagningu starfsmannaferða. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skólastjóra verði falið að innheimta það sem útstandandi er og leggur nefndin til við sveitarstjórn að afgangurinn verði færður á endurmenntunarsjóð.

 

Bókun skólastjóra

Síðastliðin 6 ár hefur fjárhagsáætlunarferlið verið með þeim hætti að rammafjárhagsáætlun hefur verið gerð af sveitarstjórn. Skólastjóri hefur haft leyfi til að færa til innan liða á fjárhagsárinu að því tilskyldu að hann geti gert grein fyrir breytingum í lok árs og þær séu í samræmi við stefnu sveitarstjórnar. Þessi háttur hefur verið viðhafður til að stuðla að því að ábyrgð og ákvarðanir séu eins nálægt notendum þjónustu og við verður komið og að skólastjóri hafi ákveðið athafnafrelsi í reksti.

Í ljósi þessara starfshátta telur skólastjóri að fjármögunun námsferðar starfsmanna í apríl 2019 hafi legið fyrir áður en gengið var frá skipulagningu starfsmannaferðarinnar. Það er skilningur skólastjóra að ferðin hafi verið í samræmi við stefnu sveitarstjórnar um sameiningu grunn- leik og tónlistarskóla.

Bókun sveitarstjórnar
Sveitarstjórn ítrekar bókun skólanefndar frá fundi nr. 7 um að fjármögnun ferða skuli liggja fyrir áður en farið er í slíkar ferðir.

     

7.

Verkefnastjóri í Valsárskóla - 1908019

 

Á fundi nr. 28 frestaði sveitarstjórn málinu til næsta fundar og óskað eftir nærveru skólastjóra og nánari skýringum.
Skólastjóri óskar eftir heimild til að ráða starfsmann innan Valsárskóla í 20% stöðu verkefnastjóra. Skólanefnd er jákvæð fyrir því að ráðinn sé verkefnastjóri. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

 

Málinu er frestað þar til farið hefur verið í gegnum þær tillögur sem liggja fyrir um framtíðarskipulag Valsárskóla.

     

8.

Úttekt á stöðu leikskóla og grunnskóla eftir sameiningu - 1903011

 

Á fundi nr. 28 frestaði sveitarstjórn málinu til næsta fundar og óskað eftir útreikningum á kostnaði við þær leiðir sem nefndar eru í skýrlu frá StarfsGæði. Skólanefnd hafði vísað málinu til sveitarstjórnar. Útreikningar lagðir fram.

 

Farið var yfir útreikninga á mismunandi tillögum útfrá skýrslu Starfsgæði.

Farið verður nánar yfir skýrslu Starfsgæði á fundi með starfsmönnum miðvikudaginn 25.9.19.

Anna Karen Úlfarsdóttir hefur verið útnefnd fundarritari á komandi fundi og formaður skólanefndar er tilnefnd sem fundarstjóri.

Guðfinna Steingrímsdóttir kom aftur inn á fund að loknum afgreiðslu máls 1903011.

     

9.

Áheyrnarfulltrúi í stjórn Norðurorku - 1909013

 

Áheyrnarfulltrúi minni eigenda í stjórn Norðurorku.

 

Stjórn Norðurorku hefur samþykkt að bæta við áheyrnarfulltrúa minni eigenda í stjórn Norðurorku. Sá fulltrúi er ólaunaður. Skipting stjórnarsetu á milli minni sveitarfélaga er sem hér segir:
Lagt er til að áheyrnarfulltrúi sitji í tvö ár í senn og verði skipaður í þessari röð í samræmi við eignarhluti:

Hörgársveit ....................................... 0,80%
Svalbarðsstrandarhreppur .......................... 0,45%
Grýtubakkahreppur ................................. 0,18%
Þingeyjarsveit .................................... 0,18%
Eyjafjarðarsveit .................................. 0,12%

Áheyrnarfulltrúi taki strax sæti um leið og fyrirkomulagið hefur verið ákveðið og samþykkt af öllum fimm sveitarfélögunum og næsti fulltrúi taki sæti haustið 2021.

Sveitastjórn samþykkir fyrirkomulagið.

     

11.

Útboð - Snjómokstur 2019-2022 - 1908003

 

Tilboð vegna snjómoksturs 2019-2022. Eitt tilboð barst

 

Eitt tilboð barst frá Velás ehf.
Málinu er frestað til næsta fundar.
Sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að undirbúa málið fram að því.

     

12.

Valsárskóli - þak - 1812007

 

Búið er að koma í veg fyrir leka í vinnustofu kennara. Enn lekur í kaffistofu en gert er ráð fyrir að farið verði í þær lagfæringar sem EFLA leggur til með vorinu. Leggja þarf nýjan gólfdúk, leggja nýjar flísar í kerfisloft og endurnýja húsbúnað í vinnustofu.

 

Unnið hefur verið að lagfæringum á þakinu og er kostnaður undir áætlun. Sveitarstjórn samþykkir að ráðast skuli í lagfæringu á vinnustofu kennara í Valsárskóla fyrir þann afgang sem er eftir af þeirri upphæð sem lögð var í þakviðgerðir.

     

13.

Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003

 

Jafnlaunavottun og samstarf við nágrannasveitarfélög

 

Lagt fram til kynningar.

     

14.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun - 1909001

 

Launaáætlu 2020 lögð fram

 

Lagt fram til kynningar

     

15.

Girðing í Laugartúni við Valsá - 1305016

 

Tillaga að lækkun girðingar við Laugartún 19 hefur verið kynnt íbúum. Óskað er eftir viðauka vegna framkvæmdar.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka að upphæð 300.000 kr. vegna vinnu við að lækka girðinguna. Upphæðin verður tekin af handbæru féi.

     

16.

Aðkoma fyrir bíla og sjúkrabíla við bakhlið Smáratúns 16a og b - 1908017

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Erindi frá íbúum í Laugtúni 19c vegna aðkomu bíla og sjúkrabíla við bakhlið Smáratúns 16a og b.

 

Frestað til næsta fundar.

     

10.

Haustfundur AFE 18. september - 1909005

 

Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar var haldinn 18. september. Fundurinn sendi frá sér eftirfarandi ályktun og samþykktu fulltrúar sveitarfélaga við Eyjafjör ályktunina:
Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri miklu töf sem hefur orðið á skilum Skipulagsstofnunar á áliti vegna Hólasandslínu 3. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að gefa út álit en nú eru liðnar 25 vikur sem er fullkomlega óásættanlegt. Fundurinn vill benda á að þessi töf hefur nú þegar haft mikil og skaðleg áhrif á uppbyggingu atvinnulífs og samfélags í Eyjafirði. Fundurinn krefst þess að Skipulagsstofnun afgreiði álitið án frekari tafa.

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir