Sveitarstjórn

30. fundur 08. október 2019

Fundargerð

30. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 8. október 2019 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Bakkatún 2 - 1811005

 

Lóðareigandi óskar eftir þátttöku Svalbarðsstrandarhrepps í kostnaði vegna galla í hönnun á lagna/gatnakerfi.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa.

     

2.

Valsárhverfi skipulag - Tjarnartún og Bakkatún - 1808007

 

SAmþykkt var á fundi sveitarstjórnar nr. 22 að fjölga lóðum við Bakkatún 11-15 og að á þessum þremur raðhúsa/fjölbýlishúsa-lóðum verði sex einbýlis/parhúsa lóðir. Teikningar frá arkitekt með breyttu skipulagi lagðar fram.

 

Sveitarstjórn samþykkir að framkvæmd verði breyting á gildandi deiliskipulagi Valsárhverfis sbr. gögn sem fyrir fundinum liggja. Breytingin telst óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. sömu lagagreinar.

     

3.

Aðkoma fyrir bíla og sjúkrabíla við bakhlið Smáratúns 16a og b - 1908017

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Erindi frá íbúum í Laugtúni 19c vegna aðkomu bíla og sjúkrabíla við bakhlið Smáratúns 16a og b.

 

Málinu er frestað.

     

4.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun - 1909001

 

Launaáætlu 2020 lögð fram

 

Lagt fram til kynningar

     

5.

Leiga íbúða við Tjarnartún 4b og 6a - 1910001

 

Tvær íbúðir við Tjarnartún eru seldar eða í söluferli. Lagt er til að íbúðir við Tjarnartún 4b og 6a verði leigðar á almennum markaði.

 

Sveitastjórn samþykkir að leigja út íbúðirnar tvær og felur sveitarstjóra að auglýsa þær til leigu.

     

6.

Fjármálaráðstefna 2019 haldin 3.-4. október í Reykjavík - 1910002

 

Til kynnar: þær málstofur og fundir sem fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps sóttu á fjármálaráðstefnu

 

Lagt fram til kynningar.

     

7.

Álfaborg - ósk um viðauka vegna ráðningar tveggja starfsmanna við Álfaborg - 1909016

 

Ósk frá skólastjóra um viðauka vegna ráðningar tveggja starfsmanna við Álfaborg

 

Sveitarstjórn samþykkir ósk skólastjóra um tímabundna ráðningu tveggja starfsmanna við Álfaborg.

     

8.

Útboð - Snjómokstur 2019-2022 - 1908003

 

Farið yfir tilboð vegna snjómoksturs 2019-2022

 

Sveitarstjórn hafnar eina tilboðinu sem barst í útboðinu. Sveitarstjóra er falið að leita skammtímalausna fyrir komandi vetur.

     

9.

Breiðablik Svalbarðseyri - framtíðarsýn - 1909015

 

Bréf frá erfingjum Ástu Sigmarsdóttur þar sem óskað er eftir samtali og samstarfi um framtíðarhlutverk Breiðabliks.

 

Sveitarstjórn ræddi erindi sem barst frá Björgu Bjarnadóttur varðandi Breiðablik.
Miðað við ástand hússins sér sveitastjórn sér ekki fært að taka þátt í endurgerð hússins.

     

10.

Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003

 

Jafnlaunavottun og samstarf við nágrannasveitarfélög

 

Lagt fram til kynningar.

     

13.

Fundur í Almannavarnarnefnd 08.10.2019 - 1910005

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Almannavarnarnefnd samþykkti á fundi sínum, 08.10.2019, að óska eftir samþykki sveitarstjórna sem eiga sæti í Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar að sameina nefnd Eyjafjarðar og Þingeyinga í eina almannavarnarnefnd. Gjald sveitarfélaganna hefur verði 100 kr p íbúa og mun hækka í 190 kr p íbúa. Ennfremur er óskað eftir að sveitarstjórn samþykki þessa hækkun.

 

Lagt fram til kynningar.

     

11.

Fundargerð 17. aðalfundar Brunabótarfélags Íslands - 1909014

 

Fundargerð 17. aðalfundar Brunabótarfélags Íslands, lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

12.

Fundargerð 238. fundar Norðurorku - 1910004

 

Fundargerð 238. fundar Norðurorku lögð fram til kynningarþ Tekið fyrir með afbrigðum

 

Lagt fram til kynningar.

Eftirfarandi verðbreytingar voru kynntar á fundinum undir lið 3 Undirbúningur fjárhagsáætlana 2020.

Verðskrá veitna:
Vatnsveita:
Í ljósi óvissu vegna úrskurðar Samgönguráðuneytis um vatnsgjald veitna og þess að framkvæmdir í vatnsveitu eru í lágmarki er tillaga forstjóra að hækka verðskrá vatnsveitu í heildum 2,5% þ.e. minna en útreiknuð verðlagsvísitala Norðurorku.

Fráveita:
Í fráveitu er stórt verkefni í ferli sem er hreinsistöð fráveitu. Við fjárhagsáætlun á
liðnu ári var lagt upp með að hækka verðskrá fráveitunnar í takt við aukinn rekstrarkostnað vegna reksturs hreinsistöðvarinnar sem og til endurgreiðslu á fjárfestingunni og þar horft til líkans með rúmlega þrjátíu ára endurgreiðslutíma. Tillaga forstjóra er að vinna út frá 8% hækkun á verðskrá fráveitu í ljósi framangreinds.
Hitaveita:
Í hitaveitu er í ferli "Hjalteyrarverkefnið" þ.e. að leggja nýja lögn til Akureyrar. Á sama hátt og skýrt er við fráveitu, með tilvísun í endurgreiðslulíkan verkefnisins er ljóst að hækka þarf verðskrá hitaveitu umfram vísitölu. Tillaga forstjóra er að vinna út frá 5% hækkun á verðskrá hitaveitu.
Dreifiveita rafmagns:
Verðskrá dreifiveitu rafmagns er háð Tekjuramma Orkustofnunar og þar er NO að vantaka tekjur. Í því ljósi er eðlilegt að hækka verðskrá dreifingar en vera þó í hófsamari
kantinum. Lagt er til að vinna með 2,5-3% hækkun á verðskrá rafveitu.Fyrir liggur að verðskrá notanda á svokölluðum D-taxta hefur ekki fylgt breytingum á verðskrá Landsnets varðandi flutningskostnað. Nú er nauðsynlegt að leiðrétta D-taxta þannig að verðskráin endurspegli kostnað NO hjá Landsneti en Landsnet breytti verðskrá um þetta efni 1. júlí 2013.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon