Fundargerð
30. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 8. október 2019 kl. 17:00.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Bakkatún 2 - 1811005  | 
|
| 
 Lóðareigandi óskar eftir þátttöku Svalbarðsstrandarhrepps í kostnaði vegna galla í hönnun á lagna/gatnakerfi.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa.  | 
||
| 
 2.  | 
 Valsárhverfi skipulag - Tjarnartún og Bakkatún - 1808007  | 
|
| 
 SAmþykkt var á fundi sveitarstjórnar nr. 22 að fjölga lóðum við Bakkatún 11-15 og að á þessum þremur raðhúsa/fjölbýlishúsa-lóðum verði sex einbýlis/parhúsa lóðir. Teikningar frá arkitekt með breyttu skipulagi lagðar fram.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að framkvæmd verði breyting á gildandi deiliskipulagi Valsárhverfis sbr. gögn sem fyrir fundinum liggja. Breytingin telst óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. sömu lagagreinar.  | 
||
| 
 3.  | 
 Aðkoma fyrir bíla og sjúkrabíla við bakhlið Smáratúns 16a og b - 1908017  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum. Erindi frá íbúum í Laugtúni 19c vegna aðkomu bíla og sjúkrabíla við bakhlið Smáratúns 16a og b.  | 
||
| 
 Málinu er frestað.  | 
||
| 
 4.  | 
 Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun - 1909001  | 
|
| 
 Launaáætlu 2020 lögð fram  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 5.  | 
 Leiga íbúða við Tjarnartún 4b og 6a - 1910001  | 
|
| 
 Tvær íbúðir við Tjarnartún eru seldar eða í söluferli. Lagt er til að íbúðir við Tjarnartún 4b og 6a verði leigðar á almennum markaði.  | 
||
| 
 Sveitastjórn samþykkir að leigja út íbúðirnar tvær og felur sveitarstjóra að auglýsa þær til leigu.  | 
||
| 
 6.  | 
 Fjármálaráðstefna 2019 haldin 3.-4. október í Reykjavík - 1910002  | 
|
| 
 Til kynnar: þær málstofur og fundir sem fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps sóttu á fjármálaráðstefnu  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 7.  | 
 Álfaborg - ósk um viðauka vegna ráðningar tveggja starfsmanna við Álfaborg - 1909016  | 
|
| 
 Ósk frá skólastjóra um viðauka vegna ráðningar tveggja starfsmanna við Álfaborg  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir ósk skólastjóra um tímabundna ráðningu tveggja starfsmanna við Álfaborg.  | 
||
| 
 8.  | 
 Útboð - Snjómokstur 2019-2022 - 1908003  | 
|
| 
 Farið yfir tilboð vegna snjómoksturs 2019-2022  | 
||
| 
 Sveitarstjórn hafnar eina tilboðinu sem barst í útboðinu. Sveitarstjóra er falið að leita skammtímalausna fyrir komandi vetur.  | 
||
| 
 9.  | 
 Breiðablik Svalbarðseyri - framtíðarsýn - 1909015  | 
|
| 
 Bréf frá erfingjum Ástu Sigmarsdóttur þar sem óskað er eftir samtali og samstarfi um framtíðarhlutverk Breiðabliks.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn ræddi erindi sem barst frá Björgu Bjarnadóttur varðandi Breiðablik.  | 
||
| 
 10.  | 
 Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003  | 
|
| 
 Jafnlaunavottun og samstarf við nágrannasveitarfélög  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 13.  | 
 Fundur í Almannavarnarnefnd 08.10.2019 - 1910005  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum. Almannavarnarnefnd samþykkti á fundi sínum, 08.10.2019, að óska eftir samþykki sveitarstjórna sem eiga sæti í Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar að sameina nefnd Eyjafjarðar og Þingeyinga í eina almannavarnarnefnd. Gjald sveitarfélaganna hefur verði 100 kr p íbúa og mun hækka í 190 kr p íbúa. Ennfremur er óskað eftir að sveitarstjórn samþykki þessa hækkun.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 11.  | 
 Fundargerð 17. aðalfundar Brunabótarfélags Íslands - 1909014  | 
|
| 
 Fundargerð 17. aðalfundar Brunabótarfélags Íslands, lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 12.  | 
 Fundargerð 238. fundar Norðurorku - 1910004  | 
|
| 
 Fundargerð 238. fundar Norðurorku lögð fram til kynningarþ Tekið fyrir með afbrigðum  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.
| 
 Gestur J. Jensson  | 
 
  | 
 Anna Karen Úlfarsdóttir  | 
| 
 Guðfinna Steingrímsdóttir  | 
 
  | 
 Valtýr Þór Hreiðarsson  | 
| 
 Árný Þóra Ágústsdóttir  | 
 
  | 
 Björg Erlingsdóttir  | 
| 
 Fannar Freyr Magnússon  | 
 
  | 
 
  |