Sveitarstjórn

31. fundur 21. október 2019

Fundargerð 31

 

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Bakkatún 2 - 1811005

 

Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa var falið að afla frekari gagna sem lögð eru fyrir fundinn.

 

Sveitarstjóra og oddvita er falið að ganga frá þessu máli í samráði við lóðarhafa.

     

Gestur Jensson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

2.

Aðkoma fyrir bíla og sjúkrabíla við bakhlið Smáratúns 16a og b - 1908017

 

Erindi frá íbúum í Laugartúni 19c vegna aðkomu bíla og sjúkrabíla við bakhlið Smáratúns 16a og b.

 

Sveitarstjórn samþykkir í ljósi aðstæðna sé akstur að íbúðum í Smáratúni 16a og b heimild tímabundið þar til deiliskipulag liggur fyrir.

Skipulagsfulltrúa falið að hefja undirbúnings deiliskipulags fyrir raðhús við Laugartún og Smáratún 16.

     

Gestur kom aftur inn á fund fyrir þetta mál.

3.

Fundarboð - aðalfundur Mak 2019 - 1910008

 

Tilnefna þarf fulltrúa á aðalfund Mak sem fram fer 25. október.

 

Sveitarstjóra falið að sækja fundinn.

     

5.

Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra - umsókn - 1910011

 

Umsókn Svalbarðsstrandarhrepps í uppbyggingarsjóð Eyþings

 

Sveitarstjórn samþykkir að Svalbarðsstrandarhreppur eigi frumkvæði og sé þáttakandi í í verkefninu.

     

6.

Útboð - Snjómokstur 2019-2022 - 1908003

 

Sveitarstjóra var falið að finna lausn til skemmri tíma. Farið yfir þær leiðir sem færar eru.

 

Sveitarstjóri leggur fram tilboð í mokstur frá Nesbræðrum. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Nesbræður.

     

7.

Erindisbréf Félagsmálanefndar - 1906007

 

Erindisbréf Félagsmálanefndar lagt fram til samþykktar

 

Erindisbréfið samþykkt.

     

8.

Sorphirða - lok samnings og útboð árið 2019 - 1903001

 

Útboðsgögn vegna sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi lögð fram til kynningar.

 

Útboðsgögn eru tilbúin og næstu skref eru að auglýst verði í fjölmiðlum. Búist er við að gengið verði samningum fyrir árslok 2019.

     

9.

Vatnasvæðanefnd - 1901002

 

Fulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps boðar forföll á fundi vatnasvæðanefndar sem haldinn verður 19. nóvember kl. 13:00 á Akureyri. Tilnefna þarf varamann í stað fulltrúa sveitarfélagsins.

 

Sveitarstjórn tilnefnir formann umhverfis- og atvinnumálanefndar og til vara annan fulltrúa úr nefndinni.

     

10.

Eyþing - fundir fulltrúaráðs - 1902013

 

Farið yfir stöðu mála í sameiningu/endurskipulagningu Eyþings, AFE og AÞ. Fundur var haldinn föstudaginn 18. október þar sem drög að stofnsamþykktum voru lagðar fram.

 

Í undirbúningi er stofnun félags sem sameinar atvinnuþróunarfélögin og Eyþing. Gert er ráð fyrir að nýjar samþykktir verði lagðar fram um miðjan nóvember. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fagnar þessum tímamótum og leggur áherslu á að sterk heild skili þeim árangri sem vænst er.

     

11.

Leiga íbúða við Tjarnartún 4b og 6a - 1910001

 

Íbúðir við Tjarnartún 4b og 6a hafa verið auglýstar til leigu og umsóknir borist.

 

Sveitarstjórn samþykkir úthlutanir á tveimur íbúðum við Tjarnartún. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum með fyrirvara um að íbúðirnar séu á sölu. Nokkrar umsóknir bárust.

     

12.

Flugklasinn 66N - 1407092

 

Skýrsla frá Flugklasa um stöðuna í október 2019 lögð fram til kynningar.

 

Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum af stefnuleysi stjórnvalda þegar kemur að uppbyggingu aðstöðu og þjónustu við Akureyrarflugvöll.

     

14.

Rekstrarstyrkur Safnasafnið 2020 - 1910009

 

Safnasafnið óskar eftir áframhaldandi rekstrarstyrk fyrir árið 2020, aðstoð við daglegan rekstur. Safnasafnið heldur uppá 25 ára afmæli í byrjun árs 2020 og tekur þátt í fjölda sýningaverkefna utan safns auk þeirra sýninga sem settar verða upp í safninu.

 

Málinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu sveitarstjórnar.

     

15.

Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003

 

Farið yfir þau tilboð sem bárust vegna vottunar Jafnlaunavottunar og kostnað við verkefnið

 

Farið yfir þau tilboð sem borist hafa um innleiðingu og vottun. Svalbarðsstrandarhreppur fékk tilboð í þessa vinnu í samstarfi við Hörgársveit, Grýtubakkahrepp og Eyjafjarðarsveit.

     

16.

Lagfæring vegar við Tungutjörn - 1910010

 

Vegur við Tungutjörn að Helgafelli skemmdist í veðri vorið 2019. Lögð fram áætlun um lagfæringar á veginum og uppbyggingu gönguleiðar.

 

Samþykkt að gera við veginn við Tungutjörn og samið við Stefán Sveinbjörnsson um framkvæmdina.

     

13.

Samstarfssamningar við Akureyrarbæ - 1705012

 

Málinu vísað til sveitarstjórnar frá Félagsmálanefnd. Samningar við AKureyrarbæ renna út 31. desember 2019. Málinu vísað til sveitarstjórnar og lagt til að sveitarstjóra verði falið að hefja viðræður við Akureyrarbæ um áframhaldandi þjónustu.

 

Sveitarstjóra falið að hefja viðræður við Akureyrarbæ. Skrifstofustjóra falið að taka saman kostnað vegna samninga frá árinu 2018 og það sem af er 2019.

     

4.

Fundur í Almannavarnarnefnd 08.10.2019 - 1910005

 

Á fundi Almannavarnarnefndar 08.10.2019 var samþykkt að sameina Almannavarnarnefndir Eyjafjarðar og Þingeyinga að fengnu samþykki sveitarstjórna. Jafnframt var samþykkt, að fengnu samþykki sveitarstjórna, að kostnaður p. íbúa verði 190 kr.

 

Sveitarstjórn samþykkir sameiningu almannavarnarnefnda Eyjafjarðar og Þingeyinga. Sveitarstórn samþykkir að kostnaður p. íbúa verði 190 kr.

     

18.

Félagsmálanefnd - 15 - 1910002F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

18.1

1402008 - Félagsstarf eldri borgara

   
 

18.2

1204001 - Yfirlit yfir veitta félagsþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi

   
 

18.3

1705012 - Samstarfssamningar við Akureyrarbæ

   
     

19.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 10 - 1910001F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

19.1

1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það

   
 

19.2

1909001 - Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun

   
 

19.3

1903001 - Sorphirða - lok samnings og útboð árið 2019

   
 

19.4

1910003 - Aðgangsstýring að gámasvæði

   
 

19.5

1906008 - Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um heimsmarkmiðin og loftlagsmál

   
 

19.6

1407119 - Fráveita Svalbarðseyrar

   
 

19.7

1910006 - Vaðlaheiði - endurheimt votlendis

   
     

17.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - 1906012

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon