32. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 5. November 2019 kl. 15:15.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, oddviti, Anna Karen Úlfarsdóttir, varaoddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir, aðalmaður, Valtýr Þór Hreiðarsson, aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, aðalmaður, Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri og Fannar Freyr Magnússon, skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Bréf til sveitarstjórnar - rotþró fyrir Sólheima 4, 7 og 9 - 1809001  | 
|
| 
 Íbúar í Sólheimum 4, 7 og 9 óska eftir aðkomu sveitarfélagsins að endurnýjun og tilfærslu rotþróa húsanna.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að koma að endurnýjun og tilfærslu rotþróa húsanna. Vegna rangrar staðsetningar sem varð þess valdandi að siturbeð stíflaðist.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Helgafell - 1711009  | 
|
| 
 Íbúar í Helgafelli óska eftir þátttöku Svalbarðsstrandarhrepps í kostnaði vegna lagningu vegar frá Tjarnartúni og í Helgafell  | 
||
| 
 Sveitarstjórn hafnar erindinu. Sveitarstjórn tekur ekki þátt í kostnaði á lagningu heimreiða.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun - 1909001  | 
|
| 
 Fjárhagsáætlun 2020, farið yfir tekju- og útgjaldaliði  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003  | 
|
| 
 Lögð fram tilboð frá fjórum aðilum í ráðgjöf vegna jafnlaunavottunar og launagreiningar annars vegar og úttekta og vottunar hins vegar.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir tilboð frá Versa/Vottun um vottun á jafnlaunastefnu og Attendus vegna innleiðingar jafnlaunavottunar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Sóknaráætlun 2020-2024 - 1910019  | 
|
| 
 Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.Opið er fyrir athugsemdir og ábendingar til og með 10.nóvember.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Aukaaðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, 15. nóvember - 1911002  | 
|
| 
 Aukaaðalfundur AFE verður haldinn 18. nóvember 2019 á Dalvík. Sveitarfélög tilnefna fulltrúa til að fara með umboð sitt á aukaaðalfundi.  | 
||
| 
 Valtý Hreiðarsson fer með umboð sveitarstjórnar á aukaaðalfundi AFE.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Aðalfundur Eyþings, 15.-16. nóvember og aukaaðalfundir AFE og AÞ - 1911001  | 
|
| 
 Til kynningar. Aðalfundarfulltrúar í stjórn Eyþings eru sveitarstjóri og oddviti. Varaoddviti er varafulltrúi.  | 
||
| 
 Fulltrúar eru sveitarstjóri og varaoddviti.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Sameinging sveitarfélaga - 1911003  | 
|
| 
 Almennar umræður um sameingarmál og næstu skref  | 
||
| 
 Sveitarstjórn ákveður að haldið verði fundur í framtíðarnefnd sem er opin öllum íbúum þann 15. febrúar 2020. Umræðuefni fundarins er sameining sveitarfélaga. Fundurinn verður með svipuðu sniði og fyrri fundur nefndarinnar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi yfir þessum lið  | 
||
| 
 3.  | 
 Tillögur skólanefndar um framtíðarskipulag fyrirkomulag skólastarfs í Svalbarðsstrandarhreppi - 1910012  | 
|
| 
 Skólanefnd vísaði eftirfarandi bókun til sveitarstjórnar á fundi nr. 9, 29.10.2019  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar (tillaga 1).  | 
||
| 
 Guðfinna Steingrímsdóttir kom aftur inn eftir að mál 1910012 var lokið.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Skólanefnd - 09 - 1910004F  | 
|
| 
 Fundargerð skólanefndar lögð fram  | 
||
| 
 10.1  | 
 1910012 - Tillögur skólanefndar um framtíðarskipulag fyrirkomulag skólastarfs í Svalbarðsstrandarhreppi  | 
|
| 
 10.2  | 
 1909006 - Bréf til skólanefndar  | 
|
| 
 10.3  | 
 1910013 - Skólamatur - erindi frá foreldrum barna í Valsárskóla.  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 10.4  | 
 1910015 - Skólamatur - erindi frá nemendum í Valsárskóla (9.-10. bekkur)  | 
|
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
| 
 Gestur J. Jensson  | 
 
  | 
 Anna Karen Úlfarsdóttir  | 
| 
 Guðfinna Steingrímsdóttir  | 
 
  | 
 Valtýr Þór Hreiðarsson  | 
| 
 Ólafur Rúnar Ólafsson  | 
 
  | 
 Björg Erlingsdóttir  | 
| 
 Fannar Freyr Magnússon  | 
 
  | 
 
  |