Sveitarstjórn

32. fundur 05. nóvember 2019

Fundargerð 32

32. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 5. November 2019 kl. 15:15.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, oddviti, Anna Karen Úlfarsdóttir, varaoddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir, aðalmaður, Valtýr Þór Hreiðarsson, aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, aðalmaður, Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri og Fannar Freyr Magnússon, skrifstofustjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Bréf til sveitarstjórnar - rotþró fyrir Sólheima 4, 7 og 9 - 1809001

 

Íbúar í Sólheimum 4, 7 og 9 óska eftir aðkomu sveitarfélagsins að endurnýjun og tilfærslu rotþróa húsanna.

 

Sveitarstjórn samþykkir að koma að endurnýjun og tilfærslu rotþróa húsanna. Vegna rangrar staðsetningar sem varð þess valdandi að siturbeð stíflaðist.

 

   

2.

Helgafell - 1711009

 

Íbúar í Helgafelli óska eftir þátttöku Svalbarðsstrandarhrepps í kostnaði vegna lagningu vegar frá Tjarnartúni og í Helgafell

 

Sveitarstjórn hafnar erindinu. Sveitarstjórn tekur ekki þátt í kostnaði á lagningu heimreiða.

 

   

4.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun - 1909001

 

Fjárhagsáætlun 2020, farið yfir tekju- og útgjaldaliði

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003

 

Lögð fram tilboð frá fjórum aðilum í ráðgjöf vegna jafnlaunavottunar og launagreiningar annars vegar og úttekta og vottunar hins vegar.

 

Sveitarstjórn samþykkir tilboð frá Versa/Vottun um vottun á jafnlaunastefnu og Attendus vegna innleiðingar jafnlaunavottunar.

 

   

6.

Sóknaráætlun 2020-2024 - 1910019

 

Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.Opið er fyrir athugsemdir og ábendingar til og með 10.nóvember.
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/?FilterDate=LatestChanged

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

Aukaaðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, 15. nóvember - 1911002

 

Aukaaðalfundur AFE verður haldinn 18. nóvember 2019 á Dalvík. Sveitarfélög tilnefna fulltrúa til að fara með umboð sitt á aukaaðalfundi.

 

Valtý Hreiðarsson fer með umboð sveitarstjórnar á aukaaðalfundi AFE.

 

   

8.

Aðalfundur Eyþings, 15.-16. nóvember og aukaaðalfundir AFE og AÞ - 1911001

 

Til kynningar. Aðalfundarfulltrúar í stjórn Eyþings eru sveitarstjóri og oddviti. Varaoddviti er varafulltrúi.

 

Fulltrúar eru sveitarstjóri og varaoddviti.

 

   

9.

Sameinging sveitarfélaga - 1911003

 

Almennar umræður um sameingarmál og næstu skref

 

Sveitarstjórn ákveður að haldið verði fundur í framtíðarnefnd sem er opin öllum íbúum þann 15. febrúar 2020. Umræðuefni fundarins er sameining sveitarfélaga. Fundurinn verður með svipuðu sniði og fyrri fundur nefndarinnar.

 

   

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi yfir þessum lið

3.

Tillögur skólanefndar um framtíðarskipulag fyrirkomulag skólastarfs í Svalbarðsstrandarhreppi - 1910012

 

Skólanefnd vísaði eftirfarandi bókun til sveitarstjórnar á fundi nr. 9, 29.10.2019
Bókun skólanefndar:
Í byrjun árs 2019 var ákveðið að gerð skyldi úttekt á stöðu grunn- og leikskóla nokkrum árum eftir sameiningu. Lagt var upp með að fá upplýsingar um faglegt starf, kosti og galla þess að skólarnir voru sameinaðir. Úttektin var unnin af StarfsGæði ehf og þar kemur fram að skerpa þurfi á stjórnun og skipulagi í sameinuðum Valsárskóla. Lagðar eru fram þrjár tillögur að leiðum. Leið eitt þar sem gert er ráð fyrir sameinuðum skóla með tveimur skólastjórum, leið tvö þar sem gert er ráð fyrir einum skólastjóra, deildarstjórum í báðum skólum og leið þrjú þar sem skólarnir eru reknir sem sjálfstæðar einingar og þannig farið tilbaka til þess fyrirkomulags sem var fyrir sameiningu.

Eftir að hafa farið ítarlega í gegnum úttektina, kosti og galla hverrar leiðar, fundi með ráðgjafa og umræðu með starfsmönnum og fulltrúum foreldrafélaga auk punkta frá starfsfólki leik- og grunnskóla dagsett 14.og 15.okt 2019 leggur skólanefnd til að farin verði leið 1 sem tilgreind er í úttektinni.
Leið 1 byggir á þeirri meginhugsun að áfram verði einn leik- og grunnskóli í sveitarfélaginu, Valsárskóli. Skólastjórar leik- og grunnskóla mynda skólastjórn sem sér og um stjórnar sameiginlegum verkefnum og stefnumótun. Starfsmenn leikskóla heyra undir verkstjórn leikskólastjóra, starfsmenn grunnskóla undir skólastjóra grunnskóla. Starfsmenn sem heyra undir stoðkerfi heyra undir sameiginlega verkstjórn, skólastjórn.
Skólanefnd leggur til að Inga Sigrún Atladóttir verði sem áður skólastjóri grunnskóla en ráðinn verði skólastjóri að leikskólanum.
Skólanefnd leggur áherslu á að þessum breytingum verði fylgt eftir með skýrum starfslýsingum og verkaskiptingu, ráðgjöf til stjórnenda og eftirfylgni með þróun starfsins. Skólanefnd leggur áherslu á að sem minnst rask verði á starfsemi stofnananna sem um ræðir.
Fundarmenn ræða niðurstöðu skólanefndar. Áheyrarfulltrúar óska eftir rökstuðningi skólanefndar á þessari niðurstöðu. Skólanefnd leggur áherslu á að bregðast þurfi við þeim vanda sem snýr að stjórnun og kemur fram í skýrslu Starfsgæða ehf.. Skólanefnd hefur farið vel yfir skýrslu Starfsgæða, lesið eldri skýrslur og rætt við aðila sem málið varðar. Fundur var haldinn með starfsmönnum og hlustað á hugmyndir/áherslur starfsmanna.
Bókun skólanefndar vísað til sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar (tillaga 1).
Tillaga 1 byggir á þeirri meginhugsun að áfram verði einn leik- og grunnskóli í sveitarfélaginu. Til þess að mæta óskum um skýra og markvissa stjórnun er gert ráð fyrir tveimur skólastjórum þ.e. skólastjóra leikskóla og skólastjóra grunnskóla sem svo mynda skólastjórn. Skólastjórn sér um og stjórnar sameiginlegum verkefnum og stefnumótun. Hvor skólastjóri sinnir daglegri stjórn á hvorum stað en sjá sameiginlega um mannaráðningar. Starfmenn leikskóla heyra undir verkstjórn leikskólastjóra en starfsmenn grunnskóla undir verkstjórn grunnskólastjóra. Starfsmenn sem heyra undir stoðkerfi og skólaþjónustu heyra undir sameiginlega verkstjórn skólastjórnar. Allir starfsmenn eru ráðnir að sameiginlegum leik- og grunnskóla Álfaborg/Valsárskóla.
Sveitarstjórn leggur til að breytingar verði fullkláraðar í síðasta lagi 1. júní 2020 eða fyrr ef unnt er. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við Miðstöð skólaþróunar HA um ráðgjöf og eftirfylgni við breytingarnar. Sveitarstjóra er falið að undirbúa drög af starfslýsingum starfsmanna leik-og grunnskóla til að leggja fyrir skólanefnd og sveitarstjórn. Sveitarstjórn skipar starfshóp sem samanstendur af fulltrúa sveitarstjórnar, fulltrúi skólanefndar, sitthvorum fulltrúa starfsmanna úr leikskóla og grunnskóla sem starfsmenn tilnefna og sveitarstjóra sem boðar til og stýrir fundum. Starfshópnum er ætlað að vera samráðsvettvangur um nýja skipan skólamála.
Sveitarstjórn tekur undir með skólanefnd að Inga Sigrún Atladóttir verði sem áður skólastjóri grunnskóla en ráðinn verði skólastjóri að leikskólanum.

Guðfinna Steingrímsdóttir kom aftur inn eftir að mál 1910012 var lokið.

 

   

10.

Skólanefnd - 09 - 1910004F

 

Fundargerð skólanefndar lögð fram

 

10.1

1910012 - Tillögur skólanefndar um framtíðarskipulag fyrirkomulag skólastarfs í Svalbarðsstrandarhreppi

   
 

10.2

1909006 - Bréf til skólanefndar

   
 

10.3

1910013 - Skólamatur - erindi frá foreldrum barna í Valsárskóla.

 

Lagt fram til kynningar

 

10.4

1910015 - Skólamatur - erindi frá nemendum í Valsárskóla (9.-10. bekkur)

   

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon