Sveitarstjórn

33. fundur 19. nóvember 2019

Fundargerð 33

33. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 19. nóvember 2019 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Árný Þóra Ágústsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Verkefnastjóri í Valsárskóla - 1908019

 

Málinu var frestað í september fram að ákvarðanatöku um framtíðarskipipulag Valsárskóla. Óskað er eftir heimild til að ráða í 20% stöðu verkefnastjóra. Skólanefnd var jákvæð fyrir erindinu og vísaði því á sínum tíma til sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn samþykkir heimild fyrir verkefnastjórastöðu í Valsárskóla skólaveturinn 2019/2020. Sveitarstjóra og oddvita falið að gera starsflýsingu sem lögð verður fyrir skólanefnd.

     

2.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun - 1909001

 

Fjárhagsáætlun 2020, fyrri umræða fjárhagsáætlunar

 

Drög að fjárhagsáætlun 2020 lögð fram til fyrri umræðu.

Fjárhagsáætlun 2020 vísað til seinni umræðu.

     

5.

Niðurfelling byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis - 1911007

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Nú er staðan sú að byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis þarf fyrst að fjalla um umsóknir um byggingarleyfi og samþykkja áður en byggingarfulltrúi gefur út leyfið og nefndin hefur eftirlit með stjórnsýslu byggingarfulltrúa f.h. hlutaðeigandi sveitarstjórnar. Þetta byggir á 1. mgr. 7. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, sbr. samþykkt um afgreiðslu sameiginlegrar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis nr. 420/2013, samþykkt í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þann 17. apríl 2013 (B-deild Stjórnartíðinda, 3. maí 2013).
Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur hafa sem sagt valið þá leið að byggingarnefnd fjalli fyrst um allar byggingarleyfisumsóknir og samþykki þær áður en byggingarfulltrúi gefur út leyfið, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga um mannvirki.
Til þess að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi, án aðkomu byggingarnefndar, sem starfar á grundvelli samþykktar samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga um mannvirki, þá þarf ekki annað en að leggja nefndina niður. Eftir það sér byggingarfulltrúi einn um að veita leyfið enda er þá ekki til að dreifa samþykkt skv. 1. mgr. 7. gr. mannvirkjalaga.

 

Lagt fram til kynningar - afgreiðsla málsins frestað.

     

6.

Uppsögn á viðaukasamningi við skólastjóra Valsárskóla - 1910014

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Bréf til skólastjóra Valsárskóla lagt fram til samþykktar. Þar er tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar á störfum og verksviði skólastjóra.

 

Sveitarstjórn samþykkir bréfið. Þar kemur fram að ráðgert er að breytingin taki gildi 29.02.2020 og að innleiðingu verði lokið í síðasta lagi 01. júní 2020. Sveitarstjóra falið að afhenda skólastjóra bréfið.

     

3.

Umsögn um rekstrarleyfi - 1911006

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn Svalbarðsstrandarhrepps vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar Dos fasteignafélags, Vaðlaborgum 17

 

Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar Dos fasteignafélags, Vaðlaborgum 17 í ljósi þess að gistileyfi hefur verið veitt áður fyrir Vaðlaborgir 17.

     

4.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 11 - 1910005F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

4.1

1910019 - Sóknaráætlun 2020-2024

   
 

4.2

1810028 - 2019 áherslur í umhverfismálum

   
 

4.3

1811011 - Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum

   
 

4.4

1910003 - Aðgangsstýring að gámasvæði

   
 

4.5

1910006 - Vaðlaheiði - endurheimt votlendis

   
 

4.6

1910011 - Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra - umsókn

   
     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Árný Þóra Ágústsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon