Sveitarstjórn

34. fundur 03. desember 2019

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

Einnig mættir Árni Pálsson og Alfreð Schiöt

Dagskrá:

2.

Niðurfelling byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis - 1911007

 

Málinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar. Lagt er til að byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis verð lögð af.

 

Fyrri umræða um tillögu að samþykkt um niðurfellingu sameiginlegrar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis og samþykktar um afgreiðslur nefndarinnar
1. gr.
Sameiginleg byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis skal lögð niður.
2 gr.
Samþykkt um afgreiðslur sameiginlegrar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis, birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 17. apríl 2013, nr. 420/2013, skal felld niður.
3. gr.
Samþykkt þessi tekur gildi þegar öll samstarfssveitarfélögin hafa samþykkt hana og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til síðari umræðu.

     

3.

Helgafell - 1711009

 

Farið yfir athugasemdir vegna breytingar á skipulagslýsingu

 

Sveitarstjórn fjallar um innsendar athugasemdir vegna skipulagslýsingar. Sveitarstjórn lýsir skilning á athugasemdum íbúa á svæðinu vegna aukinnar umferðar sem gæti orðið og leggur áherslu á að í skipulagstillögu verði greinagóð lýsing á umfangi fyrirhugaðari starfseminnar.
Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.

     

4.

Meyjarhóll - stækkun lóðar L219128 - 1906023

 

Ósk um stækkun lóðar í landi Meyjarhóls

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti en tekur ekki afstöðu til hnitsetninga lóðamarka.

     

5.

Skipulag lóða í landi Halllands - 1104006

 

Ósk um stækkun lóðar í landi Halllands 3, nýja lóð í landi Halllands 1b (útihús)og Hátúns.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindi um stækkun á lóð í landi Halllandi 3.
Sveitarstjórn samþykkir lóðarmörk Halllands 1b (Hallland útihús).
Sveitarstjórn samþykkir lóðarmörk landeignar í Hátúni.

Allar ofangreindar samþykktir eru með fyrirvara á um að kvöð verði sett um aðkomu og veitur í afsali landeignar lóðar.

     

6.

Hallland - breyting á lóð við Húsabrekku - 1905007

 

Breytingar á lóð við Húsabrekku

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið um breytingar á lóð við Húsabrekku um skiðtingu lóðarinnar í tvær lóðir.

     

7.

Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003

 

Jafnlaunastefna Svalbarðsstrandarhrepps lögð fram til samþykktar.

 

Jafnlaunastefna og skipurit lögð fram og samþykkt af sveitarstjórn.

     

8.

Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun - 1909001

 

Önnur umræða fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar.

 

Álagningarhlutfall gjalda 2020:
Útsvarsprósenta (hámark) 14,52% verður óbreytt frá fyrra ári.
Álagningarprósentur fasteignagjalda verða óbreyttar frá fyrra ári:
Fasteignaskattur A af fasteignamati 0,385%.
Fasteignaskattur B af fasteignamati 1,32%.
Fasteignaskattur C af fasteignamati 1,20%.
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 1,75%.
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,19%
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
Örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Svalbarðsstrandarhrepps, tekjuviðmiðunarmörk hækka og verða eftirfarandi:

Einstaklingar Tekjur Afsláttur
0 4.800.000 100 %
4.800.001 5.300.000 75 %
5.300.001 5.800.000 50 %
5.800.001 6.500.000 25 %

Hjón Tekjur Afsláttur
0 6.200.000 100 %
6.200.001 6.700.000 75 %
6.700.001 7.200.000 50 %
7.200.001 8.000.000 25 %

Sorphirðugjald og gripagjald hækkar um 2,5 % og verður:
Fyrirtæki A kr. 44.800.-
Fyrirtæki B kr. 84.870.-
Fyrirtæki C kr. 182.120.-
Minni býli kr. 28.880.-
Stærri býli kr. 84.870.-
Frístundahús kr. 18.270.-
Íbúðarhús kr. 44.800.-
Naut kr. 615.-
Hross kr. 230.-
Sauðfé kr. 110.-
Hænur kr. 11,5.-

Gjaldtaka fyrir losun rotþróa er lækkuð.
0-1800 L kr. 7.166.-
1801-3600 L kr. 8.606.-
3601-6000 L kr. 10.761.-
6001-9000 L kr. 12.241.-
9001-20000 L kr. 13.375.-
20000 L < kr. 15.607.-

Frístundastyrkur barna hækkar og verður kr. 35.000.-
Styrkur til örorku- og ellilífeyrisþega vegna snjómoksturs í dreifbýli hækkar og verður kr 48.000.- en tekjutengdur með sömu viðmiðunarmörkum og reglur um afslátt af fasteignaskatti.
Aðrar gjaldskrár hækka um 2,5%. Gjaldskrár verða birtar á heimasíðu hreppsins.
Önnur umræða að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2020.
Fjárhagsáætlun var samþykkt í annarri umræðu.
Samkvæmt henni verður 7,7 mkr. afgangur af rekstri samstæðunnar 2020. Skatttekjur eru áætlaðar 286 mkr. og framlög Jöfnunarsjóðs 138 mkr. Samanlagðar tekjur A- og B-hluta (samstæðu) eru áætlaðar 463,4 mkr., rekstrargjöld A- og B-hluta 457 mkr. og afskriftir á árinu eru áætlaðar um 29,4 mkr. Fyrirhuguð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 59 mkr.
Handbært fé í árslok 2020 er áætlað 34,9 mkr. og langtímaskuldir sveitarfélagins í árslok eru áætlaðar 12 mkr.

     

9.

Starfslok skólastjóra Valsárskóla - 1910014

 

Skólastjóra Valsárskóla var formlega tilkynnt um breytingu á starfi og verksviði skólastjóra þann 27.11.2019. Skólastjóri hefur sagt starfi sínu sem skólastjóra Valsárskóla lausu og óskar eftir að starfslok verði eigi síðar en 24.02.2020

 

Sveitarstjórn samþykkir ósk skólastjóra um að láta af störfum þann 24.02.2020. Sveitarstjóra er falið að ganga frá starfslokasamning og auglýsa eftir skólastjóra í leiksskóla og grunnskóla.

     

10.

Norðurorka Gjaldská 2020 - 1911013

 

Verðskrá vatnsveitu hækkar um 2,5% og tekur hækkunin gildi 1. janúar 2020. Vatnsgjöld eru innheimt af fasteignagjöldum.

 

Gjaldskráin lögð fram til kynningar

     

11.

Áramótabrenna 2019 - 1911008

 

Áramótabrenna 2019, ósk frá Björgunarsveitinni Týr um að halda áramótabrennu fyrir norðan vitann eins og fyrri ár.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita Björgunarsveitinni Tý leyfi fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu 31.12.2019.

     

12.

Strenglögn í Vaðlaheiði, ummerki og viðgerðir - 1911016

 

Strenglögn í Vaðlaheiði. Bréf RARIK lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar. Rarik er ábyrgt fyrir þeim skemmdum sem urðu við lagningu jarðstrengs og ráðgert er að skemmdir verði lagfærðar vorið 2020.

     

13.

Fundadagatal nefnda Svalbarðsstrandarhrepps - 1911017

 

Fundardagatal nefnda Svalbarðsstrandarhrepps 2020

 

Lagt fram til kynningar

     

14.

Stekkjarvík hækkun gjaldskrár - 1911014

 

Hækkun gjaldskrár á urðunarstaðnum Stekkjarvík. Hækkun gjaldskrár byggir á hækkun neysluvísitölu, en frá árinu 2013 hefur hún hækkað um tæp 15%. Gert er ráð fyrir að allir liðir hækki um 5 til 13% nema flokkurinn kurlað timbur sem lækkar 11%. Stærstu flokkarnir sem eru blandaður úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum hækkar um 5,1%. Hækkunin tekur gildi frá 1. janúar 2020.

 

Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd falið að skoða hugmyndir og lausnir annarra sveitafélaga þegar kemur að frágangi blandaðs úrgangs.

     

15.

Kirkjugarðurinn Svalbarðsströnd, ósk um stuðning vegna girðingar 2020 - 1911012

 

Kirkjugarðurinn Svalbarðsströnd, framkvæmdir vegna girðingar eru áætlaðar árið 2020. Sótt er um stuðning sveitarstjórnar við framkvæmdirnar

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið. Málinu er frestað til ársins 2020 og verður afgreitt með viðauka þegar og ef samþykki fæst fyrir styrk úr Kirkjugarðasjóði.

     

16.

Gagnaver á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar - 1905004

 

Möguleikar í uppbyggingu og rekstri gagnavera á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, skýrsla AFE lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

22.

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - 1809014

 

Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar nr. 4. lögð fram til kynningar. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar á að tillaga að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar verði auglýst.

 

Sveitarstjórn samþykkir að tillaga svæðisskipulagsnefndar (4. fundar. 07.11.2019) að breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar sé auglýst.

     

1.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - 1906012

 

Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri HNE mætir á fundinn. Málið var á dagskrá 31. fundar en var ekki afgreiðtt þá. Fjárhagsáætlun HNE ásamt fundargerð funda nr. 209 og 210 lagðar fram til kynningar.

 

Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlist Norðurlands eystra og Árni Pálsson, lögfræðingur Svalbarðsstrandarhrepps sátu fundinn undir þessum lið.
Fundargerð og fjárhgasáætlun HNE lögð fram til kynningar.

     

17.

Fundargerð nr. 118 Byggingarnefnd - 1911015

 

Fundargerð Byggingarnefndar lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar. Eftirfarandi mál var afgreitt úr Svalbarðsstrandahreppi.

2.
Sólheimar 21 einbýlishús 2019-1909001
W. ehf. kt. 440512-0110, Sjafnarnesi 2, 603 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna 107,4 fm einbýlishúss á lóðinni Sólheimum 21, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja teikningar frá Rögnvaldi Harðarsyni, dags. 2019-07-08. Byggingarnefnd samþykkir erindið

     

18.

Hafnasamlag Norðurlands fundargerð nr. 245 - 1911010

 

Fundargerð frá 245 fundi Hafnasamlags Norðurlands lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

19.

Hafnasamlag Norðurlands fundargerð nr. 246 - 1911011

 

Fundargerð 246 fundar Hafnasamlags Norðurlands lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

20.

Hafnarsamlag Norðurlands fundargerð nr. 247 - 1911020

 

Fundargerð 247. fundar Hafnarsamlags Norðurlands lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

21.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 239 og nr. 240 - 1911019

 

Fundargerðir stjórnar Norðurorku, fundur nr. 239 og nr. 240 lagðar fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon