Sveitarstjórn

35. fundur 17. desember 2019

Fundargerð

35. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 17. desember 2019 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Geldingsá Vegaslóði inn á frístundavæð"i í Heiðarbyggð í landi Geldingsár - 1912006

 

Erindi frá stjórn Félags frístundabyggðar í Heiðarbyggð og Ara Fossdal landeiganda. Ætlunin er að leggja nýjan vegslóða 700 metra inn í frístundabyggðina frá gatnamótum Geldingsár og Meyjarhóls.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en bendir á að færa þurfi fyrirhugaða vegtengingu inn á bæði deili- og aðalskipulag áður en unnt er að gefa út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar. Sveitarstjórn biður málshefjanda að leggja fram skriflegt samþykki eigenda þess lands sem fer undir fyrirhugaðan veg. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins.

     

3.

Sorphirða - lok samnings og útboð árið 2019 - 1903001

 

Tvö tilboð bárust í sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi. Terra (81% af áætluðum kostnaði) og Íslenska Gámafélagið (107% af áætluðum kostnaði).

 

Málinu frestað til næsta fundar.

     

4.

Niðurfelling byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis - 1911007

 

Síðari umræða

 

Seinni umræða

Málið er samþykkt.

     

6.

Sólheimar 12 - 1909010

 

Teikningar vegna Sólheima 12 ásamt athugasemdum frá byggingarfulltrúa lagðar fram.

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

Málinu frestað til næsta fundar.

     

2.

Ráðning skólastjóra Valsárskóla - 1912003

 

Starfslýsingar skólastjórnenda voru afgreiddar úr skólanefnd og vísað til sveitarstjórnar.

 

Starfslýsingar samþykktar og sveitarstjóra falið að auglýsinga eftir starfsmönnum.

     

5.

Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla - 1903014

 

Skólanefnd fjallaði um ósk skólastjóra um áframhaldandi ráðningu stuðningsfulltrúa. Skólanefnd samþykkti ráðningu út skólaárið 2019/2020 og vísaði málinu til sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn samþykkir ósk skólastjóra um ráðningu stuðnigsfulltrúa út skólaárið 2019/2020.

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

     

7.

Skólanefnd - 10 - 1912001F

 

Fundargerð skólanefndar samþykkt. Sveitarstjórn beinir til skólanefndar að mál nr. 1912002 verði tekið upp aftur á nýju ári. Verið er að auglýsa eftir starfsmönnum í leikskóla og framundan er vinna við úttekt á aukinni húsnæðisþörf leikskólans næstu misseri.

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

7.1

1910017 - Erindi til skólanefndar vegna skólavistunar í Valsárskóla, Vinaborg

   
 

7.2

1903014 - Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla

   
 

7.3

1912003 - Ráðning skólastjóra Valsárskóla

   
 

7.4

1912004 - Erindi til skólanefndar

   
 

7.5

1912007 - Fundir skólanefndar

   
 

7.6

1912002 - Ósk um námsdvöld tveggja nemenda á leikskólaaldri

   
     

8.

Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 241 - 1912008

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Fundargerð stjórnar AFE, nr. 241 lögð fram til kynningar. Athygli vakin á bókun fundarins um ótryggt raforkukerfi og nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku.

 

Fundargerð er lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ályktun AFE um raforkuflutning, 13. desember síðastliðinn.

"Stjórn AFE ályktar eftirfarandi:
Stjórn AFE lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum og harmar að opinberir innviðir samfélagsins hafi brugðist í því veðurhalupi sem nú gekk yfir. Þessi staða ætti ekkiað koma á óvart, í yfir áratug hefur verið bent á nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku. Öryggi íbúa, hvar sem þeir búa, þarf að vera forgangsmál þjóðarinnar. Ótryggt raforkukerfi og innviðir skapa aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar í nútíma samfélagi."

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon