rstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 7. janúar 2020 kl. 15:00.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Sólheimar 12 - 1909010  | 
|
| 
 Málinu var frestað á síðasta fundi sveitarsjórnar. Teikningar vegna Sólheima 12 ásamt athugasemdum frá byggingarfulltrúa lagðar fram.  | 
||
| 
 Hönnuður óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi innra skipulags íbúðar sem fram kemur á uppdrætti.  | 
||
| 
 2.  | 
 Geldingsá Vegaslóði inn á frístundavæð"i í Heiðarbyggð í landi Geldingsár - 1912006  | 
|
| 
 Málinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.  | 
||
| 
 Samþykki landeiganda liggur fyrir. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en bendir á að áformin kalli á breytingu á deili- og aðalskipulagi og samþykkir sveitarstjórn að ráðist sé í þær breytingar. Sveitarstjórn minnir á málshefjendur skuli bera kostnað af skipulagsbreytingum skv. gildandi gjaldskrá sveitarfélagsins. Enn fremur er bent á að teikningar skuli samræmast viðmiðum um hönnun gatna í íbúðar- og frístundahverfum í  | 
||
| 
 3.  | 
 2018 - Lágflugsmyndkort af Svalbarðseyri - 1812006  | 
|
| 
 Samningur um kortasjá við Loftmyndir/map.is og getur sveitarfélagið þá sett inn sín eigin gögn í grunn Loftmynda/map.is. Embætti byggingarfulltrúa vinnur að skönnun og skráningu byggingarnefndateikninga í gagnasjá og verða þær tengdar ONE-system skjalakerfinu. Lagt er til að samningur verði gerður milli sveitarfélagsins og Loftmynda sem snýr að Kortasjá og almennu aðgengi að þeim uppslýsingum sem safnast um fasteignir í sveitarfélaginu.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við Loftmyndir/map.is um þjónustusamning um kortasjá. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningnum.  | 
||
| 
 4.  | 
 Héraðsskjalasafn ársskýrsla 2017 og 2018 - 1912010  | 
|
| 
 Ársskýrslur Héraðsskjalasafnsins 2017 og 2018  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 5.  | 
 Fjölmiðlaskýrsla Svalbarðsstrandarhreppur 2019 - 2001001  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar, samantekt á sýnileika Svalbarðsstrandarhrepps í fjölmiðlum 2019  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 6.  | 
 Starfsmannakönnun - 2001002  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar, samantekt á spurningakönnun sem lögð var fyrir starfsmenn Svalbarðsstrandarhrepps í desember 2019  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 7.  | 
 Sorphirða - lok samnings og útboð árið 2019 - 1903001  | 
|
| 
 Málinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar. Tvö tilboð bárust í sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi. Terra (81% af áætluðum kostnaði) og Íslenska Gámafélagið (107% af áætluðum kostnaði).  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir tilboð Terra og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum.  | 
||
| 
 9.  | 
 Þjónustusamningur björgunarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps - 2001003  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Björgunarsveitin Týr óskar eftir að gerður verði þjónustusamningur við sveitina.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn tekur vel í þessa ósk og felur sveitarstjóra að búa til drög af samning.  | 
||
| 
 8.  | 
 Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, nr. 7, nr. 8, nr. 9 og nr. 10 - 1912009  | 
|
| 
 Fundargerðir stjórnarfunda Minjasafnsins á Akureyri, nr. 7-10 lagðar fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45.
| 
 Gestur J. Jensson  | 
 
  | 
 Anna Karen Úlfarsdóttir  | 
| 
 Guðfinna Steingrímsdóttir  | 
 
  | 
 Valtýr Þór Hreiðarsson  | 
| 
 Ólafur Rúnar Ólafsson  | 
 
  | 
 Björg Erlingsdóttir  | 
| 
 Fannar Freyr Magnússon  | 
 
  | 
 
  |