Sveitarstjórn

37. fundur 22. janúar 2020

Fundargerð

37. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 22. janúar 2020 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Árný Þóra Ágústsdóttir og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Gestur Jensson, Oddviti.

Vigfús var í síma

Dagskrá:

1.

Sólheimar 11 - 1902018

 

Sólheimar 11, ósk lóðarhafa um byggingu gestahúss í stað bílageymslu

 

Málinu frestað til næsta fundar.

     

2.

2020 ráðning skólastjóra leikskólans Álfaborgar - 2001006

 

Skólanefnd lagði til á fundi sínum, 14. janúar 2020 að formaður skólanefndar og sveitarstjóri fari yfir umsóknir og taki viðtöl við umsækjendur.

 

Sveitarstjórn ákveður að ráðningarteymi verði skipað af formanni skólanefndar, sveitarstjóra og varaoddvita.

     

3.

2020 ráðning skólastjóra Valsárskóla - 2001005

 

Skólanefnd lagði til á fundi sínum, 14. janúar 2020 að formaður skólanefndar og sveitarstjóri fari yfir umsóknir og taki viðtöl við umsækjendur.

 

Sveitarstjórn ákveður að ráðningarteymi verði skipað af formanni skólanefndar, sveitarstjóra og varaoddvita.

     

4.

Umsjónarmaður fasteigna Húsvörður starfslýsing - 2001011

 

Drög að starfslýsingu umsjónarmanns fasteigna / húsvarðar lögð fram

 

Drög lögð fram til kynnignar. Málinu frestað til næsta fundar og lagt lagt fram í endanlegri mynd.

     

5.

Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga - 2001012

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið í Reykjavík 23. mars.

 

Oddviti og sveitarstjóri eru fulltrúar hreppsins á landsþingi sambandsins.

     

6.

Bakkatún 4 - 1812001

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Erindi frá íbúum í Bakkatúni 4 um að óuppfyllt rými verði nýtt sem kjallari.

 

Samþykkt að taka málið fyrir með afbrigðum. Sveitarstjórn vísar í bókun sveitarstjórnar frá 5. fundi 21.08.2018. Byggingarfullrúa falið að annast skráningu í samræmi við bókun 5. fundar. 21.08.2018.

     

7.

Skólanefnd - 11 - 2001002F

 

Fundargerð skólanefndar frá fundi nr. 11

 

Fundargerð skólanefndar lögð fram til kynningar. Umræður urðu um starfsumhverfi Vinaborgar og starfsreglur sem gera á fyrir miðjan febrúar.

 

7.1

1911021 - Valsárskóli, skólanámskrá og starfsáætlun

   
 

7.2

2001002 - Starfsmannakönnun

   
 

7.3

2001004 - Sumarlokun leikskólans Álfaborgar 2019

   
 

7.4

1910017 - Erindi til skólanefndar vegna skólavistunar í Valsárskóla, Vinaborg

   
 

7.5

2001005 - 2020 ráðning skólastjóra Valsárskóla

   
 

7.6

2001006 - 2020 ráðning skólastjóra leikskólans Álfaborgar

   
     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Árný Þóra Ágústsdóttir