Sveitarstjórn

39. fundur 18. febrúar 2020

Fundargerð

39. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 18. febrúar 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Sólheimar 11 - 1902018

 

Umsókn lóðareiganda að lóð nr. 11 við Sólheima um deiliskipulagsbreytingu samkvæmt áður innsendum teikningum.

 

Umrædd lóð hefur sérstöðu í deiliskipulagi Sólheima að því leyti að skilgreindur er stór aðskilinn byggingarreitur fyrir bílgeymslu. Af skilmálum deiliskipulags leiðir að búast megi við að byggingar á lóðinni og notkun þeirra verði með öðrum hætti en á öðrum lóðum á skipulagssvæðinu. Með hliðsjón af þessum málavöxtum vísar sveitarstjórn beiðni um deiliskipulagsbreytingu í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verður að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. sömu laga og ef ekki berast andmæli á grenndarkynningatímabili telst erindið samþykkt.

     

2.

Lóðir í landi Halllands - 2002005

 

Teikningar vegna lóða í landi Halllands lagðar fram.

 

Sveitarstjórn veitir umsækjandaheimild um að klára að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði ÍB15 í gildandi aðalskipulagi og vísa lýsingunni í kynningarferli.

     

3.

Starfslok framkvæmdarstjóra - 2002004

 

Óskað er eftir viðauka að upphæð 238.686 kr. vegna uppgjörs vegna dómsáttar við fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings. Um er að ræða hækkun á fjárframlagi frá samþykktri fjárhagsáætlun vegna sérstakra aðstæðna. Heildarupphæð skiptist hlutfallsega milli sveitarfélaga innan Eyþings miðað við íbúafjölda og er hlutur Svalbarðsstrandarhrepps 238.686 kr. Ósk kom frá Eyþingi um að málið yrði fært í trúnaðarbók, sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps telur ekki þörf á því þar sem sú krafa kemur ekki fram í dómssátt og fyrrverandi framkvæmdastjóri hefur ekki óskað formlega eftir því.

 

Fyrir fundinum lá beiðni frá stjórn Eyþings um viðbótarframlag á árinu 2020 kr. 238.686.-. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina um viðbótarframlag kr. 238.686.- á árinu 2020 og verður útgjöldunum mætt með því að lækka eigið fé.

Sveitarstjórn vill færa til bókar að hún sé ósátt með að hafa ekki fengið að fylgjast með ferlinu frá upphafi.

     

4.

2020 ráðning skólastjóra leikskólans Álfaborgar - 2001006

 

Umsóknarfrestur um stöðu leikskólastjóra rann út 07.02.2020. Fimm sóttu um starf leikskólastjóra.

 

Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti, Inga Árnadóttir formaður skólanefndar, Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri og Gestur Jónmundur Jensson oddviti sjá um að taka starfsviðtöl við umsækjendur. Fyrstu umferð af viðtölum er lokið og er verið að boða í framhaldsviðtöl í kjölfarið. Stefnt er að því að ganga frá ráðningu fyrir næstu mánaðarmót.

     

5.

2020 ráðning skólastjóra Valsárskóla - 2001005

 

Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra Valsárskóla rann út 07.02.2020. Níu sóttu um starf skólastjóra.

 

Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti, Inga Árnadóttir formaður skólanefndar, Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri og Gestur Jónmundsson oddviti sjá um að taka starfsviðtöl við umsækjendur. Fyrstu umferð af viðtölum mun ljúka í vikunni og verður boðað í framhaldsviðtöl í kjölfarið. Stefnt er að því að ganga frá ráðningu fyrir næstu mánaðarmót.

     

6.

Fráveita Svalbarðseyrar - 1407119

 

Tekið fyrir með afbrigðum.

 

Sveitarstjóra og oddvita er falið að ræða við Norðurorku um næstu skref varðandi fráveitumál á Svalbarðseyri.

     

7.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002002

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 878

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Fannar Freyr Magnússon