Sveitarstjórn

38. fundur 04. febrúar 2020

Fundargerð

38.. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 4. febrúar 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Árný Þóra Ágústsdóttir og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Gestur Jensson, Oddviti.

Gestir á fundinum:

Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofa Arkitektar

Jón Hrói Finnsson og Róbert Ragnarsson frá RR ráðgjöf

Dagskrá:

1.

Aðalskipulag 2020- - 1901003

 

Farið yfir skipulag og tímasetningar funda vegna endurskoðunar aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps

 

Árni og Lilja frá Teiknistofu/Arkitekta komu á fundinn og fóru yfir þá vinnu sem unnin hefur verið og þau verkefni sem framundan eru. Rætt er um að hafa kyningarfund fyrstu vikuna í apríl.

     

2.

Sólheimar 11 - 1902018

 

Málinu var frestað á síðasta fundi. Sólheimar 11, ósk lóðarhafa um byggingu gestahúss í stað bílageymslu

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir byggingaráform lóðhafa í Sólheimum 11 sem tilkynnt voru til embættisins í síðasta mánuði. Í áformunum felst að reist verði þrískipt rúmlega 90 fm húsnæði með 2 íbúðareiningum og tækjageymslu á milli. Tilkynningunni fylgja uppdrættir frá Árna Árnasyni hjá Form arkitektastofu dags. 2019-12-01. Skv. gildandi deiliskipulagi Sólheima má reisa eitt einbýlishús ásamt bílgeymslu að hámarki 380 fm innan byggingarreita á skipulagssvæðinu, nema á lóð 11 þar sem aðskilinn byggingarreitur er afmarkaður fyrir 90 fm bílgeymslu.
Sveitarstjórn telur að byggingaráformin rúmist ekki innan gildandi deiliskipulags fyrir Sólheima og beinir því til lóðhafa að sótt verði með formlegum hætti um deiliskipulagsbreytingu sem rúmar byggingaráformin.

     

3.

Starfslýsingar - 2001009

 

Drög að starfslýsingum fyrir skrifstofustjóra og umsjónarmann fasteigna lagðar fram til samþykktar.

 

Starfslýsingar umsjónarmanns fasteigna og skrifstofustjóra samþykktar.

     

4.

Tímabundin ráðning verkefnastjóra - 2001016

 

Oddviti leggur til að verkefnastjóri verður ráðinn tímabundið vegna aukinna verkefna á skrifstofu hreppsins.

 

Vegna aukinna verkefna á skrifstofu hreppsins, innleiðingar jafnlaunastefnu, endurskoðunar á samþykktum sveitarfélagsins, endurskoðunar aðalskipulags og breytinga á stórnendateymi skóla samþykkir sveitarsjórn að ráðinn verði verkefnastóri. Gert er ráð fyrir að verkefnastjóri hefji störf í byrjun mars. Þar sem um tímabundna stöðu er að ræða og innan við 50% starfshlutfall ákveður sveitarstjórn að starfið verði auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og sveitarstjóra falið að ganga frá auglýsingu og ráðningu sem fyrst.

     

5.

Sameining sveitarfélaga - 1911003

 

Róbert Ragnarsson og Jón Hrói Finnsson, frá RR Ráðgjöf fara yfir sameingarmál sveitarfélaga.

 

Róbert og Jón Hrói mættu á fundinn og farið var yfir þau atriði sem hafa þarf í huga þegar hugað er að sameiningsarmálum.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Árný Þóra Ágústsdóttir