38.. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 4. febrúar 2020 kl. 14:00.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Árný Þóra Ágústsdóttir og Vigfús Björnsson.
Fundargerð ritaði: Gestur Jensson, Oddviti.
Gestir á fundinum:
Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofa Arkitektar
Jón Hrói Finnsson og Róbert Ragnarsson frá RR ráðgjöf
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Aðalskipulag 2020- - 1901003  | 
|
| 
 Farið yfir skipulag og tímasetningar funda vegna endurskoðunar aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps  | 
||
| 
 Árni og Lilja frá Teiknistofu/Arkitekta komu á fundinn og fóru yfir þá vinnu sem unnin hefur verið og þau verkefni sem framundan eru. Rætt er um að hafa kyningarfund fyrstu vikuna í apríl.  | 
||
| 
 2.  | 
 Sólheimar 11 - 1902018  | 
|
| 
 Málinu var frestað á síðasta fundi. Sólheimar 11, ósk lóðarhafa um byggingu gestahúss í stað bílageymslu  | 
||
| 
 Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir byggingaráform lóðhafa í Sólheimum 11 sem tilkynnt voru til embættisins í síðasta mánuði. Í áformunum felst að reist verði þrískipt rúmlega 90 fm húsnæði með 2 íbúðareiningum og tækjageymslu á milli. Tilkynningunni fylgja uppdrættir frá Árna Árnasyni hjá Form arkitektastofu dags. 2019-12-01. Skv. gildandi deiliskipulagi Sólheima má reisa eitt einbýlishús ásamt bílgeymslu að hámarki 380 fm innan byggingarreita á skipulagssvæðinu, nema á lóð 11 þar sem aðskilinn byggingarreitur er afmarkaður fyrir 90 fm bílgeymslu.  | 
||
| 
 3.  | 
 Starfslýsingar - 2001009  | 
|
| 
 Drög að starfslýsingum fyrir skrifstofustjóra og umsjónarmann fasteigna lagðar fram til samþykktar.  | 
||
| 
 Starfslýsingar umsjónarmanns fasteigna og skrifstofustjóra samþykktar.  | 
||
| 
 4.  | 
 Tímabundin ráðning verkefnastjóra - 2001016  | 
|
| 
 Oddviti leggur til að verkefnastjóri verður ráðinn tímabundið vegna aukinna verkefna á skrifstofu hreppsins.  | 
||
| 
 Vegna aukinna verkefna á skrifstofu hreppsins, innleiðingar jafnlaunastefnu, endurskoðunar á samþykktum sveitarfélagsins, endurskoðunar aðalskipulags og breytinga á stórnendateymi skóla samþykkir sveitarsjórn að ráðinn verði verkefnastóri. Gert er ráð fyrir að verkefnastjóri hefji störf í byrjun mars. Þar sem um tímabundna stöðu er að ræða og innan við 50% starfshlutfall ákveður sveitarstjórn að starfið verði auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og sveitarstjóra falið að ganga frá auglýsingu og ráðningu sem fyrst.  | 
||
| 
 5.  | 
 Sameining sveitarfélaga - 1911003  | 
|
| 
 Róbert Ragnarsson og Jón Hrói Finnsson, frá RR Ráðgjöf fara yfir sameingarmál sveitarfélaga.  | 
||
| 
 Róbert og Jón Hrói mættu á fundinn og farið var yfir þau atriði sem hafa þarf í huga þegar hugað er að sameiningsarmálum.  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.
| 
 Gestur J. Jensson  | 
 
  | 
 Anna Karen Úlfarsdóttir  | 
| 
 Guðfinna Steingrímsdóttir  | 
 
  | 
 Ólafur Rúnar Ólafsson  | 
| 
 Björg Erlingsdóttir  | 
 
  | 
 Árný Þóra Ágústsdóttir  | 
| 
 
  | 
 
  | 
 
  |