Fundargerð
40. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 3. mars 2020 kl. 14:00.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnsússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Verklagsreglur vegna viðauka - 2001015  | 
|
| 
 Drög að reglum varðandi framlagningu viðauka lagðar fram  | 
||
| 
 Drög lögð fram og samþykkt.  | 
||
| 
 2.  | 
 Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna - 2002010  | 
|
| 
 Sveitarfélaginu barst boð um þátttöku í verkefninu barnvæn samfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir þáttöku í verkefninu barnvænt samfélag. Felur sveitarstjóra að halda utan um málið.  | 
||
| 
 3.  | 
 Gjaldskrá Moltu 2020 - 2002008  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar. Breyting á gjaldskrá Moltu árið 2020  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 4.  | 
 Greiðslur til nefndarmanna á námskeiðum - 1103001  | 
|
| 
 Greiðslur til nefndarmanna og fulltrúa í sveitarstjórn fyrir setu á námskeiðum, ráðstefnum og afmörkuðum verkefnum sem þeir sækja/vinna í tengslum við nefndarstörf og verkefni sveitarfélagsins.  | 
||
| 
 Greiðslur til fulltrúa í sveitarstjórn vegna fundarsetu og sérstakra verkefna sem ekki flokkast til almennrar fundarsetu sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps.  | 
||
| 
 Anna Karen vék af fundi  | 
||
| 
 5.  | 
 Tímabundin ráðning verkefnastjóra - 2001016  | 
|
| 
 Engar umsóknir bárust um starf verkefnastjóra  | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur Önnu Karen Úlfarsdóttur varaoddvita að taka að sér tímabundið starf verkefnastjóra. Gert er ráð fyrir að starf verkefnastjóra sé um það bil 30 % starfshlutfall næstu 3 mánuði.  | 
||
| 
 Anna Karen kom aftur inn á fund eftir að málinu lauk  | 
||
| 
 6.  | 
 2020 ráðning skólastjóra leikskólans Álfaborgar - 2001006  | 
|
| 
 Fimm umsóknir bárust um stöðu skólastjóra leikskólans Álfaborgar. Einn umsækjandi dró umsókn sína tilbaka.  | 
||
| 
 Umsækjendur um starf leikskólastjóra Álfaborgar eru:  | 
||
| 
 7.  | 
 2020 ráðning skólastjóra Valsárskóla - 2001005  | 
|
| 
 Níu umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Valsárskóla. Starfshópur sem skipaður var til þess að fara yfir umsóknir, mælir með því að María Aðalsteinsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Valsárskóla. Starfshóp skipuðu: formaður skólanefndar, oddviti, varaoddviti og sveitarstjóri og tók hópurinn viðtöl við umsækjendur, fór yfir hæfni þeirra og lagði mat á umsóknir.  | 
||
| 
 Umsækjendur um starf skólastjóra Valsárskóla eru:  | 
||
| 
 9.  | 
 Sameining sveitarfélaga - 1911003  | 
|
| 
 Íbúafundur um sameiningar sveitarfélaga fór fram laugardaginn 15. febrúar 2020. Samantekt fundarins lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 10.  | 
 Sameiningarmál kynningarferð - 1909004  | 
|
| 
 Samband íslenskra sveitarfélaga býður sveitarstjórnarfólki að taka þátt í kynningarferð til Noregs haustið 2020  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 8.  | 
 Umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2002011  | 
|
| 
 Umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 11.  | 
 Skólanefnd - 12 - 2002003F  | 
|
| 
 Fundargerð skólanefndar lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir umsögn skólanefndar samanber lið 6 og 7 í fundargerð.  | 
||
| 
 11.1  | 
 2001006 - 2020 ráðning skólastjóra leikskólans Álfaborgar  | 
|
| 
 11.2  | 
 2001005 - 2020 ráðning skólastjóra Valsárskóla  | 
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.
| 
 Gestur J. Jensson  | 
 
  | 
 Anna Karen Úlfarsdóttir  | 
| 
 Guðfinna Steingrímsdóttir  | 
 
  | 
 Valtýr Þór Hreiðarsson  | 
| 
 Ólafur Rúnar Ólafsson  | 
 
  | 
 Björg Erlingsdóttir  | 
| 
 Fannar Freyr Magnússon  | 
 
  | 
 
  |