Sveitarstjórn

40. fundur 03. mars 2020

Fundargerð

40. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 3. mars 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnsússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Verklagsreglur vegna viðauka - 2001015

 

Drög að reglum varðandi framlagningu viðauka lagðar fram

 

Drög lögð fram og samþykkt.

Reglur varðandi framlagningu viðauka verða settar á heimasíðu sveitarfélagsins.

     

2.

Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna - 2002010

 

Sveitarfélaginu barst boð um þátttöku í verkefninu barnvæn samfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.

 

Sveitarstjórn samþykkir þáttöku í verkefninu barnvænt samfélag. Felur sveitarstjóra að halda utan um málið.

     

3.

Gjaldskrá Moltu 2020 - 2002008

 

Lagt fram til kynningar. Breyting á gjaldskrá Moltu árið 2020

 

Lagt fram til kynningar.

     

4.

Greiðslur til nefndarmanna á námskeiðum - 1103001

 

Greiðslur til nefndarmanna og fulltrúa í sveitarstjórn fyrir setu á námskeiðum, ráðstefnum og afmörkuðum verkefnum sem þeir sækja/vinna í tengslum við nefndarstörf og verkefni sveitarfélagsins.

 

Greiðslur til fulltrúa í sveitarstjórn vegna fundarsetu og sérstakra verkefna sem ekki flokkast til almennrar fundarsetu sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps.

Hálfur dagur: 1,5 % af þingfarakaupi
Heill dagur: 3,0 % af þingfarakaupi

Tímagjald 1/8 af heilum degi.

     

Anna Karen vék af fundi

5.

Tímabundin ráðning verkefnastjóra - 2001016

 

Engar umsóknir bárust um starf verkefnastjóra

 

Sveitarstjórn felur Önnu Karen Úlfarsdóttur varaoddvita að taka að sér tímabundið starf verkefnastjóra. Gert er ráð fyrir að starf verkefnastjóra sé um það bil 30 % starfshlutfall næstu 3 mánuði.

Anna Karen kom aftur inn á fund eftir að málinu lauk

     

6.

2020 ráðning skólastjóra leikskólans Álfaborgar - 2001006

 

Fimm umsóknir bárust um stöðu skólastjóra leikskólans Álfaborgar. Einn umsækjandi dró umsókn sína tilbaka.
Starfshópur sem skipaður var til þess að fara yfir umsóknir, mælir með því að Margrét Jensína Þorvaldsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra leikskólans Álfaborgar. Starfshóp skipuðu: formaður skólanefndar, oddviti, varaoddviti og sveitarstjóri og tók hópurinn viðtöl við umsækjendur, fór yfir hæfni þeirra og lagði mat á umsóknir.

 

Umsækjendur um starf leikskólastjóra Álfaborgar eru:
Dana Alkalash verkefnastjóri
Inga Bára Ragnarsdóttir leikskólakennari
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir leikskólakennari og deildarstjóri
Þórdís Eva Þórólfsdóttir leikskólakennari og deildarstjóri
Einn umsækjandi dróg umsókn sína til baka.


Umsækjendur voru metnir eftir starfsreynslu, menntun, hæfni í mannlegum samskiptum, metnaði og áhuga á skólaþróun auk skipulagshæfileika og frumkvæðis í starfi. Starfshópurinn mælir með að Margrét Jensína Þorvaldsdóttir verði ráðin sem skólastjóri leikskólans Álfaborgar. Skólanefnd hefur skilað umsögn sinni eins og sjá má í fundargerð 12. fundar skólanefndar dags. 27.02.2020. Sveitarstjórn samþykkir að Margrét Jensína Þorvaldsdóttir verði ráðin sem skólastjóri leikskólans Álfaborgar. Sveitarstjórn býður Margréti Jensínu velkomna til starfa í skólasamfélagið á Svalbarðsströnd.
Margrét Jensína hefur fjölbreytta reynslu af kennslu og stjórnun sem aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, deildarstjóri leikskóla, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri leikskóla. Margrét Jensína er með leyfisbréf kennara og framhaldsmenntun í stjórnun menntastofnana og í forystu og stjórnun.
Gert er ráð fyrir að nýr leikskólastjóri hefji störf 14. apríl.

Samkvæmt 20. og 21. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafa umsækjendur rétt til að óska rökstuðnings fyrir ákvörðuninni. Frestur til að óska eftir rökstuðningi eru 14 dagar frá móttöku bréfs þar sem tilkynnt er um ráðningu starfsmanns.

     

7.

2020 ráðning skólastjóra Valsárskóla - 2001005

 

Níu umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Valsárskóla. Starfshópur sem skipaður var til þess að fara yfir umsóknir, mælir með því að María Aðalsteinsdóttir verði ráðin í starf skólastjóra Valsárskóla. Starfshóp skipuðu: formaður skólanefndar, oddviti, varaoddviti og sveitarstjóri og tók hópurinn viðtöl við umsækjendur, fór yfir hæfni þeirra og lagði mat á umsóknir.

 

Umsækjendur um starf skólastjóra Valsárskóla eru:
Anita Karin Guttesen verkefnastjóri og staðgengill skólastjóra
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri
Haukur Þór Þorvaldsson háskólakennari
Leire Aguirre kennari
María Aðalsteinsdóttir umsjónarkennari
Rafal Snopinski þjónn
Ragnar Anthony Antonsson háskólakennari
Sigríður Helga Ármannsdóttir umsjónarkennari
Sonja Dröfn Helgadóttir skólastjóri leik- og grunnskóla


Umsækjendur voru metnir eftir starfsreynslu, menntun, hæfni í mannlegum samskiptum, metnaði og áhuga á skólaþróun auk skipulagshæfileika og frumkvæðis í starfi. Starfshópur mælir með að María Aðalsteinsdóttir verði ráðin sem skólastjóri Valsárskóla. Skólanefnd hefur skilað umsögn sinni eins og sjá má í fundargerð 12. fundar skólanefndar dags. 27.02.2020.
Sveitarstjórn samþykkir að María Aðalsteinsdóttir verði ráðin sem skólastjóri Valsárskóla. Sveitarstjórn býður Maríu Aðalsteinsdóttur velkomna til starfa í skólasamfélagið á Svalbarðsströnd.
María hefur lokið MA-prófi í menntavísindum frá HA með áherslu á opinbera stefnumótun, menntastefnu og þróun skóla. Í lokaritgerð sinni fjallaði María um stærðfræðinám og kennslu á unglingastigi útfrá reynslu nemenda. María hefur um langt skeið starfað sem deildarstjóri og umsjónarkennari í grunnskóla, haft umsjón með bættu samstarfi heimila og skóla ásamt úrvinnslu og innleiðingu þróunarverkefna.

Samkvæmt 20. og 21. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafa umsækjendur rétt til að óska rökstuðnings fyrir ákvörðuninni. Frestur til að óska eftir rökstuðningi eru 14 dagar frá móttöku bréfs þar sem tilkynnt er um ráðningu starfsmanns.

     

9.

Sameining sveitarfélaga - 1911003

 

Íbúafundur um sameiningar sveitarfélaga fór fram laugardaginn 15. febrúar 2020. Samantekt fundarins lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn leggur til að næsta skref verði að halda íbúafund. Stefnt er að halda fundinn miðvikudaginn 29. apríl kl. 19:45 þar sem efni skýrslunnar og fleiri mál verða rædd.

Sveitarstjórn hefur ákveðið að borga stýrihóp íbúafundar fyrir vinnuframlag og skýrslugerð. Sveitarstjórn þakkar þeim fyrir vel unnin störf.

     

10.

Sameiningarmál kynningarferð - 1909004

 

Samband íslenskra sveitarfélaga býður sveitarstjórnarfólki að taka þátt í kynningarferð til Noregs haustið 2020

 

Lagt fram til kynningar.

     

8.

Umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2002011

 

Umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

11.

Skólanefnd - 12 - 2002003F

 

Fundargerð skólanefndar lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir umsögn skólanefndar samanber lið 6 og 7 í fundargerð.

 

11.1

2001006 - 2020 ráðning skólastjóra leikskólans Álfaborgar

   
 

11.2

2001005 - 2020 ráðning skólastjóra Valsárskóla

   
     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon