Sveitarstjórn

41. fundur 17. mars 2020

Dagskrá:

1.

Geldingsá Vegaslóði inn á frístundavæð"i í Heiðarbyggð í landi Geldingsár - 1912006

 

Landeigandi hefur skilað inn teikningum af fyrirhuguðu vegastæði.

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Ara Fossdal þar sem hann fer fram á heimild til veglagningar um land Geldingsár að frístundabyggðinni Heiðarbyggð. Erindinu fylgir uppdráttur sem sýnir legu vegarins í grófum dráttum.
Sveitarstjórn bendir á að um framkvæmdarleyfisskylda framkvæmd er að ræða og því þurfi að færa fyrirhugaðan veg inn á gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins og deiliskipulag Heiðarbyggðar áður en framkvæmdarleyfi er gefið út. Sveitarstjórn samþykkir að hafist verði handa við gerð breytingar á aðal- og deiliskipulagi. Sveitarstjórn minnir á að fyrirhugaður vegur skuli samræmast samþykkt Svalbarðsstrandarhrepps um hönnun gatna í íbúðar- og frístundabyggðum dags. 11.02.2014 og skulu fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir áður en framkvæmdarleyfi er gefið út.

     

2.

Breyting á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps - send aðliggjandi sveitarfélögum og umsagnaraðilum - 2003002

 

Svalbarðsstrandarhreppur er góðfúslega beðinn að koma umsögn um skipulagstillöguna á framfæri við skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, ekki síðar en miðvikudaginn 25. mars 2020. Ef ekki berst umsögn fyrir þann tíma er litið svo á að ekki sé gerð athugasemd við skipulagstillöguna.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir á fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps.

     

3.

Samþykkt um búfjárhald í Svalbarðsstrandarhreppi - 1303009

 

Lausaganga búfjár í Svalbarðsstrandarhreppi

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að uppfæra tillögur að samþykkt um lausagöngu búfjár í Svalbarðsstrandarhreppi.

     

4.

Samráð minni sveitarfélaga - 2003006

 

Minni sveitarfélög innan Sambands íslenskra sveitarfélaga ráðgera að funda í tengslum við landsþing sambandsins.

 

Í ljósi þess að Landsþingi Sambandi íslenskra sveitafélaga hefur verið frestað er málinu frestað.

     

5.

Trúnaðarmál - starfslok framkvæmdarstjóra - 2002004

 

Bréf dagsett 9. mars frá fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings lagt fram til kynningar.

 

Í bréfi dagsettu 9. mars sl. sem fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings sendi sveitarstjórnum innan Eyþings koma fram athugasemdir sem benda til þess að veruleg mistök hafi átt sér stað í stjórnsýslu varðandi uppsögn hans sem framkvæmdastjóra. Það undirstrika upplýsingar hans í 4. tölulið en þar kemur fram að dómssátt sem gerð var að upphæð 14.8 milj. kr. telst ekki hefðbundinn starfslokasamningur heldur skaða- og miskabætur auk málskostnaðar.

Mistök þessi virðast hafa leitt til verulegs kostnaðar, en auk framangreindrar dómssáttar voru framkvæmdastjóra greidd 8 mánaða laun eftir að honum var vikið úr starfi. Það eru um 13,8 milj. með launatengdum gjöldum. Ótalin er kostnaður lögmanns Eyþings. Kostnaður Eyþings samtals af þessum meintu stjórnsýslulegum mistökum eru því góðar 30 miljónir króna sem eru greiddar af almannafé. Sjá nánar 6. tölulið.

Almenna reglan í góðri stjórnsýslu er að forsvarsmenn nýti almannfé á sem bestan og skilvirkastan hátt. Í annan stað að ráðningar og uppsagnir byggist á faglegum og lögmætum grunni. Í þriðja lagi að réttar upplýsingar liggi fyrir handa þeim stjórnvöldum sem beina aðkomu eiga að tiltekinni stofnun - hér sveitastjórnir og Eyþing.

Hafi orðið verulegur misbrestur á framangreindu í þessu máli telur sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps að forsvarsmenn Eyþings eigi að upplýsa sveitarstjórnir nánar um forsendur málsins og tilgang þessa, að því er virðist, tihæfulausan aukakostnað.

Sé ástæða til afsökunarbeiðni sbr. 5. tölulið ofangreinds bréfs þá ætti fyrrum stjórn Eyþings að kanna vel þann möguleika að axla ábyrgð, viðurkenna mistökin og biðjast afsökunar.

Einnig óskar sveitarstjórn eftir nánari skýringum frá fyrrum stjórn Eyþings vegna þessara mistaka.

     

6.

Viðbragðsáætlun Valsárskóla og leikskólans Álfaborgar - 2003008

 

Viðbragðsáæltun Valsárskóla og leikskólans Álfaborgar lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar. Viðbragðsáætlunin er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

     

7.

Viðbragðsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 2003007

 

Viðbragðaáætlun Svalbarðsstrandarhrepps lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar. Viðbragðsáætlunin er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

     

8.

Sameining sveitarfélaga - 1911003

 

Á fundi nr. 40 ákvað sveitarstjórn að halda íbúafund miðvikudaginn 29. apríl. Í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar og viðbúið er að verði viðvarandi næstu vikur er lagt til að íbúafundi verði frestað fram á haust.

 

Sveitarstjórn samþykkir að íbúafundi verður frestað fram á haust.

     

9.

Almannavarnarnefnd - 2001007

 

Lagt fram til kynningar. Dómsmálaráðherra hefur samþykkt samkomulag um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

 

Dómsmálaráðherra staðfesti sameiningu Almannavarnarnefnda eftirfarandi sveitarfélaga þann 12. mars 2020: Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Hörgársveitar, Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps, Grýtubakkahrepps, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Norðurþings, Tjörneshrepps, Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.

Lagt fram til kynningar.

     

11.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002002

 

Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Lagt fram til kynningar

     

12.

Aðgerðaráætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 2003010

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Aðgerðaráætlun Svalbarðsstrandarhrepss 1. útgáfa lögð fram til samþykktar.

 

Drög að Aðgerðaráætlun Svalbarðsstrandarhrepps lögð fram til kynningar. Aðgerðaráætlunina má finna á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps.

     

10.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 13 - 2003001F

 

Fundargerð umhverfis- og atvinnumálanefndar frá fundi nr. 13 lögð fram til kynningar.

 

10.1

2003004 - Íbúafundur um skógrækt og endurheimt votlendis

   
 

10.2

1910003 - Aðgangsstýring að gámasvæði

   
 

10.3

1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það

   
 

10.4

2002001 - Vinnuskóli 2020

   
 

10.5

1811011 - Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum

   
 

10.6

1904002 - Svalbarðsstrandarhreppur - vortiltekt

   
     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15.