Sveitarstjórn

42. fundur 25. mars 2020

Fundargerð

42. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn Fjarfundur, 25. mars 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Tímabundin heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda sveitarstjórna - 2003013

 

Alþingi hefur samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Ráðherra getur ákveðið, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, að sveitarstjórn sé heimilt að víkja tímabundið frá tilteknum skilyrðum ákvæða III., V., VII. og X. kafla laganna, stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra og samþykktum sveitarfélags við stjórn sveitarfélags til að tryggja að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Breytingarnar kveða á um rýmkaðar heimildir til breytinga á sveitarstjórnarlögum til að halda fjarfundi í ljósi COVID-19 faraldursins.

 

Sveitarstjórn samþykkir, til að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn Svalbarðsstrandarhrepps, að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og fastanefnda Svalbarðsstrandarhrepps og engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð skal annað hvort deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan staðfest með tölvupósti eða undirrituð rafrænt.

Fundargerð verður send til fundarmanna til staðfestingar með tölvupósti eftir fundinn.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.