Sveitarstjórn

43. fundur 31. mars 2020

 

Fundargerð

43. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn Fjarfundur, 31. mars 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Helgafell - 1711009

 

Erindi frá Alkemia:
1 Umsókn um stöðuleyfi fyrir tveimur smáhýsum og einu frístandandi gufubaði.
2 Aðalskipulag tillaga, vegna Helgafells

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Hörpu Barkardóttur sem fyrir hönd Alkemia ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvö 14 fm ferðaþjónustuhús við Helgafell. Erindinu fylgir uppdráttur frá Ragnhildi Ingólfsdóttur hjá Urban arkitektar sent í tölvupósti 27.03.2020.
Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi í samræmi við umsókn til 12 mánaða.

Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í landi Helgafells, unnin af Urban arkitektum, dags. 2020-02-28. Ennfremur liggur fyrir fundinum tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, þar sem verslunar og þjónustusvæði VÞ10 er skilgreint í landi Helgafells. Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Landbúnaðarsvæðið sem um ræðir er skilgreint sem gott landbúnaðarland (L1) í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, en í ljósi þess um hve lítið svæði er að ræða (3,3 ha) og þess að notkunarmöguleikar svæðisins eru nú þegar takmarkaðir m.t.t. ræktunar vegna nálægðar við nýtt íbúðarhverfi á Svalbarðseyri, fellst sveitarstjórn á að umrætt svæði sé leyst úr landbúnaðarnotum skv. 6. gr. jarðalaga nr. 80/2004.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillpögu um breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í landi Helgafells í auglýsingu skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

2.

Aðgerðir Svalbarðsstrandarhrepps til viðspyrnu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf - 2003015

 

Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lagt fram. Aðgerðir sem miða að framkvæmdum

 

Lagt er fram til kynningar þær tillögur sem samband íslenskra sveitarfélaga leggur til, til að styrkja íslenskt atvinnulíf á tímum covid-19.

Sveitarstjórn samþykkir að sveitarsjtóri leitist eftir tilboðum frá verktökum í 2. áfanga við gatnagerð í Bakkatúni.

     

3.

Aðgerðir Svalbarðsstrandarhrepps til viðspyrnu sveitarfélaga - gjaldaliðir - 2003017

 

Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lagt fram. Aðgerðir sem miða að einstaklingum og fyrirtækjum - gjaldaliðir

 

Sveitarstjórn samþykkir að foreldarar sem taka krakka sína úr leikskóla á meðan Covid-19 faraldurinn stendur yfir, borga ekki fyrir þá daga sem börn eru fjarlægð úr leikskóla.

Sveitarstjórn samþykkir frestun á síðasta gjaldadaga vegna lokagreiðslu á námi barna í tónlistarskólanum í Valsárskóla á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Ákvörðun um hvernig greiðslum verður háttað verður ákveðin þegar upplýsingar liggja fyrir hvernig samkomubann hefur haft áhrif á nám barna sem stunda tónlistarnám í Valsárskóla.

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar á gjalddögum í samþykktri gjaldskrá fasteignagjalda árið 2020. Mögulegt er að óska eftir því að gjalddagar sem áttu að vera 1. apríl, 1. maí og 1. júní 2020, frestist um allt að 7 mánuði, enda verði óskað eftir því með tölvupósti á sérstöku eyðublaði á postur@svalbardsstrond.is.



     

4.

Gásakaupstaður bréf frá stjórn til stofnfjáreigenda - 2003014

 

Stjórn Gásakaupstaðar ses hefur undanfarna mánuði farið vandlega yfir stöðu stofnunarinnar, bæði framtíð hennar og framtíð Miðaldadaga. Í bréfi stjórnar til stofnfjáreigenda Gásakaupstaðar ses er farið yfir tillögur stjórnar um framtíð Gásakaupstaðar ses og Miðaldadaga.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti fyrir sitt leyti að lögð verði fram tillage á auka aðalfundi um slit á Gásakaupsstað ses. Jafnframt samþykkti sveitarstjórn sig tílbúna til viðræðna um samstarf um Miðaldadaga.

     

5.

Hólasandslína 3 skipulags og matslýsing - 1907008

 

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd á auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar.

     

6.

SSNE - fundargerðir 2020 - 2003012

 

Fundargerð 7. fundar SSNE

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Eftir að fundur fór fram hefur aðalfundarboð verið frestað fram til haustsins.

     

7.

Markaðsstofa Norðurlands - 2002003

 

Fundargerðir frá stjórn Markaðsstofu Norðurlands frá 16. og 18. mars 2020

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon