Sveitarstjórn

44. fundur 16. apríl 2020

Fundargerð

44. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í Valsárskóla, 16. apríl 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Framlög úr Jöfnunarsjóði 2020 - 2004003

 

Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga munu lækka og kallar lækkunin á enduráætlun á framlögum til sveitarfélaga.

 

Orðsending frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að viðbúið sé að tekjustofn jöfnunarsjóðs muni breytast og framlög til sveitarfélaga breytast í takti við það.

     

2.

Valsárhverfi 2. áfangi - 2004002

 

2. áfangi Valsárhverfis, framkvæmdir vegna lagningar götu frá nr. 9-20.

 

Óskað var eftir verðtilboðum frá 7 verktökum á Eyjafjarðarsvæðinu. Þau tilboð sem verða send inn verða opnuð samtímis klukkan 12:00 1. maí næstkomandi.

     

3.

Aðgerðir Svalbarðsstrandarhrepps til viðspyrnu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf - 2003015

 

Farið yfir tillögur að verkefnum sem snúa að viðhaldi fasteigna og nýframkvæmdum auk þeirra verkefna sem ákveðið var að fara í við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

 

Á fundi sveitarstjórnar 16. apríl 2020 var lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra um;
- áhrif fyrstu viðspyrnuaðgerða sveitarstjórnar sem samþykktar voru á síðasta fundi
- atvinnuleysistölur fyrir síðustu mánuði og spá fyrir apríl
- þrjár sviðsmyndir á áhrifum COVID-19 faraldurs á rekstur sveitarfélagsins
- tillögur að viðspyrnuaðgerðum sveitarfélagsins.

Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.

Áhrif fyrstu aðgerða:
Á fundi sveitarstjórnar 31. mars var samþykkt að breyta gjalddögum í samþykktri gjaldskrá fasteignagjalda árið 2020. Mögulegt er að óska eftir því að gjalddagar sem áttu að vera 1. apríl, 1. maí og 1. júní 2020, frestist um allt að 7 mánuði. Nú þegar hafa bæði einstaklingar og rekstraraðilar nýtt sér þetta úrræði og nemur frestum fasteignagjalda í dag um 1,3 m.kr. Einnig var samþykkt að rukka ekki vistun á leikskóla þar sem skerðing hefur átt sér stað. Áhrif á tekjur sveitasjóðs eru óverulegar

Atvinnuleysi:
Atvinnuleysi í Svalbarðsstrandarhreppi samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun var 4,3% í mars. Áætlað atvinnuleysi í apríl er 8,4%. Til samanburðar var atvinnuleysi 1,27% í mars í fyrra og 0,96% í apríl.

Þrjár sviðsmyndir:
Teknar hafa verið saman upplýsingar um breytingar á rekstri sveitarfélagsins sem geta orðið vegna lækkunar á útsvari, fasteignagjöldum og samdrætti í úthlutun Jöfnunarsjóðs. Sveitarstjórn vinnur út frá því að besta útkoma verður sviðsmynd 2 en versta útkoma verður sviðsmynd 3.
- Sviðsmynd 1: Gerir ráð fyrir óbreyttri stöðu og 0% samdrætti útsvarsgreiðslna og enginn samdráttur í gjaldaliðum:
- Sviðsmynd 2: Gerir ráð fyrir 7,5% samdrætti í útsvari og öðrum tekjum, 5% samdrætti í fasteignagjöldum og framlagi jöfnunarsjóðs eða 30 m.kr.
- Sviðsmynd 3: Gerir ráð fyrir 15% samdrætti í útsvari og örðum tekjum, 10% samdrætti í fasteignagjöldum og framlagi jöfnunarsjóðs eða 60 m.kr.

Tíu viðspyrnuaðgerðir Svalbarðsstrandarhrepps vegna COVID-19:
Svalbarðsstrandarhreppur er ágætlega í stakk búinn til þess að takast á við efnahagslegt áfall sem hlýst af COVID-19 faraldrinum. Langtímaskuldir sveitarfélagsins erum um 12 m.kr. Afar mikilvægt er að vernda heimili og fyrirtæki eins og kostur er og hlúa að íbúum sveitarfélagsins, velferð þeirra og andlegri líðan.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur því sett saman tíu aðgerðir sem felast annars vegar áskorun til ríkisins um sértækar aðgerðir og hins vegar um vernd og viðspyrnu sveitarfélagsins fyrir starfsemi sína, íbúa og rekstraraðila:

1. Sveitarstjórn skorar á ríkisvaldið að koma með sértækar viðspyrnuaðgerðir fyrir sveitarfélög sem geta farið í stærri verkefni komi ríkisvaldið til móts við verkefni eins og fráveitu.
2. Sveitarstjórn skorar á ríkisvaldið að styðja við uppbyggingu innviða sem nýtast jafnt íbúum sem ferðamönnum. Má þar nefna lagningu göngu- og hjólastíga, áningarstaða fyrir ferðamenn og gönguleiðir.
3. Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt að fresta allt að þremur gjalddögum fasteignagjalda íbúða- og atvinnuhúsnæðis.
4. Gjöld leikskóla lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu. Sem fyrr verður matur í leikskóla og grunnskóla ókeypis.
5. Stuðningur til heilsueflingar þar sem horft verður til útivistar og uppbyggingar gönguleiða innan og utan þéttbýlis á Svalbarðsströnd.
6. Velferðarþjónusta verður efld.
7. Virkt samráð og samtal sveitarstjórnar, íbúa og rekstraraðila þar sem óskað verður eftir tillögum til sveitarstjórnar um viðspyrnuaðgerðir.
8. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir í samræmi við fjárfestingaráætlun ársins 2020 og verkefnum sem áætlað var að framkvæma árið 2021 flýtt. Meðal verkefna eru:

- Viðhaldsaðgerðir innan Valsárskóla, aðstaða starfsmanna
- Viðhaldsaðgerðir á húsnæði Valsárskóla, þak og gluggar
- Útisvæði Álfaborgar, uppsetning leiktækja og frágangur á skólalóð
- Viðhaldsaðgerðir innan Álfaborgar, aðstaða starfsmanna
- Viðhaldsaðgerðir innan Álfaborgar, gluggar
- Loftvist í Valsárskóla og Álfaborg, loftræsting
- Útileiktæki Valsárskóla lagfærð
- Umhverfi tjarna við vita og Tjarnartún lagað, bekkir og ruslatunnur sett upp
- Ástandsskoðun fráveitu og undirbúningur hafinn að uppsetningu hreinsistöðvar/dælistöðvar
- Undirbúningur hafinn að hönnun tengibyggingar milli Valsárskóla og Álfaborgar/Ráðhúss
- Lýsing sett upp á göngustíg milli Laugartúns og Smáratúns
- Rétt endurnýjuð
- Fjallgirðing
- Útistofa leik og grunnskóla
- Gámasvæði, umhirða og skipulag
- Verkefni fyrir sumarstarfsmenn, kerfil, bekkir, pallar og minni áningarstaðir fyrir göngufólk.

9. Vinnuhópur hefur vinnu við þarfagreiningu og útfærslu á byggingu íbúðarhúsnæðis í Valsárshverfi. Nýbyggingar verði fjármagnaðar með lántöku ef af verður.

10. Farið verður í átaksverkefni fyrir sumarstarfsfólk í samstarfi við Vinnumálastofnun og fyrir háskólafólk til að fjölga atvinnutækifærum.



     

4.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Breyting vegna flutningslína raforku - 2004004

 

Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 var auglýst 21. janúar 2020 með athugasemdarfresti til 6. mars 2020. Á fundi 31.03.2020 samþykkti Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar að senda tillögu um breytingu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 ásamt athugasemdum og umsögn nefndarinnar um þær til sveitarstjórna á skipulagssvæðinu til afgreiðslu sbr. 25.gr. skipulagsslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir afgreiðslu svæðisskipulagsnefndar og felur henni, að fengnu samþykki annarra sveitarstjórna á skipulagssvæðinu,að senda Skipulagsstofnun breytingartillöguna til staðfestingar sbr. ákvæði 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

5.

Kosningar 2020 - 2004005

 

Þann 27. júní nk. verður gengið til forsetakosninga og hefur Þjóðskrá Íslands hafið undirbúning vegna kosninganna. SVeitarfélög þurfa að tilkynna allar þær breytingar sem hafa átt sér stað í sveitarfélögum frá síðustu kosningum.

 

Forföll hafa orðið í kjörnefnd og sveitarstjórn kýs á ný í kjörnefnd:

Aðalmenn
1. Edda Guðbjörg Aradóttir (formaður)
2. Árni Geirhjörtur Jónsson
3. Sigríður Guðmundsdóttir

Varamenn
1. Sigurður Halldórsson
2. Harpa Helgadóttir
3. Örn Smári Kjartansson

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon