Fundargerð
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 Ragnar frá Verkís mætti á fundinn í gegnum zoom undir þessum lið.  | 
||
| 
 1.  | 
 Valsárhverfi 2. áfangi - 2004002  | 
|
| 
 Farið yfir þau verðtilboð sem bárust vegna lagningar götu við Bakkatún  | 
||
| 
 Þrír svöruðu verðfyrirspurn sveitarfélagsins.   | 
||
| 
 2.  | 
 Erindi til sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps frá Ísref ehf. - 2005007  | 
|
| 
 Erindi frá Ísrefur ehf. lagt fram  | 
||
| 
 Málinu frestað fram til næsta fundar.  | 
||
| 
 4.  | 
 Ný lóð úr landi Geldingsár - 1407057  | 
|
| 
 Ari Fossdal sækir um heimild sveitarstjórnar til að stofna fimm nýjar landeignir úr landi Geldingsár.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir landskiptin en tekur fram að byggingarheimildir fylgi ekki nýjum landeignum.  | 
||
| 
 5.  | 
 Veigarhalli 6 ósk um breytingu á frístundahúsi í íbúðarhúsnæði - 2005011  | 
|
| 
 Málið tekið fyrir með afbrigðum. Erindi frá eiganda Veigahall nr. 6 um breytingu á skráningu á húsnæðinu og verði skráð sem íbúðarhúsnæði en er í dag skráð sem frístundahúsnæði  | 
||
| 
 Vísað er til fyrri bókunar um Veigahall 6 frá árinu 2017 á máli 1703006.   | 
||
| 
 6.  | 
 Húsbygging við Bakkatún - 2005005  | 
|
| 
 Vinnurhópur hefur unnið að útfærslu á leiðum við byggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Svalbarðsstrandarhrepps í Valsárhverfi.  | 
||
| 
 Byggingarfulltrúa falið að láta vinna breytingaruppdrátt á deiliskipulagi á Bakkatúni 10.   | 
||
| 
 7.  | 
 Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2019 - 2005004  | 
|
| 
 Fyrri umræða um ársreikning Svalbarðsstrandarhrepps 2019.  | 
||
| 
 Gestur fundarins var Þorsteinn frá KPMG, endurskoðandi Svalbarðsstrandarhrepps. Þorsteinn fór yfir helstu atriði ársreikningsins.   | 
||
| 
 8.  | 
 Uppbygging vegna sögutengdrar ferðaþjónustu - 2005003  | 
|
| 
 Söguferðaþjónusta á Norðurlandi, erlendir ferðamenn, menningararfur og dýraskoðun.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 9.  | 
 Félagsmálanefnd, vegna breytinga þarf að skipa nýjan aðal og varamann - 2005009  | 
|
| 
 Vegna breytinga þarf að skipa nýjan aðalmann og varamann í félagsmálanefnd  | 
||
| 
 Forföll hafa orðið í félagsmálanefnd og sveitarstjórn kýs, á ný, í nefndina:   | 
||
| 
 10.  | 
 Tjarnartún 4-6 - 1903003  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum.   | 
||
| 
 Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps ítrekar fyrri bókanir um sölu fasteigna sveitarfélagsins við Tjarnartún 4 og 6 og umboð sveitarstjóra til þess að undirrita samninga vegna sölu fasteigna. Eins og fram kemur í fyrri bókunum sveitarstjórnar var ákveðið að selja fasteignir sveitarfélagsins við Tjarnartún og sveitarstjóra falið verkefnið. Eignir sveitarfélagsins við Tjarnartún eru hús nr. 4 og 6. Seinna var ákveðið að leigja íbúðir 4b og 6a, aðrar íbúðir nr. 4a og 6b voru áfram í söluferli. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum 55.gr. undirritar framkvæmdastjóri skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna.  | 
||
| 
 11.  | 
 SSNE skipun þingfulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps - 2005008  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum. Sveitarstjórnir sveitarfélaga með 301-800 íbúa skipa 2 fulltrúa og jafn marga varaþingfulltrúa. Kjörgengir eru kjörnir sveitarstjórnarmenn aðildarsveitarfélaga, varamenn þeirra og framkvæmdastjórar þeirra. Sveitarstjórn er skylt að gæta að jöfnum hlut kynja við skipanina.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn skipar eftirtalda aðila sem þingfulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps í SSNE.   | 
||
| 
 12.  | 
 Starfslok framkvæmdarstjóra Eyþings - 2002004  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum að beiðni Valtýs Þórs Hreiðarsson leggur fram bókun.  | 
||
| 
 Í bókun 41. fundar hreppsnefndar 17. mars sl. kom fram, að svo virtist vera að stjórnsýsluleg mistök hafi átt sér stað þegar þáverandi framkvæmdastjóra Eyþings var sagt upp störfum.   | 
||
| 
 14.  | 
 Skólanefnd - 13. - 2004003F  | 
|
| 
 Fundargerð skólanefndar 13. fundur lögð fram til kynningar   | 
||
| 
 14.1  | 
 2004012 - Barnvænt samfélag  | 
|
| 
 14.2  | 
 2004013 - Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar  | 
|
| 
 14.3  | 
 2004015 - Skólastarf Valsárskóli og Álfaborg 2020 - 2021  | 
|
| 
 14.4  | 
 2004014 - Starfsmannamál haust 2020 Valsárskóli og Álfaborg  | 
|
| 
 15.  | 
 Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 14 - 2005001F  | 
|
| 
 Fundargerð Umhverfis- og atvinnumálanefndar lögð fram til samþykktar.  | 
||
| 
 15.1  | 
 2003015 - Aðgerðir Svalbarðsstrandarhrepps til viðspyrnu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf  | 
|
| 
 15.2  | 
 2005001 - Gönguleiðir á Svalbarðseyri  | 
|
| 
 15.3  | 
 1910003 - Aðgangsstýring að gámasvæði  | 
|
| 
 15.4  | 
 1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það  | 
|
| 
 15.5  | 
 2005002 - Matjurtargarðar til leigu sumarið 2020  | 
|
| 
 15.6  | 
 2002001 - Vinnuskóli 2020  | 
|
| 
 15.7  | 
 1904002 - Svalbarðsstrandarhreppur - vortiltekt  | 
|
| 
 3.  | 
 2020 Afgreiðslufundir Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar - 2005006  | 
|
| 
 Fundargerð 5. afgreiðslufundar Skipulags- og byggingarfulltrúa  | 
||
| 
 Lagt fra til kynningar. Eftirfarandi mál voru tekin fyrir á fundi Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar.   | 
||
| 
 13.  | 
 Markaðsstofa Norðurlands - 2002003  | 
|
| 
 Fundargerðir stjórnarfunda Markaðsstofu Norðurlands, 06.04.2020 og 21.04.2020 lagðar fram til kynningar  | 
||
| 
 Tekið fyrir á síðasta fundi.  | 
||
| 
 16.  | 
 Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 243 og 244 - 2004006  | 
|
| 
 Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 243 og nr. 244 lagðar fram til kynningar  | 
||
| 
 Tekið fyrir á síðasta fundi.  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.