Sveitarstjórn

46. fundur 12. maí 2020 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Valtýr Þór Heiðarsson
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Fundargerð

  1. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 12. maí 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

 

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

Ragnar frá Verkís mætti á fundinn í gegnum zoom undir þessum lið.

1.

Valsárhverfi 2. áfangi - 2004002

 

Farið yfir þau verðtilboð sem bárust vegna lagningar götu við Bakkatún

 

Þrír svöruðu verðfyrirspurn sveitarfélagsins.

Finnur ehf (94,3% af áætlun)
Nesbræður ehf. (100,4 % af áætlun)
Ísrefur ehf. (101,0 % af áætlun)

Málinu frestað fram til næsta fundar.

     

2.

Erindi til sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps frá Ísref ehf. - 2005007

 

Erindi frá Ísrefur ehf. lagt fram

 

Málinu frestað fram til næsta fundar.

     

4.

Ný lóð úr landi Geldingsár - 1407057

 

Ari Fossdal sækir um heimild sveitarstjórnar til að stofna fimm nýjar landeignir úr landi Geldingsár.

 

Sveitarstjórn samþykkir landskiptin en tekur fram að byggingarheimildir fylgi ekki nýjum landeignum.

     

5.

Veigarhalli 6 ósk um breytingu á frístundahúsi í íbúðarhúsnæði - 2005011

 

Málið tekið fyrir með afbrigðum. Erindi frá eiganda Veigahall nr. 6 um breytingu á skráningu á húsnæðinu og verði skráð sem íbúðarhúsnæði en er í dag skráð sem frístundahúsnæði

 

Vísað er til fyrri bókunar um Veigahall 6 frá árinu 2017 á máli 1703006.

Breytingin er ekki í samræmi við meginreglu aðalskipulagsins um aðgreiningu frístundabyggðar frá íbúðabyggð. Jafnframt hefði breytingin víðtækt fordæmisgildi um búsetu á frístundasvæðum. Sveitarstjórn telur því ekki unnt að verða við erindinu.

     

6.

Húsbygging við Bakkatún - 2005005

 

Vinnurhópur hefur unnið að útfærslu á leiðum við byggingu íbúðarhúsnæðis á vegum Svalbarðsstrandarhrepps í Valsárhverfi.

 

Byggingarfulltrúa falið að láta vinna breytingaruppdrátt á deiliskipulagi á Bakkatúni 10.
Sveitarstjórn ákveður að unnið verði forval vegna byggingar íbúða við Bakkatún 10.

     

7.

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2019 - 2005004

 

Fyrri umræða um ársreikning Svalbarðsstrandarhrepps 2019.

 

Gestur fundarins var Þorsteinn frá KPMG, endurskoðandi Svalbarðsstrandarhrepps. Þorsteinn fór yfir helstu atriði ársreikningsins.

Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.

     

8.

Uppbygging vegna sögutengdrar ferðaþjónustu - 2005003

 

Söguferðaþjónusta á Norðurlandi, erlendir ferðamenn, menningararfur og dýraskoðun.

 

Lagt fram til kynningar

     

9.

Félagsmálanefnd, vegna breytinga þarf að skipa nýjan aðal og varamann - 2005009

 

Vegna breytinga þarf að skipa nýjan aðalmann og varamann í félagsmálanefnd

 

Forföll hafa orðið í félagsmálanefnd og sveitarstjórn kýs, á ný, í nefndina:

Aðalmenn
1. Svava Hrund Friðriksdóttir (formaður)
2. Gísli Arnarson
3. Anna Dísa Jóelsdóttir

Varamenn
1. Íris Axelsdóttir
2. Hanna Dóra Ingadóttir
3. Ólafur Rúnar Ólafsson

     

10.

Tjarnartún 4-6 - 1903003

 

Tekið fyrir með afbrigðum.
Landsbankinn á Húsavík óskar eftir sérstakri bókun sveitarstjórnar vegna umboðs sveitarstjóra til þess að undirrita sölusamning íbúðarinnar að Tjarnartúni 6b.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps ítrekar fyrri bókanir um sölu fasteigna sveitarfélagsins við Tjarnartún 4 og 6 og umboð sveitarstjóra til þess að undirrita samninga vegna sölu fasteigna. Eins og fram kemur í fyrri bókunum sveitarstjórnar var ákveðið að selja fasteignir sveitarfélagsins við Tjarnartún og sveitarstjóra falið verkefnið. Eignir sveitarfélagsins við Tjarnartún eru hús nr. 4 og 6. Seinna var ákveðið að leigja íbúðir 4b og 6a, aðrar íbúðir nr. 4a og 6b voru áfram í söluferli. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum 55.gr. undirritar framkvæmdastjóri skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna.

     

11.

SSNE skipun þingfulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps - 2005008

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Sveitarstjórnir sveitarfélaga með 301-800 íbúa skipa 2 fulltrúa og jafn marga varaþingfulltrúa. Kjörgengir eru kjörnir sveitarstjórnarmenn aðildarsveitarfélaga, varamenn þeirra og framkvæmdastjórar þeirra. Sveitarstjórn er skylt að gæta að jöfnum hlut kynja við skipanina.

 

Sveitarstjórn skipar eftirtalda aðila sem þingfulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps í SSNE.

Aðalfulltrúar

1. Oddviti
2. Sveitarstjóri

Varafulltrúar

1. Anna Karen Úlfarsdóttir
2. Ólafur Rúnar Ólafsson

     

12.

Starfslok framkvæmdarstjóra Eyþings - 2002004

 

Tekið fyrir með afbrigðum að beiðni Valtýs Þórs Hreiðarsson leggur fram bókun.

 

Í bókun 41. fundar hreppsnefndar 17. mars sl. kom fram, að svo virtist vera að stjórnsýsluleg mistök hafi átt sér stað þegar þáverandi framkvæmdastjóra Eyþings var sagt upp störfum.

Í stefnu lögmanns fyrrum framkvæmdastjóra dags. 23.04.2019 kemur m.a. fram: „Auk þess séu meginreglur stjórnsýsluréttar þverbrotnar, bæði hvað varðar andmælarétt og meðalhóf“. Samkomulag um dómssátt og í kjölfarið greiðsla dágóðrar summu virðist undirstrika að málsbætur Eyþings varðandi meinta ólöglega uppsögnina séu af skornum skammti . Áður hefur komið fram að kostnaður Eyþings af þessum gerningi hafi alls numið góðum 30 miljónum, sem greitt er af almannafé.

Nokkur umræða hefur verið um málið í fjölmiðlum undanfarnar vikur og sýnist sitt hverjum.

Það vekur athygli að stjórn SSNE og fyrrum fulltrúar stjórnar Eyþings sendu frá sér þann 17. apríl sl. sundurliðaðar athugasemdir við viðtal sem birtist við fyrrum framkvæmdarstjóra í Morgunblaðinu 16. apríl sl. Án þess að tíunda svarið í heild sinni þá vekur fyrsti liður sérstaka athygli en þar segir: „Stjórn Eyþings hefur aldrei sakað Pétur Þór Jónasson um kynferðislega áreitni á vinnustað heldur þurfti stjórn að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta.Orðið kynferðisleg áreitni er frá honum sjálfum komið.“

Málshefjandi hefur rætt við tvö vitni sem kölluð voru til við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Framburður þeirra er í algerri andstöðu við fullyrðingar stjórnar um að orðið kynferðisleg áreitni sé frá honum sjálfum komið. Upptök ásökunar hafi átt sér stað hjá fulltrúum stjórnar Eyþings. Ásökun um kynferðislega áreitni er alvarlegt mál. Þá felst í yfirlýsingu stjórnar alvarleg ásökun á vitni um að hafa sagt ósatt.

Málshefjandi telur fulla ástæðu til þess leita sannleikans í þessu máli og mun kalla eftir frekari gögnum sem styðja þá leit. Sveitastjórnir hafa eftirlitsskyldu með sameiginlegum störfum sínum.

     

14.

Skólanefnd - 13. - 2004003F

 

Fundargerð skólanefndar 13. fundur lögð fram til kynningar

Sveitarstjórn samþykkir skóladagatal og bendir á mikilvægi þess að fjárhagsáætlun sé fylgt eftir

 

14.1

2004012 - Barnvænt samfélag

   
 

14.2

2004013 - Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar

   
 

14.3

2004015 - Skólastarf Valsárskóli og Álfaborg 2020 - 2021

   
 

14.4

2004014 - Starfsmannamál haust 2020 Valsárskóli og Álfaborg

   
     

15.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 14 - 2005001F

 

Fundargerð Umhverfis- og atvinnumálanefndar lögð fram til samþykktar.

 

15.1

2003015 - Aðgerðir Svalbarðsstrandarhrepps til viðspyrnu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf

   
 

15.2

2005001 - Gönguleiðir á Svalbarðseyri

   
 

15.3

1910003 - Aðgangsstýring að gámasvæði

   
 

15.4

1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það

   
 

15.5

2005002 - Matjurtargarðar til leigu sumarið 2020

   
 

15.6

2002001 - Vinnuskóli 2020

   
 

15.7

1904002 - Svalbarðsstrandarhreppur - vortiltekt

   
     

3.

2020 Afgreiðslufundir Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar - 2005006

 

Fundargerð 5. afgreiðslufundar Skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Lagt fra til kynningar. Eftirfarandi mál voru tekin fyrir á fundi Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar.

2.Kotabyggð 49 einbýlishús 2020 -
2004005Svetlana Beliaeva kt. 101267-2889, Vaðlabyggð 10, 606 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 143,0 fm einbýlishúss á lóðinni Kotabyggð 49, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Steinmari Rögnvaldssyni dags. 2020-04-17.Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.3.Kotabyggð 8 frístundahús viðbygging 2020 -2004004Valþór Brynjarsson sækir fyrir hönd Óðins Svan Geirssonar kt. 101160-5999, Króksstöðum lóð, 605 Akureyri, um byggingarleyfi vegna 37,1 fm viðbyggingar við frístundahús á lóðinni Kotabyggð 8, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valþóri Brynjarssyni hjá Kollgátu dags. 2020-03-17.Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.4.Kotabyggð 51 einbýlishús 2020 -2003003Kristinn Bjarkason kt. 031069-4679, Mosateigi 1, 600 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 154,6 fm einbýlishússá lóðinni Kotabyggð 51, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Haraldi Árnasyni dags. 2020-03-10.

     

13.

Markaðsstofa Norðurlands - 2002003

 

Fundargerðir stjórnarfunda Markaðsstofu Norðurlands, 06.04.2020 og 21.04.2020 lagðar fram til kynningar

 

Tekið fyrir á síðasta fundi.

     

16.

Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 243 og 244 - 2004006

 

Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 243 og nr. 244 lagðar fram til kynningar

 

Tekið fyrir á síðasta fundi.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.