Sveitarstjórn

47. fundur 26. maí 2020

47. fundargerð

Fundargerð

47. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 26. maí 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Meyjarhóll frístundarsvæði - 2005012

 

Ósk landeiganda um skráningu svæðis sem frístundasvæðis og breytingu á aðalskipulagi

 

Frestað til næsta fundar.

     

2.

Valsárhverfi 2. áfangi - 2004002

 

Farið yfir þau tilboð sem bárust í framkvæmd vegalagningar við Bakkatún.

 

Sveitarstjórn samþykkir að taka lægsta tilboði sem barst frá Finni ehf.
Áætlun gerir ráð fyrir kostnaði upp á 49.754.000 kr. en tilboð frá Finnur ehf. var 46.915.000.

     

3.

Erindi til sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps frá Ísref ehf. - 2005007

 

Erindi frá Ísref ehf. lagt fram, málinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.

 

Í ljósi þess að ákveðið var að taka tilboði við Finn ehf. vegna 2. áfanga í Valsárhverfi er erindinu hafnað.

Sveitarstjóra og oddvita er falið að ræða við forráðamenn Ísrefs ehf.

     

4.

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2019 - 2005004

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2 umræða

 

Rekstur A-hluta var jákvæður um 47 milljónir króna. Rekstrartekjur voru vanáætlaðar um 37 milljónir og stór hlutur af því er útsvar sem minnkaði ekki eins mikið og gert var ráð fyrir vegna brotthvarfs vinnumanna í Vaðlaheiðargöngum.
Hagnaður A-hluta, ábyrg fjármálastjórnun og sala þriggja íbúða gerir það að verkum að ekki þurfti að ráðast í lántökur vegna byggingar á fjórum nýjum íbúðum sem kláraðar voru sumarið 2019.

Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:
Sveitastjóður A hluti A og B hluti saman

Rekstrartekjur alls 459.172 479.450
Rekstrargjöld alls 396.885 399.822
Afskriftir 62.287 79.628
Fjárm.tekjur 8.508 3.346
Rekstrarniðurstaða 47.671 56.733
Egið fé 776.776 786.473

Ársreikningur samþykktur og undirritaður, skuldbindingayfirlit einnig undirritað.
Ársreikningur hefur verið birtur á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps.

     

5.

Umhverfi Áhaldahúss og bryggjusvæðis - 2005014

 

Breyting á hafnarmannvirkjum kallar á frágang yfirborðs bílastæða og næsta nágrennis

 

Skrifstofustjóra falið að undirbúa viðauka fyrir næsta fund. Ólafur er tengiliður við verktaka og Hafnarsamlagið og honum falið að fá verð.

     

6.

Persónuverndarfulltrúi - erindi og ábendingar - 1811014

 

Persónuverndarstefna lögð fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir Persónuverndarstefnuna.

Perónuverndarstefna Svalbarðsstrandarhrepps verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

     

7.

Samningur Svalbarðsstrandarhrepps og Ungmennasambands Eyjafjarðar - 2005010

 

Ungmennasamband Eyjafjarðar óskar eftir að gerður verði samningur milli Svalbarðsstrandarhrepps og sveitarfélagsins

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samning við UMSE um að styrkja starfsemina árlega sem hér segir næstu 4 ár:

2020: 150.000 kr
2021: 160.000 kr
2022: 170.000 kr
2023: 180.000 kr

     

8.

Fiskeldi við Eyjafjörð - 2004011

 

Sveitarstjórn hefur borist tvö erindi vegna fyrirhugaðs laxeldis við Eyjafjörð, Áskorun frá landeigendum og mótmæli frá hagsmunaaðilum í Eyjafirði

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 3475. fundi 19.05.2020 þar sem samþykkt var að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi líkt og gert hefur verið með Húnaflóa, Skagafjörð, Skjálfanda, Þistilfjörð, Bakkaflóa, Vopnafjörð og Héraðsflóa. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur áður fjallað um og lagt fram bókun um mikilvægi þess að náttúru fjarðarins sé ekki ógnað.
Friðun fjarðarins er til að varðveita og vernda vistkefi fjarðarins fyrir framtíðar kynslóðir og tryggja að náttúran njóti vafans. Sjálfbær nýting þar sem tekið er tillit til efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta tryggir að lifandi auðlindir hafsins séu nýttar að því marki að möguleikar þeirra til vaxtar og viðgangs séu ekki skertir. Hlutverk okkar er að skila þeirri auðlind sem Eyjafjörðurinn er eins og við tókum við honum og það gerum við með friðun fjarðarins.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur undir sjónarmið landeigenda og hagsmunaaðila í sveitarfélaginu.

     

9.

Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19 - 2005016

 

Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög, sem umfram hefðbundið sumarstarf
sumarið 2020, hyggjast auka við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Horft er
til aldurshópsins 12 til 16 ára með sérstaka áherslu á að leitað verði einstaklingsbundinna leiða til að
ná til þess hóps barna sem hvað síst sækja reglubundið frístundastarf.

 

Málinu er vísað til félagsmálanefndar.

     

10.

Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19 - 2005015

 

Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla enn frekar félagsstarf fullorðinna í sumar
með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Eldri borgarar
og öryrkjar hafa víða þurft að þola skerta samveru og félagslega einangrun að undanförnu m.a.
vegna sjálfsskipaðrar sóttkvíar. Af þeim sökum er sérstaklega mikilvægt að leggja aukna áherslu á
frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu og forvarnir með það að markmiði að auka lífsgæði og heilbrigði,
fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun.

 

Málinu er vísað til félagsmálanefndar.

     

11.

Vinnuskóli 2020 - 2002001

 

Eldri nemendur hafa verið duglegir að sækja um störf í Vinnuskólanum sumarið 2020 og fleiri en ráð var fyrir gert við gerð fjárhagsáætlunar.

 

Sveitarstjórn ákveður að ráða þau ungmenni sem eru í skóla til starfa og sótt hafa um starf fyrir sumarið.

     

12.

Strenglögn í Vaðlaheiði, ummerki og viðgerðir - 1911016

 

Gert var ráð fyrir að skemmdir yrðu lagfærðar vorið 2020. Bið verður á því að hægt verði að hefja vinnu m.a. vegna þess að mikill snjór er enn á svæðinu. Gert er ráð fyrir að verkið klárist í lok sumars.

 

Gert er ráð fyrir að verkið klárist í lok sumars.

     

13.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002002

 

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 nr. 883 og 884.

 

Lagt fram til kynningar

     

14.

Húsbygging við Bakkatún - 2005005

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.
Starfshópur um nýbyggingu í Bakkatúni leggur fram útboðslýsingu ásamt drögum að auglýsingu

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að setja útboðslýsingu í auglýsingu, senda verktökum og í Dagskrá. Framkvæmdir verða kynntar á heimasíðu.

     

15.

Tilmæli HNE um tiltekt á lóð AUTO ehf og eigenda bíla sem staðið hafa við Veigastaðarveg. - 1105018

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Eigendur AUTO ehf hafa fengið skilaboð frá Heilbrigðiseftirliti HNE um að taka til á lóð fyrir 01.06.2020
Þrír bílar hafa staðið númeralausir á palli milli þjóðvegar/Norðurlandsvegar og Veigastaðarvegar. Merkingar hafa verið settar á bifreiðarnar og eigendum gert að fjarlægja bifreiðarnar.

 

Lagt fram til kynningar.

     

16.

2020 Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. - 2005017

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.
Fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður föstudaginn 12. júní 2020. Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn. Fundinum verður streymt á heimasíðu sjóðsins og hægt er að óska eftir aðgangi að streyminu.

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon