Sveitarstjórn

48. fundur 09. júní 2020

Fundargerð

48. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 9. júní 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, oddviti, Anna Karen Úlfarsdóttir, varaoddviti, Valtýr Þór Hreiðarsson, aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, aðalmaður, Árný Þóra Ágústsdóttir, 1. varamaður, Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri, Fannar Freyr Magnússon, skrifstofustjóri, Vigfús Björnsson, ráðgjafi og .

 

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skristofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Meyjarhóll frístundarsvæði - 2005012

 

Landeigandi óskar eftir að ný lóð verði skráð í landi Meyjarhóls,Knútslundur

 

Sveitarstjórn samþykkir skráningu Knútslundar sem lóðar.

     

2.

Ósk um nafnabreytingu á fasteign - 2006002

 

Íbúar fasteignarinnar Hörgur óska eftir að nafni þess verði breytt í Hörg

 

Sveitastjórn samþykkir nafnabreytinguna.

     

3.

Viðauki 1 2020 - 2006003

 

Óskað eftir viðaukum vegna verkefna sem sveitarfélagið er að ráðast í vegna viðspyrnu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf

 

Lagður er fram viðauki 1 fyrir fjárhagsárið 2020.

Viðaukinn er vegna:
A)
Hækkun á fjárfestingaráætlun fyrir i) lagfæringu á vinnuaðstöðu starfsmanna Álfaborgar 4 m.kr, ii) lagfæringu á kaffistofu starfsmanna Álfaborgar 3 m. kr, iii) lagfæringu á forstofu Álfaborgar 1 m.kr, iv) lagfæringur á kaffistofu starfsmanna Valsárskóla 4 m.kr, v) lagfæringu á forstofu Valsárskóla 1 m.kr, vi) Vegaframkvæmdir við hafnarsvæðið 12 m.kr, vii) Lagfæring á fráveitukerfinu 5 m.kr. viii) Aukafjárveiting í vinnu við áfanga 2 í Valsárhverfi 10 m.kr. ix) Göngustígur frá Smáratúni 1,9 m.kr., x) lagfæringar á skólalóð hjá ungbarnaleikskóla 1,5 m.kr, xi) félagsmálanefnd 600.000 kr.

B)
Aukin rekstrarútgjöld vegna ráðningu krakka fædd 2003 í Vinnuskólann 4.m.kr.
Lækkun á áætluðum tekjum vegna útsvars 14 m.kr.

C)
Sala á fasteign 38,6 m.kr.

Útgjaldaaukning reksturs A-hluta ársins 2020 er 18.000.000 og lækkun á handbæru féi samtals 23,4 m.kr.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka 1 með fimm samhljóða atkvæðum.

     

4.

Gönguleiðir á Svalbarðseyri - 2005001

 

Ósk frá íbúum í Valsárhverfi um að tenging göngustíga í Valsárhverfi verði kláruð sem allra fyrst og áskorun frá foreldrum barna á Eyrinni og í Valsárhverfi um að sveitarstjórn setji í forgang að gönguleiðum milli skóla og hverfanna verði haldið opnum allt árið til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda og sérstaklega barna við að komast í skóla.

 

Göngustígur milli Smáratúns og Borgartúns verður malbikuar í lok viku. Gert verður ráð fyrir að göngustígum verði haldið hreinum eins og kostur er yfir vetrartímann.

     

5.

SSNE - fundargerðir 2020 - 2003012

 

Fundargerðir stjórnar SSNE 8., 9., og 10. fundur

 

Lagt fram til kynningar

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps bendir á að ekki hefur enn borist svar frá formanni SSNE líkt og bókað var á fundi stjórnar SSNE 8. fundi þann 8. apríl 2020 síðastliðinn.

     

10.

SSNE - fundargerðir 2020 - 2003012

 

Fundargerðir frá fundum starfsmanna SSNE með sveitarstjórum

 

Lagt fram til kynningar.

     

11.

Upprekstur á afrétt - 2006005

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Upprekstur á afrétt

 

Heimilt verður að sleppa sauðfé í Vaðlaheiði frá og með 17. júní 2020 og stórgripum frá 1. júlí 2020. Tilkynning var sett á heimasíðu sveitarfélagsins og póstur sendur á heimili í sveitarfélaginu.

     

7.

Kjörstjórn - 7 - 2006001F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

7.1

2004005 - Kosningar 2020

   
     

8.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 15 - 2005004F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

8.1

2005002 - Matjurtargarðar til leigu sumarið 2020

   
 

8.2

1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það

 

Sveitarstjórn leggur áherslu á að kynnt verði á heimasíðu sveitarfélagsins og facebook síðu um þau verkefni sem verið er að vinna að og snerta sorphirðu.

 

8.3

2002001 - Vinnuskóli 2020

   
 

8.4

2004011 - Fiskeldi við Eyjafjörð

   
 

8.5

1904002 - Svalbarðsstrandarhreppur - vortiltekt

   
     

9.

Félagsmálanefnd - 16 - 2005003F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

9.1

2005016 - Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19

   
 

9.2

2005015 - Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19

   
 

9.3

1402008 - Félagsstarf eldri borgara

   
 

9.4

2003009 - COVID-19

   
 

9.5

2005018 - Trúnaðarmál - félagsmálanefnd

   
 

9.6

2005018 - Trúnaðarmál - félagsmálanefnd

   
     

6.

Markaðsstofa Norðurlands - 2002003

 

Fundargerðir stjórnarfunda Markaðsstofu Norðurlands, 05.05.; 08.05 og 13.05.2020 lagðar fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.