Sveitarstjórn

49. fundur 23. júní 2020

Fundargerð

49. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 23. júní 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Sigurður Halldórsson, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.

 

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

Einnig mættur á fundinn Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.

Anna Karen varaoddviti sat fundinn frá 15:30.

Dagskrá:

1.

Staða fjármála 2020 - 2006006

 

Farið yfir stöðu fjármála eftir fyrsta þriðjung ársins 2020

 

Lagt fram til kynningar.

     

2.

Fiskeldi við Eyjafjörð - 2004011

 

Farið yfir fund sem haldinn var á vegum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

 

Lögð fram ósk landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra frá 09.06.2020, um umsögn sveitarfélagsins á því hvort rétt væri að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði innan línu sem dregin yrði frá Siglunesi að Bjarnarfjalli. Sveitarstjórn telur ógerlegt að sveitarfélög við Eyjafjörð nái samstöðu um málið á þeim skamma tíma sem frestur er gefinn til umsagnar af ráðuneytinu.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps er fylgjandi því að unnið verði skipulag haf- og strandsvæða við Eyjafjörð þar sem tekið verði tillit til sem flestra sjónarmiða og hagsmuna.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps ítrekar fyrri bókun frá 47. fundi sveitarstjórnar um leið og sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til viðræðna við önnur sveitarfélög við fjörðinn um málið.

Á 47. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps dags var lögð fram bókun sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 3475. fundi 19.05.2020 þar sem samþykkt var að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi líkt og gert hefur verið með Húnaflóa, Skagafjörð, Skjálfanda, Þistilfjörð, Bakkaflóa, Vopnafjörð og Héraðsflóa. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur áður fjallað um og lagt fram bókun um mikilvægi þess að náttúru fjarðarins sé ekki ógnað. Friðun fjarðarins er til að varðveita og vernda vistkefi fjarðarins fyrir framtíðar kynslóðir og tryggja að náttúran njóti vafans. Sjálfbær nýting þar sem tekið er tillit til efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta tryggir að lifandi auðlindir hafsins séu nýttar að því marki að möguleikar þeirra til vaxtar og viðgangs séu ekki skertir. Hlutverk okkar er að skila þeirri auðlind sem Eyjafjörðurinn er eins og við tókum við honum og það gerum við með friðun fjarðarins. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur undir sjónarmið landeigenda og hagsmunaaðila í sveitarfélaginu."

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda framlagða umsögn á landbúnaðar-, og sjávarútvegsráðherra, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, þingmenn kjördæmis, þingflokksformenn og bæjar- og sveitarstjóra sveitarfélaga við Eyjafjörð.

     

3.

Vaðlaheiðargöng - 1202011

 

Frágangur á framkvæmdasvæði Vaðlaheiðarganga og ráðstöfun jarðefnis í eigu sveitarfélagsins.

 

Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga sat fundinn undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir að jarðefni sem geymt er í Halllandsnesi verði að hluta nýtt í framkvæmdir á 2. áfanga Valsárhverfis, afgangur efnis verður nýttur í önnur verkefni síðar. Snyrtilega verður gengið frá efni í Halllandsnesi og fjarlægt af túnum bænda í Halllandi.

     

4.

Kjör oddvita til eins árs. - 1706014

 

Oddviti er kjörinn til eins árs samkvæmdt samþykktum Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Gestur Jensson gefur kost á sér til að vera oddviti fram til júní 2021.

Sveitarstjórn samþykkir einróma að Gestur verði oddviti áfram og samþykkir jafnframt að Anna Karen gegni stöðu varaoddvita áfram.

     

6.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002002

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 885

 

Lagt fram til kynningar.

     

5.

Skólanefnd - 14 - 2006003F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

5.1

2006004 - Valsárskóli - í lok skólaárs 2019-2020

   
     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.

 

 

Gestur J. Jensson

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Sigurður Halldórsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon