Sveitarstjórn

51. fundur 11. ágúst 2020

Fundargerð

51. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 11. ágúst 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.

 

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Úthlutun lóða í Valsárhverfi - 2007003

 

Lóðir við Bakkatún 11-21 og Tjarnartún 12 voru auglýstar lausar til umsóknar í júlí 2020. Umsóknarfrestur rann út á hádegi 11. ágúst 2020.

 

Ein umsókn barst um lóðina Bakkatún 21, Helgi Viðar Tryggvason og Anja Müller sóttu um. Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.
Ennfremur er lóðin Bakkatún 10 frátekin fyrir byggingu parhúss á vegum Svalbarðsstrandarhrepps.

Lóðir Svalbarðsstrandarhrepps verða auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins og fasteignasölu.

     

2.

Húsbygging við Bakkatún - 2005005

 

Óháður aðili, VERKÍS, fór yfir þau tilboð sem bárust vegna byggingar parhúss við Bakkatún 10.

 

Von er á gögnum frá Verkís á næstu dögum og málinu frestað til næsta fundar.

     

3.

Staða fjármála 2020 - 2006006

 

Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga munu lækka og kalla á enduráætlun á framlögum til sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

     

4.

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 1. október 2020 í Reykjavík - 2007007

 

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 1.-2. október 2020 í Reykjvík

 

Fulltrúar sveitarstjórnar ef að ráðstefnu verður með tillite til Covid eru: Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson.

     

5.

Barnvænt samfélag - 2004012

 

Sveitarstjórn skiptar fulltrúa í stýrihóp sem hefur umsjón með verkefninu Barnvænt samfélag. Stýrihópurinn ber ábyrgð á innleiðingu skrefanna 8 sem innleiðingarferlið samanstendur að og samkiptum við UNICEF.

 

Sveitarstjórn ákveður að stýrihópinn skipi eftirtaldir fulltrúar:
Fulltrúi Valsárskóla, tilnefndur af starfmönnum
Fulltrúi Álfaborgar, leikskólastjóri
Fulltrúi ungmenna, tilnefndur af skólaþingi
Fulltrúi sveitarstjórnar, Stefán Ari Sigurðsson
Formaður umhverfis- og atvinnumálanefndar
Formaður skólanefndar
Formaður félagsmálanefndar
Skrifstofustjóri sveitarstjórnar

     

6.

Hallland deiliskipulag 2018 - 1811003

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir fjórar íbúðalóðir á íbúðasvæði ÍB15 í landi Halllands.

 

Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir fjórar íbúðarlóðir á íbúðarsvæði ÍB15 í landi Halllands. Tillagan er unnin af Guðmundi H. Gunnarssyni og er dagsett 2020-05-04.

Sveitarstjórn samþykkir að tillaga að deiliskipulagi skuli auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

7.

Helgafell - 1711009

 

Þrjár umsagnir bárust vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps vegna ferðaþjónustu í Helgafelli, frá Vegagerð, Minjastofnun og Norðurorku

 

Helgafell aðal- og deiliskipulagstillögur
Athugasemdafrestur vegna auglýstra aðal- og deiliskipulagstillaga vegna ferðaþjónustuáforma í Helgafelli rann út 17. júlí sl. og bárust þrjú erindi á auglýsingartímabilinu. Sveitarstjórn fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer:
1. erindi, sendandi Minjastofnun:
Aths. 1: Sendandi bendir á ákvæði laga um menningarminjar nr. 80/2012 varðandi ókunnar fornminjar sem kunna að finnast á framkvæmdatíma.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
2. erindi, sendandi Vegagerðin:
Aths. 1: Sendandi bendir á að leyfi þarf til að gera tengingu við þjóðvegi og því þarf að hafa samráð við Vegagerðina vegna tengingar við lóð C.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
3. erindi, sendandi Norðurorka:
Sendandi gerir ekki athugasemd við auglýstar skipulagstillögur.
Sveitarstjórn samþykkir auglýsta aðalskipulagstillögu óbreytta skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir einnig auglýsta deiliskipulagstillögu skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulags vegna Helgafells.

     

8.

Markaðsstofa Norðurlands - 2002003

 

Fundur stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 15. júlí 2020 lögð fram til kynningar. Nýr kynningarvefur, upplifdu.is var formlega settur í loftið 15. júlí og er hér um gagnvirkt vefsvæði að ræða.

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon