Sveitarstjórn

53. fundur 08. september 2020

Fundargerð

53. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 8. september 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Þór Hreiðarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

 

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Húsbygging við Bakkatún - 2005005

 

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var sveitarstjóra falið að óska frekari gagna frá tveimur tilboðsgjöfum. Frekari gögn lögð fram til kynningar.

 

Sveitarstjórn ákveður að ganga til samninga við báða aðila með fyrirvara um fjármögnun. Skrifstofustjóra falið að kanna lánsframboð. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við verktaka.

     

2.

Bakkatún gatnagerð verkfundir - 2007005

 

Farið yfir stöðu framkvæmda

 

Framkvæmdafundir eru haldnir með verktökum, fulltrúum verkkaupa og umsjónaraðila framkvæmda á hálfs mánaðar fresti. Framkvæmdir hafa gengið eftir áætlun. Hlé hefur orðið á frakmvæmdum síðustu daga þar sem sprengja þarf klöpp vegna lagningar lagnaskurðs og gert er ráð fyrir að sprengt verði í lok vikunnar. Íbúar í næsta nágrenni hafa verið látnir vita af fyrirhuguðum sprengingum.

     

3.

Geldingsá Vegaslóði inn á frístundavæð"i í Heiðarbyggð í landi Geldingsár - 1912006

 

Teikningar af vegaslóða frá Gelkdingsá að Heiðarbyggð lagðar fram til kynningar.

 

Fyrir fundinum liggja uppdrættir af tengivegi milli Árholtsvegar og Heiðarbyggðar sem bárust 06.09.2020, en afgreiðsu erindisins var frestað á 41. fundi sveitarstjórnar 12. mars 2020. Á uppdráttunum koma fram veglína, langsnið vegar og kennisnið. Vegbreidd skv. kennisniði er alls 6,0 m en skv. samþykkt um viðmið um hönnun gatna í Svalbarðsstrandarhreppi skal vegbreidd tengivegar í frístundahverfi vera að lágmarki 7,0 m. Sveitarstjórn telur að aukin breidd vegar myndi stuðla að auknum umferðarhraða á veginum og með tilliti til þess að vegurinn verður nokkuð brattur telur sveitarstjórn að það myndi fremur skerða öryggi vegfarenda en auka það. Skv. langsniðum verður veghalli nokkuð umfram 10% viðmið í fyrrgreindri samþykkt á tveimur köflum á veginum en eins og hér háttar til telur sveitarstjórn það ásættanlegt. Í fyrrgreindum viðmiðum kemur fram að lágmars beygjuradíus skuli vera 25 m og kallar sveitarstjórn eftir því að uppdrættir verði uppfærðir þannig að sjá megi að veghönnunin uppfylli þessa kröfu. Sveitarstjórn telur að unnt sé að auglýsa aðalskipulagsbreytingu á grundvelli veghönnunar sem fram kemur á uppdráttunum, en fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skuli vera búið að ganga úr skugga um beygjuradíus í veglínu.
Sveitarstjórn samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 sbr. breytingaruppdrátt dags. 2020-06-25 sé auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingaruppdrátturinn gerir einnig grein fyrir breytingartillögu sem snýr að íbúðarlóðum og verslunar og þjónustusvæði í landi Geldingsár, en tillagan hefur verið uppfærð í kjölfar athugasemda sem bárust við auglýsingu tillögunnar haustið 2018.

     

4.

Umsókn fyrir Þórhall Forna í tónlistarskóla á Akureyri - 1808015

 

Óskað eftir staðfestingu á greiðslu námsgjalda vegna tónlistarnáms fyrir veturinn 2020/2021

 

Sveitarstjórn samþykkir greiðslu fram að áramótum 2020/2021. Sveitarstjórn óskar eftir tillögum frá Skólanefnd um viðmiðunarreglur varðandi stuðning við nemendur eldri en 18 ára.

     

5.

Rotþrær í Svalbarðsstrandarhreppi, hnitsetning - 2008005

 

Samningur við Loftmyndir, lagður fram. Samningurinn er vegna aðgangs að hugbúnaðinum Seyru þar sem skráð er staðsetning rotþróa og tæmingar á þeim.

 

Sveitarstjórn samþykkir samninginn og skráningu á rotþróm og tíðni tæminga. Upplýsingar um staðsetningu og tíðni tæminga verða íbúum og þjónustuaðilum aðgengilegar á síðu Loftmynda map.is.

     

8.

Aðalskipulagstillaga fyrir Geldingsá - 1809002

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Landeigandi sækir um heimild sveitarstjórnar til að skipta 5 landeignum út úr landi Geldingsár samkvæmt uppdrætti sem erindinu fylgir.

 

Sveitarstjórn vísar til bókunar á máli 1806015 á 19. fundi þann 2. apríl 2019 varðandi íbúðarlóðir í landi Geldingsár. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa þar að lútandi breytingartillögu á aðalskipulagi skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

     

9.

Jafnlaunavottun sveitarfélaga - 1909003

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Handbók jafnlaunakerfis lögð fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagða Handbók jafnlaunavottunar Svalbarðsstrandarhrepps.

     

10.

Fjallahjólabraut á Svalbarðseyri - 2009002

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Æskan óskar eftir aðstöðu til þess að byggja upp fjallahjólabraut

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við Æskuna um nánari útfærslu á staðsetningu og hugmyndir Æskunnar um fjármögnun.

     

11.

Landskipti í Sveinbjarnargerði 1 - 1710004

 

Tekið fyrir með afbrigðum.

Lögð fram ósk frá landeiganda um stækkun lóðar við Sveinbjarnargerði III.

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti stofnun landeignar samkvæmt erindi málshefjanda.

     

7.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 16 - 2008003F

 

Fundargerð umhverfis- og atvinnumálanefndar lögð fram til samþykktar

 

7.1

2008010 - MAST eftirlitsaðili frumframleiðslu

   
 

7.2

1910003 - Aðgangsstýring að gámasvæði

   
 

7.3

2008009 - Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun

   
 

7.4

1905011 - Áskorun til umhverfis- og atvinnumálanefndar

   
 

7.5

2002001 - Vinnuskóli 2020

   
 

7.6

1105018 - Ítrekuð brot gegn skilyrðum starfsleyfis

   
 

7.7

1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það

   
     

6.

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 248 - 2009001

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku, nr. 248 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Valtýr Þór Hreiðarsson

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon