Sveitarstjórn

54. fundur 21. september 2020 kl. 06:28 - 06:28

Fundargerð

54. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 21. september 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Árný Þóra Ágústsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

Gestir fundarins Elva Gunnlaugsdóttir og Baldvin Valdemarsson starfsmenn SSNE. Þau voru með í fjarfundabúnaði.

Dagskrá:

1.

Breyting á skipulagi Bakkatúns 16-20 - 2009003

 

Samþykkt var af sveitarstjórn með erindi í tölvupósti að fjölga lóðum við Bakkatún 16-20 og að á þessum 3 raðhúsa/parhúsa-lóðum verði þrjár parhúsalóðir og ein einbýlishúsalóð. Teikningar frá arkitekt með breyttu skipulagi lagðar fram.

 

Sveitarstjórn samþykkir að framkvæmd verði breyting á gildandi deiliskipulagi Valsárhverfis sbr. gögn sem fyrir fundinum liggja. Breytingin telst óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. sömu lagagreinar.

Sveitarstjórn ákveður að J.S. trésmíði fái að byggja á lóð nr. 20 og Sigurgeir Svavarsson fái að byggja á lóð nr. 18.

     

2.

Sóknaráætlun 2020-2024 - 1910019

 

Starfsmenn SSNE kynna helstu markmið Sóknaráætlunar og hvernig SSNE fylgir henni eftir

 

Elva Gunnlaugsdóttir og Baldvin Valdemarsson voru með í gegnum fjarfundbúnað og kynntu sóknaráætlun SSNE 2020-2024.

     

3.

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005

 

Hugmyndir bókasafnsnefndar um fyrirkomulag og framtíð bókasafnsins lagðar fram

 

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur bókasafnsnefnd að útfæra hugmyndirnar fyrir fjárhagsáætlunargerð.

     

4.

Ársþing SSNE 2020 - 2009006

 

Ársþing SSNE verður haldið 9. og 10. október í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit

 

Fulltrúar sveitarstjórnar verða Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti og Björgu Erlingsdóttir á ársþing SSNE 2020.

     

5.

Markaðsstofa Norðurlands - 2002003

 

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 8. september 2020 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

6.

SSNE - fundargerðir 2020 - 2003012

 

Fundargerð 12. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:20.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon

Árný Þóra Ágústsdóttir