Sveitarstjórn

55. fundur 06. október 2020

Fundargerð

55. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 6. október 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon, Árný Þóra Ágústsdóttir og Vigfús Björnsson.

 

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Sveitarstjórn - lausn frá störfum - 2009010

 

Valtýr Hreiðarsson óskar eftir lausn úr sveitarstjórn um tiltekinn tíma eða frá 01.10.2020-31.12.2020

 

Sveitarstjórn veitir Valtý Hreiðarssyni lausn úr sveitarstjórn fram að áramótum 2020/2021 og fyrsti varamaður, Árný Þóra Ágústsdóttir, tekur sæti sem fulltrúi í sveitarstjórn fram að áramótun 2020/2021.

Varamenn verða eftirfarandi á sama tímabili:
1. varamaður: Halldór Jóhannesson, Smáratúni 1
2. varamaður: Sigurður Halldórsson, Laugartúni 10
3. varamaður: Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, Heiðarból
4. varamaður: Sigurður Karl Jóhannsson, Sveinbjarnargerði 2a

     

2.

Kotabyggð 8 - 1906021

 

Óskað er eftir breytingu á skráningu lóðar við Kotabyggð 8

 

Valþór Brynjarsson sækir fyrir hönd lóðhafa Kotabyggðar 8 um að breyting verði gerð á skilgreiningu lóðarinnar í deiliskipulagi á þá leið að lóðin verði íbúðarlóð í stað þess að vera frístundalóð eins og nú er.
Með vísan til markmiðs um þróun Kotabyggðar úr frístundabyggð í íbúðarbyggð í kafla 4.4.2. greinargerðar gildandi aðalskipulags samþykkir sveitarstjórn að fram fari breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. sömu laga.

     

3.

Geldingsá Vegaslóði inn á frístundavæð"i í Heiðarbyggð í landi Geldingsár - 1912006

 

Deiliskipulag vegna vegtengingar

 

Fyrir fundinum liggja drög að breytingarblaði deiliskipulags Heiðarbyggðar þar sem vegtenging við Árholtsveg er færð inn á deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa deiliskipulagsbreytingu í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

4.

Svalbarðseyri Deiliskipulag ÍB 2 - 2009009

 

Deiliskipulag Laugartúns og Smáratúns, drög að skipulagslýsing, lögð fram til skoðunar

 

Árni Ólafsson frá Teiknistofu arkitekta fór yfir drög að deiliskipulagslýsingu fyrir Smáratún og Laugartún.

     

5.

Tjarnartún 4B - 1911005

 

Húsnæðið að Tjarnartúni 4B er auglýst til sölu. Eftirspurn er eftir leiguhúsnæði í hreppnum.

 

Íbúðin er á sölu og gert ráð fyrir að ef íbúðin er ekki seld innan mánaðar verður hún sett í leigu.

     

6.

Þjónustusamningur björgunarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps - 2001003

 

Drög að samningi við Björgunarsveitina Týr lögð fram

 

Sveitarsjórn samþykkir framlögð drög. Samningi vísað til björgunarsveitar til yfirferðar.

     

7.

Samstarf sveitarfélaga og umræður um sameiningu - 2010001

 

Sveitarstjórn fundaði með sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar þann 22. september. Lögð fram áætlun um næstu skref.

 

Sveitarstjórn áætlar að halda heimsóknum í nágrannasveitarfélög áfram. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skipulegja næstu skref.

     

8.

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun - 2008009

 

Launaáætlun 2021 lögð fram. Tillögur að gjaldskrárbreytingum lagðar fram.

 

Lagt fram til kynningar.

     

9.

Hafnarsamlag Norðurlands fundargerð nr. 253 - 2008008

 

Fundargerð 254 fundar stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

10.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002002

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 888. lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.