Sveitarstjórn

58. fundur 16. nóvember 2020

 

Fundargerð

58. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 16. nóvember 2020 kl. 15:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

 

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Umsókn um lækkun fasteignagjalda vegna lokunar starfsemi hálft árið - 2010015

 

Málinu var frestað á 57. fundi sveitarstjórnar

 

Stefán Tryggvason sat fundinn undir þessum lið og dregur málið til baka.

 
 

Gestir

 

Stefán Tryggvason - 00:00

     

3.

Bakkatún 21 - 2009004

 

Lóðarhafar óska eftir stækkun lóðar nr. 21 á Bakkatúni og að í skipulagi verði tilgreindur sérstakur bílskúrsréttur

 

Fyrir sveitarstjórn liggja fyrir beiðnir um stækkun lóðar nr. 21 á Bakkatúni og að á lóðinni verði tilgreindur sérstakur bílskúrsréttur.

Sveitarstjórn hafnar ósk um stækkun lóðar nr. 21 á Bakkatúni með vísan í núverandi skipulag. Sveitarstjórn bendir lóðarhöfum á að byggingarreitur rúmar 150 fm byggingu auk frístandandi bílskúrs. Jafnframt er lóðarhöfum bent á að gert er ráð fyrir tveggja hæða byggingu við Bakkatún 21 samkvæmt skiplagi.

     

4.

Geldingsá Vegaslóði inn á frístundavæð"i í Heiðarbyggð í landi Geldingsár - 1912006

 

Farið yfir umsagnir sem bárust eftir auglýsingu á breytingu deiliskipulags við Geldingsá vegna vegtengingar við Heiðarbyggð

 

Athugasemdafrestur vegna auglýsingar skipulagstillögu vegna breytinga á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 rann út 9. nóvember sl. og bárust alls fjögur erindi á auglýsingartímabilinu. Sveitarstjórn fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.
1. erindi, sendandi Minjastofnun
Athugasemd a) Sendandi bendir á að skv. eldri skráningu séu minjar innan skipulagssvæðisins sem um ræðir og stofnunin muni meta hvaða aðgerða sé þörf vegna þeirra þegar deiliskipulagstillaga er send til umsagnar.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd b) Sendandi minnir á 2. mgr. 24. gr. laga þar sem segir að ef áður ókunnar minjar finnast við framkvæmdir skuli stöðva framkvæmd án tafar og gera Minjastofnun viðvart.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

2.erindi, sendandi Vegagerðin
Athugasemd a) Sendandi telur að út frá öryggissjónarmiðum séu krossvegamót líkt og myndist með nýrri tengingu að sumarhúsabyggð skv. tillögu slæmur kostur. Æskilegra sé að vegamótin myndi tvenn T-vegamót.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn felur framkvæmdaraðila að leggja til framkvæmdar breytta útfærslu að veghönnun sem gerir ráð fyrir tvennum T-gatnamótum í stað krossgatnamóta vegan athugasemda Vegagerðarinnar.

Athugasemd b) Sendandi vísar til umsagnar sinnar dags. 2018-10-30 um áður auglýsta skipulagstillögu þar sem bent er á að samkvæmt veghönnunarreglum skuli vera 100 metrar milli vegtenginga við Árholtsveg vegnr. 8507, en tengingar Meyjarhóls, Árholts og sumarhúss í landi Geldingsár (Ljósheima) liggja nokkuð þéttar en svo. Sendandi tekur fram að hafa þurfi samráð við sig um staðsetningu og hönnun tenginga inn á skipulagsreiti.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Í ljósi aðstæðna telur sveitarstjórn að ætla megi að aksturshraði eftir Árholtsvegi sé að jafnaði ekki meiri en 40-50 km/kls. Með vísan til töflu 4-1-1 í veghönnunarreglum Vegagerðarinnar útg. 01.08.2010 telur sveitarstjórn því eðlilegra að miða við að fjarlægð milli vegtenginga við Árholtsveg sé 50 m. Sveitarstjórn telur athugasemd sendanda ekki kalla á breytingu á auglýstri skipulagstillögu.

Athugasemd c) Sendandi bendir á d. lið greinar 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

Athugasemd d) Sendandi bendir á að uppbyggingaráform í landi Geldingsár sem fram koma í skipulagstillögu geti leitt til aukinnar umferðar um Árholtsveg, en núverandi tenging Árholtsvegar og Grenivíkurvegar sé undir hvössu horni og í miklum langhalla.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn vísar til afgreiðslu sinnar á áður auglýstri skipulagstillögu á fundi 2019-04-02 en í fundargerð kemur m.a. bæta skuli úr vanköntum á vegamótum Grenivíkurvegar og Árholtsvegar á fullnægjandi hátt. Sveitarstjórn ítrekar þessa afstöðu og skulu úrbætur á vegamótunum fara fram samhliða lagningu nýrrar vegtengingar í Heiðarbyggð.
3.erindi, sendandi Rarik
Athugasemd: Sendandi bendir á að innan skipulagssvæðisins sé heimtaug sem lendir mögulega innan þeirra lóða sem verið er að skipuleggja. Sendandi gerir kröfu um að sá aðili sem óskar eftir breytingu á lögnum standi straum af kostnaði við færslu þeirra.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
4. erindi, sendandi Norðurorka
Athugasemd a) Sendandi bendir á að íbúðarsvæði ÍB23 og ÍB24 liggi ofan á stofnæð hitaveitu, svæði V9 liggi ofan á heimæð hitaveitu að Geldingsá og að stofn- og heimlagnir vatnsveitu ásamt miðlunartönkum séu innan svæða ÍB23 og ÍB24. Sendandi áréttar að kostnaður vegna færslu lagna vegna úthlutnar nýrra lóða til húsbygginga falli á þann sem breytingarinnar óskar.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

Sveitarstjórn samþykkir að breyta skuli auglýstri skipulagstillögu líkt og fram kemur í afgreiðslu á athugasemdum 2a og 2d. Ennfremur ítrekar sveitarstjórn að áður en deiliskipulag vegna íbúðarsvæða ÍB23, ÍB24, ÍB25 eða verslunar- og þjónustusvæðis V6 sé samþykkt skuli gerðar úrbætur á heimreið að Geldingsá þannig að ásættanleg fjarlægð sé frá vegi að íbúðarhúsinu Árholti, líkt og fram kemur í afgreiðslu sveitarstjórnar á áður auglýstri skipulagstillögu þann 2019-04-02.
Sveitarstjórn samþykkir svo breytta skipulagstillögu skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsins.

Heiðarbyggð grenndarkynning vegtengingar, mál 1912006

Tillögu að breytingu á deiliskipulagi Heiðarbyggðar vegna nýrrar aðkomuleiðar að hverfinu var vísað í grenndarkynningu á 55. fundi sveitarstjórnar 2020-10-06. Grenndarkynningartímabili skipulagstillögunnar lauk 2020-11-13 og bárust engar athugasemdir vegna málsins.
Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagi Heiðarbyggðar skuli breytt þannig að grein sé gerð fyrir að komu að hverfinu eftir nýjum aðkomuvegi úr vestri. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að láta fullvinna breytingarblað vegna breytingarinnar og fullnusta gildistöku skipulagsins.

     

5.

Stöðuleyfi Heiðarbyggð 13 - 2011006

 

Umsókn um tímabundið stöðuleyfi vegna gáms við Heiðarbyggð 13

 

Sveitarstjórn samþykkir stöðuleyfi til 30. júní 2021.

     

6.

Áfallateymi - 2011001

 

Lagt fram til kyningar. Áfallateymi hefur verið stofnað. Upplýsingar um teymið er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Lagt fram til kynningar. Upplýsingar verða gerðar aðgengilegar á netinu.

     

7.

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun - 2008009

 

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða

 

Fjárhagsáætlun 2021, fyrri umræða fjárhagsáætlunar.

Drög að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 lögð fram til fyrri umræðu.
Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 vísað til seinni umræðu.

     

2.

Landskipti - Þórisstaðir og Leifshús - 2011004

 

Landeigendur óska eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda á að áformuð landskipti samrýmist gildandi skipulagsáætlun. Landeigendur óska jafnframt eftir umsögn sveitarstjórnar á áformuðum landskiptum.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin.

     

8.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 250 og nr. 251 - 2011003

 

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 250 og nr. 251 lagðar fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

9.

Ársþing SSNE 2020 - 2009006

 

Fundargerð frá ársþingi SSNE sem halið var rafrænt í október

 

Lagt fram til kynningar.

     

10.

Hafnasamlag Norðurlands fundargerð nr. 256 - 2011005

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, nr. 256 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon