Sveitarstjórn

59. fundur 30. nóvember 2020 kl. 15:00 - 17:15 Fjarfundur

Fundargerð

  1. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 29. nóvember 2020 kl. 15:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson , Anna Karen Úlfarsdóttir , Guðfinna Steingrímsdóttir , Ólafur Rúnar Ólafsson , Björg Erlingsdóttir , Fannar Freyr Magnússon og Árný Þóra Ágústsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

AUTO ehf. Hreinsun svæðis - 2007002

 

Farið yfir stöðu mála

 

Beðið er dómsúrskurðar og þegar hann liggur fyrir verður hafist handa við hreinsun.

     

2.

Bakkatún 18 - 2009007

 

Farið yfir stöðu mála

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagðar teikningar. Sveitarstjóra og varaoddvita falið að vinna skilalýsingu og samning í samstarfi við verktaka og leggja fyrir sveitarstjórn.

     

3.

Bakkatún 20 - 2009008

 

Farið yfir stöðu mála

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagðar teikningar. Sveitarstjóra og varaoddvita falið að vinna skilalýsingu og samning í samstarfi við verktaka og leggja fyrir sveitarstjórn.

     

5.

Stytting vinnuvikunnar - 2011012

 

Samkvæmt nýlegum kjarasamningum er heimilt að
stytta vinnuvikuna í allt að 36 stundir á viku með umbótum í starfsemi og breytingu á fyrirkomulagi neysluhléa.

 

Málinu frestað til næsta fundar

     

6.

Áramótabrenna 2020 - 2011008

 

Björgunarsveitin Týr óskar eftir leyfi til flugeldasölu og áramótabrennu.

 

Umsókn Björgunarsveitar samþykkt og leyfi veitt.

     

7.

Aukaþing SSNE 11. desember 2020 - 2011007

 

Boðað hefur verið til aukaþings SSNE 11. desember 2020 sbr. 9. gr. samþykkta SSNE og ákvörðun á ársþingi í október.

 

Anna Karen verður fulltrúi sveitarfélagsins ásamt sveitarstjóra

     

8.

Stofnun ungmennaráða í sveitarfélögum - 1407132

 

Sveitarstjórn tilnefnir tvo fulltrúa í ungmennaráð

 

Sveitarstjórn tilnefnir Halldóru Dögg Sigurðardóttur sem fulltrúa í ungmennaráð Svalbarðsstrandarhrepps til haustsins 2021 og Fannar Jóhannesson sem fulltrúa í ungmennaráð Svalbarðsstrandarhrepps til haustsins 2022.

     

9.

Fundadagatal nefnda Svalbarðsstrandarhrepps - 1911017

 

Fundardagatal 2020-2021 lagt fram til kynningar

     

10.

Umhverfismál - tillaga um starsmann umhverfismála - 2011009

 

Sameiginlegur starfsmaður fjögurra sveitarfélaga í umhverfismálum.

 

Sveitarstjórn fagnar góðum hugmyndum en í ljósi aðstæðna er ekki grundvöllur að fara í viðræður við önnur sveitarfélög um stofnun slíks embættis.
Sveitarstjórn hafnar því erindinu.

     

11.

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005

 

Bókasafn og starfsemi þess næst mánuði

 

Málinu er frestað fram á næsta fund.

     

4.

Reykjavíkurflugvöllur - 2011013

 

Mál til umsagnar, þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll

 

Umsögn sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps vegna tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39.mál. Samþykkt rafrænt af sveitarstjórn 28.11.2020
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps bendir á að stjórnvöld hafi þegar markað þá opinberu stefnu í heilbrigðismálum að hér á landi verði aðeins byggt upp og rekið eitt hátæknisjúkrahús og það við Hringbraut í Reykjavík. Gott og öruggt aðgengi að höfuðborginni og þeirri þjónustu sem þar er, hvort sem um ræðir stjórnsýslu eða heilbrigðiskerfi, skiptir alla landsmenn máli. Því er eðlilegt að landsmenn fái allir að hafa skoðun á framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki í sjúkra- og neyðarflugi sem helsta tenging landsbyggðarinnar utan Suðvesturhornsins, við Landspítalann við Hringbraut. Staðsetning flugvallar gegnir því lykilhlutverki í að sú uppbygging sem stjórnvöld hafa markað nái fram að ganga. Staðsetning flugvallar tengist þannig brýnum öryggishagsmunum almennings og stjórnvalda að tryggja aðgang og aðgengi almennings að þjónustunni.
Greiðar samgöngur að hátæknisjúkrahúsi snúa að almannahagsmunum og mikilvægt að framtíð flugvallarins í Vatnsmýri sé tryggð og almenningi ekki boðið uppá þá óvissu sem er í dag um framtíðar staðsetningu flugvallar sem tengir íbúa landsbyggðarinnar við eina mikilvægustu starfsstöð heilbrigðiskerfisins.
Ráðamenn Reykjavíkur eru jafnframt hvattir til að tryggja það að borgin gegni sínu mikilvæga höfuðborgarhlutverki með reisn og virðingu. Ekki gengur að þrengja frekar að starfsemi flugvallarins fyrr en annar jafngóður eða betri kostur getur tekið við af honum. Fyrir íbúa þessa lands sem búa utan höfuðborgarsvæðisins getur nálægð flugvallar við háskólasjúkrahúsið skilið milli lífs og dauða.

     

15.

Félagsmálanefnd - 18 - 2011002F

 

Fundargerð félagsmálanefndar lögð fram til samþykktar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu félagsmálanefndar.

 

15.1

1407285 - Sala/Leiga á íbúðum við Laugartún

   
 

15.2

1611017 - Jólaaðstoð - styrktarbeiðnifrá góðgerðarsamtökum við Eyjafjörð

   
 

15.3

2003009 - COVID-19

   
 

15.4

2010014 - Trúnaðarmál

   
     

12.

SSNE - fundargerðir 2020 - 2003012

 

Fundargerð 17. og 18. fundar stjórnar SSNE lagðar fram til kynningar

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

     

13.

2020 Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa - 2011010

 

Fundargerðir skipulag- og byggingrfulltrúa Eyjafjarðar nr. 13 lögð fram til kynningar

 

Mál sem varða Svalbarðsstrandarhrepp og voru bókuð á fundi SBE eru:

Leifshús - breytt skráning húsnæðis 2020 - 2011004
Stefán Tryggvason kt. 150457-3359 og Inga Margrét Árnadóttir kt. 290958-5639, Þórisstöðum 606 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna breyttrar skráningar húsnæðis, þar sem hluti hótels í Leifshúsum ásamt geymslu í kjallara verði skráð sem íbúð. Rýmin sem breytingin tekur til eru auðkennd 0101 á uppdráttum frá Haraldi Árnasyni sem erindinu fylgja dags. 2020-11-19. Eftir breytinguna verða 4 gistiherbergi í húsnæðin áfram skráð sem hótel (rými 0102 og 0103).
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Þórisstaðir - breytt skráning kjallara 2020 - 2011003
Stefán Tryggvason kt. 150457-3359 og Inga Margrét Árnadóttir kt. 290958-5639, Þórisstöðum 606 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna breyttrar skráningar hluta kjallara Hótel Natur á Þórisstöðum, sem framvegis verði skráður sem geymsla fyrir íbúðarhús. Rýmin sem um ræðir eru merkt sem geymslur á uppdráttum frá Haraldi Árnasyni dags. 2020-11-18 og er stærð þeirra alls 133,5 fm.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Kotabyggð 8 breytt skráning 2020 - 2010004
Óðinn Svan Geirsson kt. 101160-5999, Króksstöðum lóð 605 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna breyttrar skráningar frístundahúss á lóðinni Kotabyggð 8 í Svalbarðsstrandarhreppi, sem framvegis verði skráð sem íbúðarhús. Erindinu fylgir uppdráttur frá Valþóri Brynjarssyni hjá Kollgátu dags. 2020-10-20.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

     

14.

Fundargerðir Minjasafnsins á Akureyri nr. 16 og nr. 17 - 2011014

 

Fundargerðir Minjasafns nr. 16 og nr. 17 lagðar fram til kynningar

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon

Árný Þóra Ágústsdóttir