Sveitarstjórn

60. fundur 14. desember 2020 kl. 15:00 - 17:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jónmundur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007

 

Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Svalbarðsstrandarhreppur lögð fram til samþykktar, fyrri umræða.

 

Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps samþykktar og vísað til annarrar umræðu.

     

2.

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun - 2008009

 

Seinni umræða fjárhagsáætlunar 2021-2024

 

Seinni umræða fjárhagsáætlunar Svalbarðsstrandarhrepps 2021-2024.
Sveitarstjórn tekur fjárhagsáætlun fyrir árin 2021 og 2022-24 til seinni umræðu.

Útsvarshlutfall fyrir árið 2021 verði óbreytt 14,52%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,400 % (hækkar úr 0,385 %)
Fasteignaskattur, B stofn 1,320 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,200 % (óbreytt)
Fráveitugjald 0,190 % (óbreytt)
Lóðarleiga 1,500 % ( óbreytt )

Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Sorpgjald hækkar um 5 %.

Gripagjald hækkar um 5 % (einn gjaldastofn hækkar í samræmi við kostnað, aðrir hækka um 5%)

Rótþróargjald er óbreytt en gefinn verður 50 % afsláttur af gjaldinu árið 2021.

Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega haldast óbreyttar á milli ára.

Gjaldskrár skóla hækka um 5 % en jafnframt hefur systkinaafsláttur verið hækkaður.

Fjárfestingar og viðhaldsáætlun fyrir árið 2021 ákveðin af sveitarstjórn 264 milljónir. 240 milljónir fara í nýbyggingar og 24 milljónir til viðhalds.

Niðurstöðuliðir úr fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2021 í þús. kr.

Tekjur 459.963
Gjöld án fjármagnsliða 484.652
Fjármunatekjur og gjöd (3.972)
Rekstrarniðurstaða (28.661)
Veltufé frá rekstri 6.995
Afborganir lána 2.870
Hækkun á handbæru fé 10.581

Stærstu einstöku framkvæmdir á árinu 2021.

Tvö parhús reist í Bakkatúni
Nýr kastali á leikskólalóðinni
Framkvæmdir hafnar á loftræstingu í Valsárskóla
Undirbúningsvinna við hjólreiða- og göngustíg

Gert er ráð fyrir að lán verði tekið upp á 170 milljónir. Þrátt fyrir slíkt lán er skuldaviðmið Svalbarðsstrandarhrepps skv. reglugerð 502/2012 49,6 % (má vera 150 %) og ráðgert að það verði komið niður í 34,4 % í lok árs 2024.

Gert er ráð fyrir fjárfestingum upp á 60 milljónir á árunum 2022-2024.

Á þessum tímum er mikil áskorun að gera fjárhagsáætlun til lengri tíma þar sem óvissa er mikil. Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps ber þess merki að verið er að bregðast við því ástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að halda óskertri þjónustu við íbúa í stað þess að fara í niðurskurð og uppsagnir. Áhersla er lögð á að standa vörð um grunnþjónustu á þessum samdráttartímum og að þjónusta við barnafjölskyldur skerðist ekki. Hækkunum verður haldið í lágmarki. Skorið verður niður í viðhaldsverkefnum eftir að mikil áhersla var á viðhaldsverkefni árið 2020 og farið verður í fjárfestingarverkefni og framkvæmdir þannig að efla megi atvinnulíf á svæðinu. Tvö ný parhús verða byggð við Bakkatún og verða þau fjármögnuðum með sölu eigna og lántöku.

Líkt og önnur sveitarfélög í landinu finnur Svalbarðsstandarhreppur fyrir þeim samdrætti sem nú gengur yfir þar sem tekjur hafa dregist saman auk þess sem útgjöld hafa vaxið m.a. vegna kostnaðar vegna COVID-19 og kjarasamninga sem gerðir voru árið 2020.

Sveitarfélagið stendur vel og skuldastaða mjög lág (innan við 5%). Markmið sveitarstjórnar er að ekki sé tekið lán fyrir rekstri, aðhalds sé gætt og verkefnum forgangsraðað næstu misserin á meðan óvissutímar sem fylgja COVID-19 ganga yfir.

     

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir næsta lið (máli 2012007)

3.

Heiðarholt og Heiðarból - 2012007

 

Eigendur lóðar nr. 211212 í landi Heiðarholts óska eftir leyfi sveitarstjórnar til stækkunar á lóðinni.

 

Sveitarstjórn samþykkir stækkun lóðar nr. 211212 í landi Heiðarholts.

     

4.

Hjólreiða og göngustígur - 1609009

 

Hjólreiða- og göngustígur fyrsti áfangi

 

Sveitarstjórn ákveður að stofna vinnuhóp og óskar eftir að Norðurorka og Vegagerðin tilnefni fulltrúa í vinnuhópinn sem hafi það með höndum að fara í frumkönnun og finna leið fyrir hjóla- og gögnustíg frá Vaðlaheiðargöngum að fyrirhuguðum baðstað í Ytri-Varðgjá.

   

 

6.

Stytting vinnuvikunnar - 2011012

 

Samkvæmt nýlegum kjarasamningum er heimilt að stytta vinnuvikuna í allt að 36 stundir á viku með umbótum í starfsemi og breytingu á fyrirkomulagi neysluhléa.

 

Farið yfir tillögu starfsmanna á Álfaborg um styttingu vinnuvikunnar. Starfsmenn leggja til að starfsmenn Álfaborgar afsali sér kaffi- og matarhléi, safni sér 4 tímum í styttingu vinnuviku og geti safnað saman dögum og tekið heilan dag aðra hvora viku. Verkefnið er til reynslu í 3 mánuði frá áramótum og endurmetið að þeim loknum.

     

7.

Starfsmannamál haust 2020 Valsárskóli og Álfaborg - 2004014

 

Farið yfir starfsmannamál í Álfaborg

 

Margrét Jensína leikskólastjóri fór yfir starfsmannamál í leikskólanum Álfaborg í kjölfar styttingu vinnuvikunnar. Hanna Sigurjónsdóttir mun verða deildarstjóri á Lundi eftir áramót og leysa af Þórdísi Evu Þórólfsdóttur sem mun taka stöðu sérkennslustjóra innan leikskólans.

 
 

Gestir

 

Margrét Jensína Þorvaldssdóttir - 15:20

     

8.

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005

 

Bókasafn og starfsemi þess næstu mánuði

 

Sveitarstjórn samþykkir að starfshlutfall í bókasafni verði 20 % frá 1. janúar - 30.apríl sem tilraunarverkefni.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Ingu Árnadóttir bókasafnsræðing.

     

10.

Strandverðir Íslands - Veraldarvinir - 2012010

 

Strandverðir Íslands - kveðja frá Veraldarvinum

 

Lagt fram til kynningar

Sveitarstjórn fagnar erindi Veraldarvina og veit af þeim þegar verður farið í frekari vinnu við hreinsun strandlengjunnar. Svalbarðsstrandarhreppur býr að vönduðum flokki verndara fjörunnar sem samanstendur af leikskóla- og grunnskólabörnum sveitarfélagsins.

     

11.

Fiskeldi við Eyjafjörð - 2004011

 

Fundur með ráðherra sjávarútvegsmála og sveitarstjórnarfólki við Eyjafjörð var haldinn 10.12.2020

 

Lagt fram til kynningar

     

12.

Þjóðgarður á hálendinu - 2012002

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir sveitarstjórn til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369.mál. Umsögn á að berast eigi síðar en 1. febrúr 2021. Málinu er frestað og sveitarstjóra og oddvita falið að vinna tillögu að bókun.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps leggur áherslu á að tryggt sé að ekki sé gengið á skipulagsvald sveitarfélaga. Stofnun þjóðgarðs og framkvæmd verður að vera afrakstur samstarfs sveitarfélaga og ríkis en ekki lögþvinuð aðgerð.

     

13.

COVID-19 - 2003009

 

Undirbúningur bólusetningar er hafinn og sveitarfélagið leggur fram húsnæði vegna bólusetningar íbúa Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Sveitarstjórn samþykkir að bólusetning íbúa Svalbarðsstrandarhrepps muni fara fram í Valsárskóla þegar að bólusetningu kemur.

     

14.

Ráðhús - húsnæði Kjarnafæðis - 2012011

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna

 

Málið er tekið fyrir með afbrigðum.

Sveitarstjórn samþykkir undanþágu frá ákvæði um bann við íbúðum á athafnasvæði og veitir Miðpunkti ehf. leyfi fyrir starfsmannabústöðum í húsnæðinu.
Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta heiti hússins (sem gengur undir nafninu Ráðhúsið) og fái húsið götunúmer.

     

15.

Sameining sveitarfélaga - 2011002

 

Umsókn í Jöfnunarsjóð vegna valkostagreiningar

 

Svalbarðsstrandarhreppur fékk stuðning frá Jöfnunarsjóði til að fara í valkostagreiningu og mun starfa áfram með RR ráðgjöf.

     

5.

Ytri-Varðgjá Baðstaður - 2012005

 

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 26. nóvember sl. að vísa skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir baðstað og tilheyrandi breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 í lögformlegt kynningarferli. Skipulagsverkefnið tekur til áforma um uppbyggingu baðstaðar í Vaðlareit í landi Ytri-Varðgjár á svæði sem í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins er skilgreint sem opið svæði og sem skógræktar- og landgræðslusvæði.
Lýsingin er send umsagnaraðilum til yfirferðar skv. 40. og 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps gerir ekki athugasemd við deiliskipulagsbreytingar Ytri-Varðgjár og tilheyrandi breytingum á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandrhrepps fagnar ferðaþjónustutengdri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í landi Ytri-Varðgjár. Svalbarðsstrandarhreppur vinnur nú þegar að legu göngu- og hjólastígs og hefur átt samtal við framkvæmdaraðila um samstarf við uppbyggingu stígsins.

     

9.

Umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn og framhaldsskólum, 113. mál - 2012009

 

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um félgráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fagnar áherslu á aukna aðkomu félagsráðgjafa og styrkingu stoðþjónustu fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra, sem finna má í þingsályktunartillögunni. Um leið vill sveitarstjórn benda á að félagslegur vandi barna hefst oft í leikskóla og mikilvægt að efling og styrking stoðþjónustu hefjist þegar í leikskóla og samfella myndist í þjónustunni alla skólagönguna.

Tryggja þarf fjármögnun og samstarf þeirra aðila sem koma að málefnum barna og fjölskyldna, hvort sem unnið er að velferð barns innan skólakerfis, í heilbrigðiskerfinu eða í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga. Hópur nemenda sem er í viðkvæmri stöðu virðist fara stækkandi og mikilvægt að efla þverfaglega stoðþjónustu á öllum skólastigum.

Íslenskir grunnskólar starfa eftir stefnu um “skóla án aðgreiningar“ og því er jákvætt að efla þverfaglega stoðþjónustu í leik- og grunnskólum með það að markmiði að mæta ólíkum þörfum barna og fjölskyldna, brúa bil sem getur myndast milli ólíkra skólastiga og annarrar þjónustu/úrræða og tryggja þannig markvissara starf á skólagöngu nemenda. Mikilvægt er að mismunun verði ekki vegna búsetu, uppruna, kyns, kynhneigðar, stéttar, trúarbragða, heilsufars, fötlunar, fjárhagsstöðu eða stöðu að öðru leyti og aukin nálægð félagsráðgjafa við börn og fjölskyldur þeirra af hinu góða.

     

16.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 252 - 2012006

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 252

 

Lagt fram til kynnigar.

     

17.

2020 Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa - 2011010

 

Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar nr. 11 og 12 lagðar fram til kynningar

 

Hefur áður verið tekið fyrir.

     

18.

Hafnarsamlag Norðurlands fundargerð nr. 257 - 2012008

 

Fundargerð Hafnarsamlags Norðurlands nr. 257 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

19.

SSNE - fundargerðir 2020 - 2003012

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 19 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn tekur undir bókun SSNE í 4. máli. Nýsköpun á landsbyggðunum við niðurlagningu NmÍ. Bókun SSNE má lesa hér fyrir neðan.

Rætt hvernig málum nýsköpunar á landsbyggðunum verður háttað þegar NmÍ verður lögð niður og einnig hvernig farið verður með fjármagn til nýsköpunar á landsbyggðunum.„Stjórn SSNE telur óásættanlegt að leggja fram jafn loðið og óljóst frumvarplíkt og raun ber vitni. Gríðarlegir hagsmunir eru undir í því að skapa öflugt stuðningskerfi við nýsköpun á landsbyggðunum. Stjórn skorar því eindregið á ráðherra að setja fram skýr mælanleg markmið, árangursmælikvarða, ábyrgðaraðila og fjármögnun. Auk þess er nauðsynlegt að útfæra með hvaða hætti ná skal því markmiði á landsbyggðunum að efla nýsköpun með sveigjanlegu stuðningskerfi, sterkum tengslum við háskólasamfélag, atvinnulífog hagaðila. Þá telur stjórn eðlilegt að í stjórn Tækniseturs í Vatnsmýrinni sé einn stjórnarmaður búsettur utan höfuðborgarsvæðisins, auk þess sem unnið verði að
útfærslu á því með hvaða hætti jafna eigi möguleika fyrirtækja og einstaklinga á landsbyggðunum til þess að nýta aðstöðu og sérhæfðan tækjabúnað í Vatnsmýrinni.“

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.