Sveitarstjórn

61. fundur 11. janúar 2021 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Halldór Jóhannesson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Fundur hefur verið haldinn í stýrihóp, farið yfir næstu verkefni. Óskað er eftir viðauka vegna kostagreiningar göngu- og hjólreiðastíga austan megin þjóðvegar, frá hreppsmörkum í suðri að Svalbarðseyri.

 

Sveitarstjórn samþykkir að láta kostnaðargreina göngu- og hjólreiðarstíg en telur að fjárhæðin rúmist innan fjárhagsáætlunar.

     

2.

Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007

 

Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Svalbarðsstrandarhreppur lögð fram til samþykktar, seinni umræða

 

Seinni umræða um samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps.
Sveitarstjórn samþykkir. Samþykktir verða sendar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti til samþykktar og birtar í Stjórnartíðindum.

     

3.

Fjölmiðlaskýrsla Svalbarðsstrandarhreppur - 2001001

 

Skýrsla frá Fjölmiðlavaktinni um sýnileika Svalbarðsstrandarhrepps í fjölmiðlum lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Sýnileiki Svalbarðsstrandarhrepps í fjölmiðlum jókst milli ára.

     

4.

Byggingar á Eyrinni á Svalbarðseyri og húsanúmer - 2012013

 

Farið yfir deiliskipulag Svalbarðseyrar og númerum raðað á lóðir. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi númeraröð.

     

5.

Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna COVID-19 - 2012012

 

Bréf Velferðarvaktarinnar, dags 7. desember 2020 lagt fram til kynningar. Velferðarvaktin sendi stjórnvöldum, ríki og sveitarfélögum tillögur að mótvægisaðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.

 

Lagt fram til kynningar.
Svalbarðstrandarhreppur er barnvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á jafnt aðgengi barna og unglinga að íþróttum, ókeypis skólamáltíðum og frístund. Svalbarðstrandarhreppur hefur starfað eftir þeim áherslum sem koma fram í bréfinu fyrir Covid-19 og mun halda áfram hvort sem heimsfaraldur herjar á heiminn eða ekki.

     

6.

Stafræn þróun sveitarfélaga - 2012014

 

Kynntar tillögur að stofnun miðlægs tækniteymis sveitarfélaga vegna stafrænnar þróunar. Kostnaðarþátttaka sveitarfélaga vegna Starfræns teymis hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga lögð fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í stofnun miðlægs tækniteymis sveitarfélaga vegna stafrænnar þróunar.

     

9.

Sveitarstjórn - lausn frá störfum - 2009010

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Erindi frá Valtý Hreiðarsyni dags 08.01.2021, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps frá og með fundi sveitarstjórnar 11. janúar 2021 og út kjörtímabilið. Áður hafði Valtýr óskað eftir tímabundnu leyfi frá 01.10.2020 og fram að áramótum 2020/2021.

 

Sveitarstjórn samþykkir að taka málið fyrir með afbriðum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Valtý Hreiðarsyni lausn frá störfum út kjörtímabilið. Eftirfarandi er bókun sveitarstjórnar:

Valtýr Hreiðarsson víkur nú sæti í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps að eigin ósk. Valtýr tók fyrst sæti í sveitarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2014. Hann var oddviti sveitarstjórnar kjörtímabilið 2014-2018. Þá hefur Valtýr sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Svalbarðsstrandarhrepp.

Sveitarstjórn, sveitarstjóri og starfsmenn Svalbarðsstrandarhrepps færir Valtý bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og framlag hans til samfélagsins í sveitarstjórn.

Aðalmenn í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps eru eftir þessar breytingar:

Gestur J. Jensson, oddviti
Anna Karen Úlfarsdóttir, varaoddviti
Ólafur Rúnar Ólafsson
Guðfinna Steingrímsdóttir
Árný Þóra Ágústsdóttir

Varamenn í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps eru eftir þessar breytingar:
Halldór Jóhannesson
Sigurður Halldórsson
Elísabet Inga Ásgrímsdóttir
Sigurður Karl Jóhannsson

Fimmti varamaður verður tilnefndur á næsta fundi sveitarstjórnar.

     

7.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 253 og 254 - 2101001

 

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 253 og 254 lagðar fram til kynningar

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

     

8.

Fundargerð Minjasafnsins á Akureyri nr. 18 og fjárhagsáætlun 2021 - 2101003

 

Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Akureyri nr. 18, lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.