Sveitarstjórn

62. fundur 25. janúar 2021 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Björg Erlingsdóttir
  • Vigfús Björnsson
Fundargerð ritaði: Gestur J. Jensson Oddviti

Dagskrá:

1.

Sveitarstjórn - lausn frá störfum - 2009010

 

Tilnefningu 5. varamanns var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar nr. 61.

 

Kjörstjórn telur ekki atkvæði 6. varamanns. Leitað var til Sambands íslenskra sveitafélaga og samkvæmt áliti þeirra þarf ekki að tilnefna 5. varamann við þessar breytingar þar eð kjörstjórn skilar ekki upplýsingum um röðun atkvæða eftir 5. varamann. Sveitarstjórn starfar því út kjörtímabilið með 4 varamenn sem eru:
Halldór Jóhannesson
Sigurður Halldórsson
Elísabet Inga Ásgrímsdóttir
Sigurður Karl Jóhannsson

     

3.

Geldingsá Vegaslóði inn á frístundavæð"i í Heiðarbyggð í landi Geldingsár - 1912006

 

Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi tillögur um leiðir til lausnar gatnamóta á fyrirhuguðum vegi

 

Sveitarstjórn áréttar að hafa verður samráð við eigendur Meyjarhóls áður en breytingar eru gerðar á veginum þangað. Sveitarstjórn telur sig ekki vera beinan aðila að því máli heldur beri landeigendum að semja sín á milli.

     

4.

Samráð minni sveitarfélaga - 2003006

 

Fulltrúar minni sveítarfélaga hittust á fundi 21.01.2021. Fundargerð lögð fram til kynningar

 

Fundargerð frá fundi minni sveitarfélaga lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn lýsir ánægju með þessa vinnu og samtals sem er að eiga sér stað. Svalbarðsstrandarhreppur lýsir sig reiðubúinn til þátttöku í þeirri vinnu sem framundan er um leið og sveitarstjórn lýsir vonbrigðum með þögn frá stjórn og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að athugasemdum minni sveitarfélaga við lögþvingun til sameiningar sveitarfélaga með íbúa undir 1.000 íbúa. Hlutverk sambandsins er að vera málsvari allra sveitarfélag óháð stærð eða staðsetningu á landinu.

     

5.

Húsbygging við Bakkatún - 2005005

 

Skrifað hefur verið undir samninga við JS Trésmíði ehf og Sigurgeir Svavarsson ehf.

 

Skrifað hefur verið undir samninga við verktaka, JS Trésmiði ehf og Sigurgeir Svavarsson ehf. Framkvæmdatími er áætlaður 18 mánuðir. Teikningar verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins innan skamms og verð fasteigna.

     

6.

Svalbarðseyri Deiliskipulag ÍB 2 - 2009009

 

Umsagnir vegna deiliskipulags á Svalbarðseyri, Laugartún og Smáratún lagðar fram

 

Sveitarstjórn felur skipulagshönnuðum að hafa innsendar athugasemdir til hliðsjónar við gerð skipulagstillögu.

     

7.

Gásakaupstaður bréf frá stjórn til stofnfjáreigenda - 2003014

 

Boðun fundar eigenda

 

Sveitarstjórn samþykkir og sveitarstjóri sækir fundinn fyrir hönd sveitarstjórnar.

     

8.

Lóðir í landi Halllands - 2002005

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Erindi sem bárust vegna auglýsingar á breytingu deiliskipulags fyrir Hallland, lögð fram.

 

Sveitarstjórn fjallar um erindi sem bárust á auglýsingartímabili skipulagstillögu fyrir fjórar íbúðarlóðir á íbúðarsvæði ÍB15 í landi Halllands. Erindi bárust frá Vegagerð, Norðurorku og Minjastofnun en ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við tillöguna. Sveitarstjórn samykkir deiliskipulagið samkvæmt 3.mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsins.

     

9.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2021 - 2101006

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 20 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

2.

Þjóðgarður á hálendinu - 2012002

 

Umsögn Svalbarðsstrandarhrepps

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps leggur hér fram umsögn við frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, sbr. kynningu málsins í samráðsgátt stjórnvalda.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur undir þau markmið sem sett eru fram í 3. gr. frumvarpsins, þar sem meðal annars er lögð áhersla á verndun náttúru og sögu miðhálendis, aðgengi almennings bætt, rannsóknir efldar og samstarf aukið og eflt.

Um leið og sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps lýsir yfir stuðningi við verndun náttúru hálendis Íslands telur sveitarstjórn óásættanlegt að skipulagsvald sveitarfélaga verði fellt niður á þjóðgarðssvæðinu og þessi vinna fari í gegnum miðlæga stofnun ríkis með takmarkaða tengingu við sveitarfélög og íbúa. Sveitarstjórn hefur efasemdir um það fyrirkomulag að einum aðila sé afhent vald til þess að taka ákvarðanir og veita starfsleyfi sem mögulega geta verið þvert gegn vilja og andstætt ákvörðunum lýðræðislega kjörinna fulltrúa sveitarfélaga. Þau markmið sem fram koma í 3.gr. frumvarpsins um stofnun miðhálendisþjóðgarðs kalla á víðtækt samráð og undirbúning á lýðræðislegum vettvangi, fjármögnunaráætlun og að fjármögnun þegar friðlýstra svæða sé tryggð. Ótímabært er að fella niður ráðstöfunarrétt sveitarfélaga og markaðar tekjur þjóðlenda innan hvers sveitarfélags. Óvissa ríkir um fjármögnun Hálendisþjóðgarðs og mikilvægt að nýting fjármuna, áherslur og stefna í uppbyggingu og framkvæmd friðlýsingar sé lengra á veg komin um leið og samráð og víðtæk sátt sé um setningu reglugerða við stofnun og rekstur Hálendisþjóðgarðs.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur efasemdir um það fyrirkomulag sem kynnt er í frumvarpinu, stjórnsýsla getur orðið þung og seinvirk og ekki liggi fyrir greining og samanburður á rekstri þjóðgarða annars vegar og þjóðlenda hins vegar. Rekstrarvandi núverandi þjóðgarða eykur ekki tiltrú sveitarstjórnar á því fyrirkomulagi að 40% af Íslandi fari undir slíkt rekstrarform.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.