Sveitarstjórn

64. fundur 22. febrúar 2021 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Geldingsá Vegaslóði inn á frístundavæð í Heiðarbyggð í landi Geldingsár - 1912006

 

Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps, breyting Geldingsá

 

Fyrir fundinum liggur skipulagsuppdráttur vegna breytingar á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna breytinga í landi Geldingsár. Uppdrátturinn hefur verið uppfærður skv. samþykkt sveitarstjórnar eftir auglýsingartíma sem og að mörk íbúðarsvæða ÍB23 og ÍB24 hafa verið löguð að eignarmörkum. Sveitastjórn samþykkir skipulagstillöguna á grundvelli 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Sveitarstjórn telur breytingar sem gerðar eru eftir auglýsingu vera það óverulegar að ekki sé tilefni til að auglýsa tillöguna að nýju.

     

2.

Aðalskipulagstillaga fyrir Geldingsá - 1809002

 

Geldingsá lausn úr landbúnaðarnotum

 

Fyrir fundinum liggur skipulagsuppdráttur sem sýnir ný íbúðarsvæði Íb23, Íb24 og Íb25, verslunar- og þjónustusvæði V9 í landi Geldingsár auk nýrrar vegtengingar að Heiðarbyggð sbr. afgreiðslu sveitarstjórnar á fundi sínum 2020-11-16. Skv. uppdrættinum er ráðgert að alls 8,4 ha svæðis sem skilgreint var sem landbúnaðarsvæði (L2) verði framvegis skilgreint sem íbúðarsvæði (Íb) og verslunar- og þjónustusvæði (V) í aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps. Svæðið sem um ræðir er tiltölulega erfitt landbúnaðarland sökum landslags og landhalla og flokkast því sem landbúnaðarland L2 samkvæmt aðalskipulaginu. Landið hefur því ekki varðveislugildi sökum ræktunareiginleika líkt og landbúnaðarland L1, heldur segir í kafla 4.3.3. í greinargerð gildandi aðalskipulags að á landbúnaðarlandi L2 komi til greina frekari bygging íbúðarhúsa og húsaþyrpinga, þar sem aðstæður leyfa, enda hefur svæðið eftirsóknarverða eiginleika í því tilliti.
Sveitarstjórn samþykkir að umrætt svæði sé leyst úr landbúnaðarnotkum skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

     

3.

Svalbarðseyri Deiliskipulag ÍB 2 - 2009009

 

Athugasemd vegna aðkoma að húsi við Smáratún 1, neðri hæð.

 

Farið yfir innsenda athugasemd vegna aðkomu að Smáratúni 1 neðri hæð. Skipulaghönnuði falið að hafa innsenda athugsemd til hliðsjónar við áframhaldandi hönnun á deiliskipulagi.

     

5.

Erindisbréf umhverfis- og atvinnumálanefndar 2018-2022 - 1901029

 

Samþykktir um stjórn Svalbarðsstrandahrepps tóku gildi 25. janúar 2021. Breyting verður á umhverfis- og atvinnumálanefnd og endurskoðað erindisbréf lagt fram til staðfestingar

 

Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar.

     

6.

Líforkuver - 2102010

 

Stuðnings óskað vegna fjármögnunar líforkuvers

 

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið.

     

4.

Sameining sveitarfélaga - 2011002

 

Umsögn sveitarstjórnar vegna máls nr. 378, Sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

Efni: Umsögn um mál 378 Sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps ítrekar fyrri bókun sína þar sem ákvæði um lágmarks íbúafjölda í sveitarfélögum er hafnað. Sveitarstjórn er hlynt eflingu sveitarstjórnarstigsins en er andvíg því að gengið sé framhjá lýðræðislegum rétti íbúa sveitarfélaga og þau þvinguð til sameininga eftir lágmarksfjölda íbúa.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps telur að meðfylgjandi tillögur starfshóps minni sveitarfélaga sem sendar voru inn til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þann 15. febrúar 2021, byggji á forsendum sem geti legið til grundvallar ákvörðunartöku um sameiningar sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps styður tillögu undirbúningshóps minni sveitarfélaga og telur hana vel ígrundaða lausn til sátta. Svalbarsstrandarhreppur hefur átt aðild að samvinnu á grundvelli sveitarfélaga sem telja færri en 1 000 íbúa og hafa þau haft með sér samráð um vinnu í þá átt að tryggja áhrif um málefni sín. Í þessari samvinnu felst ákall um áheyrn þeirra sem lögin setja og að réttindi íbúa þessara sveitarfélaga séu virt.

     

7.

Samstarf Grænlands og Íslands - 2102024

 

Lagt fram til kynningar bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar vegna nýútkominnar skýrslu utanríkisráðuneytis vegna samstarfs Grænlands og Íslands á Norðurslóðum.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur undir með bæjarstjórn Akureyrarbæjar um mikilvægi þess að hlutverk Akureyrarbæjar sem miðstöðvar norðurslóðastarfs verði eflt til muna. Akureyrarbær ásamt nágrannasveitarfélögum geta leikið lykilhlutverk í auknu og viðtækara samstarfi.

     

9.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 18 - 2102001F

 

Sveitarstjórn vísar máli fjögur aftur til nefndar og óskar eftir frekari rökstuðning á nafnabreytingu vinnuskólans.

Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina.

 

9.1

2102003 - Umhverfis- og atvinnumál á miðju tímabili

   
 

9.2

1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það

   
 

9.3

2102005 - Umhverfisdagur 2021

   
 

9.4

2102004 - Vinnuskóli 2021

   
 

9.5

2005002 - Matjurtargarðar til leigu að sumri

   
 

9.6

2102006 - Útiskóli að sumri fyrir börn

   
     

10.

Félagsmálanefnd - 19 - 2102004F

 

Fundargerð félagsmálanefndar lögð fram til samþykktar.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

Sveitarstjórn samþykkir að framlengja leigusamning við leigutaka um einn mánuð gegn því skilyrði að enginn annar en leigutaki sé með aðgang eða búsetu í íbúðinni.

 

10.1

1407285 - Sala/Leiga á íbúðum við Laugartún

   
     

11.

Skólanefnd - 17 - 2102003F

 

Fundargerð skólanefndarfundar lögð fram til staðfestingar

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

 

11.1

2009011 - Skólaráð 2020-2021

   
 

11.2

2102012 - Vinnueftirlitið reglubundin skoðun Valsárskóli

   
 

11.3

2010010 - Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar

   
 

11.4

2102014 - Stefna í skólamálum og sérstaða Álfaborgar og Valsárskóla

   
 

11.5

2102013 - Sumarlokun leikskólans Álfaborgar 2021

   
 

11.6

2006003 - Viðauki 1 2020

   
 

11.7

2102017 - Álfaborg - upplýsingakerfi vegna daglegra samskipta við foreldra

   
 

11.8

2004014 - Starfsmannamál haust 2020 Valsárskóli og Álfaborg

   
 

11.9

2102016 - Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

   
     

8.

Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021 - 2102019

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands nr. 258 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.