Sveitarstjórn

65. fundur 08. mars 2021 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur j. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Meyjarhóll frístundarsvæði - 2005012

 

Ósk landeiganda um breytingu á afmörkun og stækkun á Knútslundi l.nr. 230240 og Meyjarhóls l.nr. 219128 auk breytingar á nafni þeirrar lóðar úr Meyjarhóli í Heiðmörk

 

Sveitarstjórn samþykkir ósk landeigenda um stækkun lóðanr. 230-240 og lóðanr. 219-128 og nafnabreytingu lóðanr. 219-128 úr Meyjarhóll lóð í Heiðmörk, með fyrirvara um að umsækjandi leggi inn skriflegt samþykki eiganda aðliggjandi lands.

     

2.

Frístundabyggð Leifshús - 2103001

 

Inga M. Árnadóttir og Stefán Tryggvason og sækja um heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja landeignina L.nr. 204345 fyrir frístundahús skv. 39. gr. skipulagslaga 123/2010. Erindinu fylgir greinargerð umækjanda og samþykki landbúnaðarráðherra frá árinu 2005 við því að landeignin sé leyst úr landbúnaðarnotkun.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita heimild til deiliskipulagningar á landareigninni í samræmi við erindi málshefjenda enda liggur fyrir samþykki ráðherra við lausn landsins úr landbúnaðarnotkun frá 10. október 2005.
Sveitarstjórn bendir á að deiliskipulagið skal vera í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins meðal annars varðandi lágmarksstærðir lóða sbr. kafla 4.5.1. í greinargerð gildandi aðalskipulags. Sveitarstjórn bendir enn fremur á að áformin kalli á breytingu á aðalskipulagi samhliða deiliskipulagsvinnu þar sem skilgreint verði frístundasvæði þar sem skilgreint er landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

     

3.

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Skýrsla um greiningu staðhátta og val á stíglegu 23.02.2021 lögð fram til kynningar

 

Góður gangur er í skipulagningu göngu- og hjólastígs frá Vaðlaheiðargöngum til Akureyrar. Sveitarstjóra falið að hefja samræður við landeigedur norðan við Vaðlaheiðargöng að hreppsmörkum um mögulega legu hjólastígs norðan ganga.

     

4.

Bréf til sveitarstjórnar - rotþró fyrir Sólheima 4, 7 og 9 - 1809001

 

Sveitarstjóra var falið að kanna verð og reynslu af uppsetningu rotþróa "DEMANT" og vinna málið áfram í samstarfi við íbúa.

 

Málinu frestað til næsta fundar.

     

5.

AUTO ehf. Hreinsun svæðis - 2007002

 

Úrskurður Hérðasdóms Norðurlands í máli Heilbrigðiseftirlits Norðurlands gegn AUTO ehf. frá 22. febrúar 2021 lagður fram til kynningar

 

Dómsúrskurður er kominn vegna óskar heilbrigðisteftirlitssins um heimild til að fjarlægja og taka í vörslur sínar, ökutæki án skráningarmerkja og lausamuni úr bifreiðum, sem staðsettar eru á norður-,suður- og vesturhluta lóðar varnaraðila, Auto ehf., Vesturgili 1, Akureyrir, kt. 581096-2679, að Setbergi fastanr. 2160359, Svalbarðsstrandarhreppi með beinni aðfaragerð. Þá er þess krafist að varnaraðila verði gert að greiða sóknaraðila málskostnað.

Það er mat dómsins að sóknaraðili hafi, samkvæmt þeim réttarheimildum sem hann vísar til, valdheimildir til að ákveða að fjarlægja númerslausar bifreiðar af athafnasvæðum.

Sóknaraðila, heilbriðgiseftirliti Norðurlands eystra, er heimilt að fjarlægja og taka í vörslur sínar, með beinni aðfaragerð, bifreiðar án skráningarmerkja og lausamuni úr þeim sem staðsettar eru norður-, suður, og vesturhluta lóðar að Setbergi, fastanúmer 2160359, Svalbarðsstrandarhreppi.

     

6.

Erindisbréf umhverfis- og atvinnumálanefndar 2018-2022 - 1901029

 

Erindisbréf/samþykkt umhverfis- og atvinnumálanefndar lögð fram til samþykktar

 

Lagt fram til kynningar.

Málinu er frestað til næsta fundar.

     

7.

Erindisbréf skólanefndar - 1110007

 

Erindisbréf/samþykkt skólanefndar lögð fram til samþykktar

 

Lagt fram til kynningar.

Málinu er frestað til næsta fundar.

     

8.

Erindisbréf Félagsmálanefndar - 1906007

 

Erindisbréf/samþykkt félagsmálanefndar lögð fram til samþykktar

 

Lagt fram til kynningar.

Málinu er frestað til næsta fundar.

     

9.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2021 - 2101006

 

Fundargerð 22. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

10.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102002

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 895 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.