Sveitarstjórn

66. fundur 22. mars 2021 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Valur Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri
  • Magnús Magnúson Verkfræðingur Verkís
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Lögð fram tillaga frá VERKÍS og Norðurorku um legu hjóla- og göngustígs frá Vaðlaheiðaröngum og að fyrirhuguðum baðstað í landi Ytri Varðgjár.

 

Magnús Magnússon frá Verkís kynnti fyrirhugaða leið göngu-og hjólastígs fyrir sveitarstjórn í fjarfundabúnaði. Fyrirhugaður stígur yrði 3 m breiður og liggur austan megin við þjóðveg 1 frá Akureyri að Vaðlaheiðargöngum.

Sveitarstjórn samþykkir að fara skuli þessa leið með göngu- og hjólastíginn.

Sveitarstjóra er falið að hefja samræður og landeigendur og skógræktarfélag Eyjafjarðar fyrir fyrirhuguðm framkvæmdum. Tillögur verða sendar til Vegagerðarinnar í öryggismat.

     

2.

Staða fjármála 2021 - 2103010

 

Farið yfir stöðu fjármála fyrstu mánuði árs 2021

 

Lagt fram til kynningar.

     

3.

Fjármál 2021 - 2102018

 

Minnisblað frá RR Ráðgjöf vegna mats á fjárhagslegum áhrifum fjárfestinga á fjárhag sveitarfélagsins lögð fram.

 

Lagt fram til kynningar.

     

4.

Sólheimar 9 - 2103002

 

Farið yfir stöðu vegna endurnýjunar rótþrór/lagfæringar seturbeðs í Sólheimum.

 

Málinu frestað að ósk íbúa.

     

5.

Erindisbréf skólanefndar - 1110007

 

Erindisbréf/samþykkt skólanefndar lögð fram til samþykktar

 

Málinu frestað til næsta fundar.

     

6.

Erindisbréf umhverfis- og atvinnumálanefndar 2018-2022 - 1901029

 

Erindisbréf/samþykkt umhverfis- og atvinnumálanefndar lögð fram til samþykktar

 

Málinu frestað til næsta fundar.

     

7.

Erindisbréf Félagsmálanefndar - 1906007

 

Erindisbréf/samþykkt félagsmálanefndar lögð fram til samþykktar

 

Málinu frestað til næsta fundar.

     

8.

Safnasafnið, samstarfssamningur - 2103009

 

Stjórn Safnasafnsins óskar eftir að því að sveitarfélagið og Safnasafnið geri með sér samstarfssamning með gildistíma: 01.01.2022-31.12.2026. Uppkast að samningi lagt fram

 

Sveitarstjóra falið að undirbúa drög að samningi sem lagður verður fyrir næsta fund.

     

9.

Sala/Leiga á íbúðum við Laugartún - 1407285

 

Á 56. fundi sveitarstjórnar þann 19. október 2020 var leigusamningi við leigjanda íbúðar 102 í Laugartúni 5 (F2338905) sagt upp með þriggja mánaða uppsagnafresti sem rann út 31. janúar síðastliðinn. Tvívegis hefur fresturinn verið framlengdur um einn mánuð í senn og rennur núverandi frestur út 31. mars næstkomandi.

 

Sveitarstjórn samþykkir að framlengja leigusamning um einn mánuð til 30. apríl 2021. Leigusamningur við núverandi leigjanda verður ekki framlengdur frekar. Sveitarstjóra falið að undirbúa íbúðina fyrir komandi söluferli.

     

11.

Fundir Flokkun Eyjafjörður ehf. 2021 - 2103011

 

Fundargerð aðalfundar Flokkun Eyjafjörður ehf. 16.03.2021, lögð fram til kynningar.
Fundargerð stjórnarfundar Flokkun Eyjafjörður ehf. 16.03.2021, lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

10.

Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021 - 2102019

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands, nr. 259 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

12.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002

 

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 256,257 og 258 lagðar fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

13.

2020 Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa - 2011010

 

Fundargerð skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar nr. 9 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Eftirfarandi mál var tekið fyrir á fundi sem tengjast Svalbarðsstrandarhrepp.

2. Helgafell - íbúðarhús 2021 - 2102005

Alkemia ehf. kt. 610297-2349, Helgafelli Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 155,9 fm einbýlishúss á landeigninni Helgafelli. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni Vilhjálmssyni dags. 2021-03-17.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.