Sveitarstjórn

50. fundur 07. júlí 2020 kl. 14:00 - 15:40 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri

Fundargerð

  1. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 7. júlí 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir og Árný Þóra Ágústsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

Húsbygging við Bakkatún - 2005005

 

Fjögur fyrirtæki skiluðu inn 7 tillögum að húsbyggingu við Bakkatún 10. Tilboð lögð fram til kynningar

 

Fjórir aðilar skiluðu sjö hugmyndum af byggingu parhúss við Bakkatún. Sveitarstjórn fór yfir innsendar tillögur og þakkar þeim sem tóku þátt fyrir þátttökuna. Sveitarstjórn ákveður að VERKÍS verði fengið sem óháður fagaðili til þess að meta tillögurnar útfrá þeim óskum sem fram komu í auglýsingu. Sveitarstjóra falið að ræða við VERKÍS. Húsahópurinn hefur lokið störfum og er þakkað gott starf. Sveitarstjórn hittist í byrjun ágúst og tekur ákvörðun eftir að VERKÍS hefur skilað umsögnum.

     

2.

Úthlutun lóða í Valsárhverfi - 2007003

 

Framkvæmdir hefjast við lagningu vegar við Bakkatún 10-20 í byrjun 28. viku og nýjar lóðir því tilbúnar til úthlutunar.

 

Ákveðið að auglýsa eftirtaldar lóðir til úthlutunar:
Parhúsalóð/einbýlishúsalóð; Tjarnartún 12; Bakkatún 11; Bakkatún 13; Bakkatún 15; Bakkatún 17; Bakkatún 19;
Bakkatún 20; Bakkatún 21;

Raðhúsalóðir

Bakkatún 16; Bakkatún 18
Upplýsingar um umsóknir og umsóknareyðublað verður að finna á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps ásamt upplýsingum um þær lóðir sem áður hafa verið auglýstar.

Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst 2020, sveitarstjórn úthlutar lóðum og gert er ráð fyrir að úthlutun fari fram á fyrsta fundi eftir sumarfrí.

     

3.

Kvennaathvarf á Akureyri - 2006009

 

Kvennaathvarfið óskar eftir stuðningi sveitarfélaga við Eyjafjörð vegna opnunar athvarfs á Akureyri. Gert er ráð fyrir að athvarfið opni með haustinu.

 

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja uppbyggingu kvennaathvarfs á Akureyri. Gengið er útfrá því að skipting milli sveitarfélaga verði í samræmi við íbúatölu og eftir viðmiðum SSNE.

     

4.

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 246 - 2006008

 

Fundargerð 246. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar

 

Fundargerð lögð fram til kynningar

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Árný Þóra Ágústsdóttir