Sveitarstjórn

67. fundur 12. apríl 2021 kl. 14:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Valur Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Staða fjármála 2021 - 2103010

 

Staða fjármála eftir fyrstu ársfjórðung

 

Lagt fram til kynningar.

     

Þóra Torfadóttir mætti fyrir hönd Æskunnar undir næsta lið.

2.

Fjallahjólabraut á Svalbarðseyri - 2009002

 

Teikningar af hjólabraut lagðar fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóra falið í samráði við formann Æskunnar um að afmarka svæði sem leggja þarf til verkefnisins.

     

3.

2021 Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga - 2103016

 

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga fór fram föstudaginn 26. mars 2021 og var fjarfundur. Sveitarstjórn veitti sveitarstjóra umboð sitt til atkvæðagreiðslu með tölvupósti föstudaginn 26. mars 2021

 

Lagt fram til kynningar

     

4.

Samningur Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá b.s. um urðun úrgangs - 2103017

 

Samningur Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá b.s. lagður fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samning Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá bs. vegna urðunar úrgangs.

     

5.

Minjasafnið á Akureyri þjónustusamningur - 2104001

 

Stjórn Minjasafnsins á Akureyri óskar eftir viðræðum við Svalbarðsstrandarhrepp um endurnýjun á þjónustusamningi til næstu þriggja ára.

Jafnframt óskar stjórn safnsins eftir að Svalbarðsstrandarhreppur leggi safninu til einskiptisgreiðslu vegna launahækkana fyrri ára kr. 80.000 líkt og óskað er eftir við aðra eigendur.

 

Sveitarstjórn samþykkir að endurnýja þjónustusamninginn við Minjasafnið á Akureyri og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

Sveitarstjórn samþykkir einnig einskiptisgreiðslu vegna launahækkana upp á 80.000 kr.

     

6.

Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007

 

Samþykktir félagsmálanefndar, umhverfis- og atvinnumálanefndar og skólanefndar lagðar fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagðar samþykktir sveitarstjórnar fyrir félagsmálanefnd, skólanefnd og umhverfis- og atvinnumálanefnd.

     

7.

Stjórnsýsluskoðun Svalbarðsstrandarhrepps - 1903010

 

Stjórnsýsluúttekt KPMG fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar. Engar nýjar athugasemdir bárust fyrir starfsárið 2020 auk þess sem unnið hefur verið að lagfæringum eldri athugasemda. Sveitarstjórn hrósar starfsmönnum sveitarstjórnarskrifstofu fyrir vel unnin störf.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon