Sveitarstjórn

68. fundur 26. apríl 2021 kl. 14:00 - 18:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Valur Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

2.

Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar - 2010010

 

Á fundi skólanefndar nr. 18 var máli nr. 2010010 vísað til sveitarstjórnar og eftirfarandi bókað:
Skólanefnd leggur til að farið verði í viðræður við Tónlistarskóla Eyjafjarðar um tónlistarnám í Valsárskóla og vísar málinu til sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn samþykkir einróma tillögu skólanefndar og felur skólastjórn að vinna að sameiningarmálum ásamt sveitarstjóra.

     

3.

Valsárskóli loftræsting - 2102011

 

Fulltrúi Eflu kemur á fund sveitarstjórnar og fer yfir athugun og úttekt á raka/myglu í húsnæði skólans.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við Eflu um næstu skref og leggja fyrir sveitarstjórn.

     

4.

Geldingsá Vegaslóði inn á frístundavæði í Heiðarbyggð í landi Geldingsár - 1912006

 

Sótt er um framkvæmdaleyfi

 

Vegagerðin hefur samþykkt tengingu orlofshúsa við Árholtsveg líkt og skipulgastillaga gerði ráð fyrir. Sveitarstjórn vísar því málinu til byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi.

     

5.

Fjallsgirðing - 1407157

 

Fjallsgirðing frá mörkum hreppsins frá Garðsvík að Tungu rædd, framkvæmdir sumarsins 2020 og sumarsins 2021

 

Málinu frestað til næsta fundar. Skrifstofustjóra falið að afla tölulegra gagna um lagningu fjallsgirðingar.

     

6.

Sala/Leiga á íbúðum við Laugartún - 1407285

 

Leigusamningur við leigjanda í íbúð Svalbarðsstrandarhrepps í Laugartúni 5 rennur út um mánaðarmót apríl/maí 2021.

 

Íbúðin losnar um næstu mánaðarmót og verður sett í kjölfarið í söluferli.

     

7.

Valsárhverfi 2. áfangi - 2004002

 

Farið yfir stöðu framkvæmda við Bakkatún og söluverð íbúða ákveðið

 

Björn Davíðsson sat fundinn í fjarbúnaði.

Sveitarstjórn samþykkir verð íbúða í Bakkatúni 18 og 20:

Bakkatún 20a og Bakkatún 20b 63.900.000 kr.

Bakkatún 18a og Bakkatún 18b 66.500.000 kr

Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til sölu á fasteignum í Bakkatúni 18a, 18b, 20a og 20b.

     

8.

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2020 - 2104009

 

Drög að ársreikningi Svalbarðsstrandarhrepps árið 2020

 

Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi KPMG Akureyri mætti á sveitarstjórnarfund og skýrði ársreikninginn.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2020 til síðari umræðu.

     

9.

Kosning í nefndir Svalbarðsstrandarhrepps - 2104010

 

Samþykkt sem sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og staðfest var af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 25. janúar 2021 kallar á breyttar samþykktir nefnda sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum, nr. 67 endurskoðaðar og breyttar samþykktir skólanefndar, félagsmálanefndar og umhverfis- og atvinnumálanefndar. Sveitarstjórn kýs á ný fulltrúa í skólanefnd, félagsmálanefnd og umhverfis- og atvinnumálanefnd samkvæmt 27. og 28. grein auk 35. greinar samþykkta um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi skipan í nefndir:

Skólanefnd

Nefndarmenn:
Inga Árnadóttir (formaður)
Árný Þóra Ágústsdóttir
Sigurður Halldórsson

Varamenn:
Elín Svava Ingvarsdóttir
Halldór Arinbjarnarson
Gestur Jensson

Félagsmálanefnd

Nefndarmenn
Svava Hrund Friðriksdóttir (formaður)
Gísli Arnarson
Anna Dísa Jóelsdóttir

Varamenn:
Íris Axelsdóttir
Hanna Dóra Ingadóttir
Ólafur Rúnar Ólafsson

Umhverfis- og atvinnumálanefnd

Nefndarmenn:
Elísabet Ásgrímsdóttir (formaður)
Harpa Barkardóttir
Hilmar Dúi Björgvinsson

Varamenn:
Eva Sandra Bentsdóttir
Guðmundur Emilsson
Jakob Björnsson

Sveitarstjóra er falið að tilkynna nefndarmönnum um breytingar.

     

11.

Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021 - 2102019

 

Fundargerð 260. fundar Hafnarsamlags ásamt drögum að ársreikningi lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

13.

Fiskeldi við Eyjafjörð - 2004011

 

Tilkynning frá sjávarútvegsráðherra dagsett 14.04.2021 um að hætt verði við undirbúning friðunarsvæðis lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

14.

COVID-19 - 2003009

 

Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 13.04.2021 vegna óskar um upplýsingar um fjármál einstakra sveitarfélaga lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

1.

Skólanefnd - 18 - 2104002F

 

Skólastjórn fer yfir og kynnir fundargerð skólanefndar

 

Fundargerð skólanefndar lögð fram til kynningar og samþykkt af sveitarstjórn.

 

1.1

2004013 - Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar

   
 

1.2

2104003 - Innra mat - Álfaborg

   
 

1.3

2104002 - Innra mat - Valsárskóli

   
 

1.4

2010010 - Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar

   
 

1.5

2104005 - Ytra mat Valsárskóla 2021

   
 

1.6

2104006 - Starfsmannamál 2021 ráðningar

   
     

10.

2020 Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa - 2011010

 

Fundargerð 20. afgreiðslufundar Skipulags og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

12.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 259 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

Tekið fyrir með afbrigðum. Inga Margrét Árnadóttir starfsmaður bókasafnsins mætti undir þessum lið.

15.

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005

 

Inga Árnadóttir hefur starfað við bókasafnið nú vetur í kynnir hvernig veturinn hefur verið.

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.