Sveitarstjórn

69. fundur 10. maí 2021 kl. 14:00 - 16:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttr varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Valur Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

Dagskrá:

1.

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2020 - 2104009

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2021 lagður fram til samþykktar. Seinni umræða

 

Rekstur A-hluta var jákvæður um 621.000 kr. á árinu 2020. Áskoranir í rekstri sveitarfélaga voru ýmsar á árinu. Ákveðið var að fara í umfangsmiklar viðhaldsaðgerðir vegna ákalls stjórnvalda um auknar framkvæmdir sveitarfélaga. Launakostnaður jókst umtalsvert í kjölfar kjarasamningsbreytinga og framlag úr jöfnunarsjóði var minna en áætlað var.

Sveitarsjóður A hluti - A og B hluti saman
Rekstrartekjur alls..........................464.097 - 471.769
Rekstrargjöld alls............................443.394 - 455.641
Afskriftir.................................................25.983 - 30.263
Fjám.tekjur og (fjármagnsgjöld)...5.900 - 190
Rekstrarniðurstaða................................621 – (13.946)
Eigið fé í árslok................................784.673 - 779.813

Ársreikningur samþykktur og undirritaður, skuldbindingayfirlit einnig undirritað.

Ársreikningur verður birtur á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps.

     

2.

Samningur um innheimtuþjónustu - 1906002

 

Fulltrúi MOTUS, Anna María Ingþórsdóttir fer yfir framkvæmd samnings.

 

Fulltrúi Motus fór yfir þróun innheimtu í Svalbarðstrandarhreppi árið 2020. Kröfur innheimtast fyrr en árið áður.

     

Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir næsta lið.

3.

Lóðir í landi Sólbergs - 2105002

 

Sveitarstjórn samþykkir skiptingu lóða í landi Sólbergs en bendir jafnframt á að lóðarhafar þurfi að láta vinna deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu til að öðlast byggingarrétt á lóðunum.

     

4.

Laugartún 6A - 2104011

 

Ósk íbúa í Laugartúni 6a um að staðsetja geymsluskúra lögð fram

 

Sveitarstjórn óskar eftir teikningum í réttum hlutföllum við stærð lóðarinnar og bendir á að núverandi staðsetning valdi skuggavarpi á lóð Laugartúns 6b og kallar eftir að staðsetning húsanna verði endurskoðuð.

     

5.

Safnasafnið, samstarfssamningur - 2103009

 

Samningur Svalbarðsstrandarhrepps og Safnasafnsins lagður fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir samninginn með þeim fyrirvara að hækkun styrksins nemi 5% á ári. Sveitarstjóra falið að bera drög að nýjum samningi undir stjórn Safnasafnsins.

     

6.

Þjónustusamningur björgunarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps - 2001003

 

Samningur við Björgunarsveitina Týr lagður fram til samþykktar

 

Málinu er frestað fram til næsta fundar.

     

7.

Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga - 2001012

 

Boðun á XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Lagt fram til kynningar

     

8.

Fjallsgirðing - 1407157

 

Áætlun um lagningu fjallsgirðingar lögð fram

 

Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram með fjallsgirðinguna því sem um nemur styrk sem Vegagerðin mun veita í ár.

     

9.

Lán Norðurorku vegna framkvæmda - 1908013

 

Óskað er eftir að eigendur Norðurorku veiti einfalda ábyrgð, vegna lánssamnings og veðsetningu ábyrgðaraðila í tekjum til tryggingar ábyrgðar á skildbindingu lántaka ásamt veitingu umboðs til undirritunar lánssamnings á láni Norðurorku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi nr. 69 10.05.2021 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 600.000.000-, til allt að 20 ára í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin heldur gildi ef skilmálum lánasamnings er breytt til hagsbóta fyrir Norðurorku. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveitu framkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006 og uppfyllir skilyrði um græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga.
Sveitarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut í Norðurorku til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Björgu Erlingsdóttur, sveitarstjóra, k.t. 150770-3359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns og breytinga á skilmálum lánasamnings sem eru til hagsbóta fyrir Norðurorku.

     

11.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir - 2105001

 

Fundargerð nr. 7 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Mál nr. 3 um sælureit í Leifshúsum sneri að Svalbarðsstrandarhrepp.

3. Leifshús, sælureitur á Svalbarðsströnd, skipulagslýsing.
Vigfús kynnir áform um nýlendugarða, þarna verður garðrækt en ekki hefðbundin frísundabyggð. Bókun: Svæðisskipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.

     

12.

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005

 

Tillögur Bókasafnsnefndar um opnunartíma lagðar fram

 

Málinu er frestað fram til næsta fundar.

     

14.

Upprekstur á afrétt - 2105003

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Upprekstur á afrétt

 

Heimilt verður að sleppa sauðfé í Vaðlaheiði frá og með 17. júní 2021 og stórgripum frá og með 1. júlí 2021. Tilkynning verður sett á heimasíðu sveitarfélagsins og póstur sendur á heimili í sveitarfélaginu.

     

13.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 19 - 2104004F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar og samþykkt af sveitarstjórn.

Þolinmæði sveitarstjórnar er liðin varðandi hreinsunar svæðis í landi Auto ehf. og ítrekar sveitarstjórn að fyrir hendi liggur dómsúrskurður sem verði framfylgt verði ekki markverðar breytingar gerðar fyrir 17. maí 2021.

Sveitarstjórn felur Gesti Jenssyni, Ólafi Val Ólafssyni og Björgu Erlingsdóttur sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við landeigendur um land sem nota eigi undir göngu- og hjólastíg.

 

13.1

2102005 - Umhverfisdagur 2021

   
 

13.2

1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það

   
 

13.3

2102006 - Útiskóli að sumri fyrir börn

   
 

13.4

2005002 - Matjurtargarðar til leigu að sumri

   
 

13.5

2003015 - Aðgerðir Svalbarðsstrandarhrepps til viðspyrnu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf

   
 

13.6

2007002 - AUTO ehf. Hreinsun svæðis

   
 

13.7

2012015 - 2021 undirbúningur göngu og hjólastígs

   
 

13.8

2102004 - Vinnuskóli 2021

   
     

10.

Markaðsstofa Norðurlands - 2002003

 

Fundargerð stjórnar Marðkaðsstofu Norðurlands 04.05.2021 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45.