Sveitarstjórn

70. fundur 31. maí 2021 kl. 14:00 - 17:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Þórunn Sif Harðardóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Þórunn Sif Harðardóttir Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Sóknaráætlun 2020 - 2024 - 2102023

 

Starfsmenn SSNE kynna endurskoðun Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020 - 2024

 

Starfsmenn SSNE kynntu Sóknaráætlun og aðgerðaráætlun Sóknaráætlunar. Sveitarstjórn þakkar starfsmönnum SSNE fyrir greinagóða og áhugaverða yfirferð.

 

   

2.

Sunnuhlíð - Umsókn um rekstrarleyfi Flokkur IV, Gististaður með áfengisveitingum - 2105009

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar vegna umsóknar rekstrarleyfis í flokki IV, Gististaður með áfengisveitingum

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

 

   

5.

Lántaka Svalbarðsstrandarhrepps 2021 - 2105008

 

Farið yfir stöðu framkvæmda og fyrirhugaða lántöku

 

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjóri og skrifstofustjóra falið að koma með tillögu fyrir næsta fund.

 

   

6.

Laugartún 5 - 2105006

 

Tilboð barst í Laugartún 5, uppsett verð var boðið og hefur tilboðið verið samþykkt og skrifað verður undir kaupsamning á næstu dögum.

 

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum við kaupanda

 

   

7.

Samningur Svalbarðsstrandarhrepps og Ungmennasambands Eyjafjarðar - 2005010

 

100. ársþing UMSE verður haldið 23. júní næstkomandi í Valsárskóla. Ungmennasamband Eyjafjarðar óskar eftir suðningi sveitarfélagsins við framkvæmd þingsins.

 

Sveitastjórn samþykkir að styrkja ársþing UMSE UM 100.000.- kr. auk þess að salurinn verður endurgjaldslaust

 

   

8.

Valsárskóli loftræsting - 2102011

 

Farið yfir framkvæmdir sumarsins í Valsárskóla

 

Sveitarfélagið óskaði eftir þjónustu EFLU við annars vegar mælingar á loftgæðum í skólastofum í Valsárskóla og hins vegar sýnatöku vegna gruns um myglu í Valsárskóla. Náttúrufræðistofnun Íslands greindi sýni frá völdum stöðum. Efnissýni úr gólfefnum í kennslustofum, göngum og íþróttasal innihéldu ekki mylgu. Kerfisloftaplata í einni kennslustofu innihélt myglu og þarfnast endurnýjunar. Sýni sem tekin voru í þakrými, norður, suður og austur-hluta þaks reyndust mygluð en mismikil á milli svæða og mismunandi hvort vöxtur sé í yfirborði á sperrum eða borðaklæðningu. Í sýni sem tekið var í gólfdúk á Bókasafni reyndist vöxtur en ekkert bendir til vaxtar í steypukjarna.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samstarfi við EFLU að leggja fram kostnaðaráætlun vegna lagfæringar á þaki, uppsetningar loftræstingar á efri hæð Valsárskóla, lagningu drenlagnar við inngang í norður hjá Bókasafni og lagningar gólfefnis á Bókasafni.

 

   

9.

Hafnasamlag Norðurlands - uppfærður stofnsamningur - 1902014

 

Uppfærður stofnsamningur Hafnasamlags Norðurlands lagður fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir uppfærðan stofnsamning um Hafnarsamlags Norðurlands og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

10.

Brunavarnir - Slökkvilið Akureyrar - 1903008

 

Samstarfssamningur um brunavarnir lagður fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir samstarfssamning Akureyrarbæjar við Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp um brunavarnir. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

11.

Safnasafnið, samstarfssamningur - 2103009

 

Samningur lagður fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

13.

Umsókn um skipulagsheimild fyrir viðbyggingu - 1303001

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.
Umsókn um leyfi vegna viðbyggingar við íbúðarhúsið í Árholti 80m2.

 

Byggingarreitur Árholt
Margrét Heinreksdóttir sækir um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir 80 fm viðbyggingu við íbúðarhúsið í Árholti. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 05.05 2021

Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hafsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast athugasemdir á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.

 

   

3.

Tjarnartún 4b - 2102001

 

Ósk íbúa um byggingu palls og skjólsgirðingar í Tjarnartúni 4b

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti, sem eigandi Tjarnartúns 6a, framlagðar teikningar að því tilskyldu að eigandi Tjarnartúns 4a gefi skriflegt leyfi

 

   

4.

Tjarnartún 6B - 2003011

 

Ósk íbúa um byggingu palls og skjólsgirðingar í Tjarnartúni 6b

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti, sem eigandi Tjarnartúns 6a, framlagðar teikningar að því tilskyldu að eigandi Tjarnartúns 4a gefi skriflegt leyfi

 

   

12.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002

 

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 260 og nr. 261 lagðar fram til kynningar

 

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.