Sveitarstjórn

71. fundur 14. júní 2021

Fundargerð

  1. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 14. júní 2021 kl. 15:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Árný Þóra Ágústsdóttir og Vigfús Björnsson.

 

Fundargerð ritaði: Gestur Jensson, Oddviti.

 

Dagskrá:

1.

Vaðlaklif ehf. - 2106003

 

Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna borunar eftir köldu vatni fyrir væntanlega íbúðarbyggð í Vaðlaklif.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið

     

2.

Sjóvarnir við Svalbarðseyri 2020 - 2002009

 

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnaverkefnis samkvæmt samgönguáætlun.
1 Styrking og lenging á sjóvörnum norðan hafnar.
2 Sjóvörn norðan tjarnar, alls um 100 m. úr tveimur hlutum.

 

Sveitarstjórn veitir vegagerðinni framkvæmdarleyfi

     

3.

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Umferðaröryggismat Vegagerðar vegna göngu- og hjólastígs frá Akureyri að Vaðlaheiðargöngum lagt fram til kynningar.

 

Sveitarstjórn fagnar því að öryggismat vegargerðar sé jákvætt. Bent er á að lýsa þurfi upp þveranir og tryggja vegrið á ákveðnum hlutum leiðarinnar.

     

4.

Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007

 

Skólanefnd tónlistarskóla. Einn aðalmann af þremur og jafnmarga til vara í samvinnu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp og Hörgársveit í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar skv. 2. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985

 

Lögð fram til fyrri umræðu breyting á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Svalbarðsstrandarhrepps. Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar á samþykktum Svalbarðsstrandarhrepps nr. 125/2021 með síðari breytingum.
Breytingin er vegna skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar þar sem Svalbarðsstrandarhreppur tilnefnir einn aðalmann af fjórum og jafn marga til vara.

40. gr. Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.
Á fyrsta eða öðrum fundi að loknum sveitarstjórnarkosningum skulu eftirfarandi nefndir kosnar:
1. Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar. Kjósa skal þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og skv. 10. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Sveitarstjórn tilnefnir formann og ritara. Kjörstjórnir fara Nr. 125 25. janúar 2021 með þau verkefni sem þeim eru falin samkvæmt ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna og laga um kosningar til Alþingis.
2. Félagsmálanefnd. Aðalmenn skulu vera þrír og jafnmargir til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Jafnframt fer nefndin með jafnréttismál skv. 13. gr. laga um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020. Sveitarstjórn tilnefnir formann félagsmálanefndar.
3. Skólanefnd. Aðalmenn skulu vera þrír og jafnmargir til vara skv. 6. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, skv. 4. gr. laga um leikskóla, nr. 90/2008 og 2. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985.
4. Skipulagsnefnd. Sveitarstjórn fer með mál skipulagsnefndar skv. 6. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. 5. Umhverfis- og atvinnumálanefnd. Aðalmenn skulu vera þrír og jafnmargir til vara. Sveitarstjórn tilnefnir formann. Nefndin fer með málefni náttúruverndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, umhverfismál og málefni dreifbýlis og vinnuskóla auk atvinnumála og málefni samkvæmt samþykkt fyrir umhverfis- og atvinnumálanefnd.
6. Bókasafnsnefnd. Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og þrjá til vara skv. bókasafnalögum, nr. 150/2012. Sveitarstjórn tilnefnir formann bókasafnsnefndar.
Stjórnir og samstarfsnefndir:
1. Fjallskilastjórn. Sveitarstjórn fer með framkvæmd fjallskilamála sbr. 2. gr. laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986 og fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð, nr. 173/2011. Fjallskilastjóri er kosinn sérstaklega, starfar eftir erindisbréfi og kýs sveitarstjórn fjallskilastjóra við upphaf nýs kjörtímabils sveitarstjórnar. Fjallskilastjóri er skipaður til fjögurra ára í senn.
2. Húsnæðisnefnd. Sveitarstjórn ber ábyrgð á og fer með stjórn og samræmingu húsnæðismála á vegum sveitarfélagsins skv. 5. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Sveitarstjórn er heimilt að fela sérstakri húsnæðisnefnd stjórn og framkvæmd húsnæðismála skv. 6. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998.
3. Ungmennaráð. Sjö fulltrúar og sjö til vara. Fimm fulltrúar skipaðir af grunnskóla og tveir af sveitarstjórn eins og tilgreint er í samþykktum ungmennaráðs. Ungmennaráð gerir tillögur til fastanefnda og sveitarstjórnar um málefni ungmenna. Ungmennaráð er skipað til árs í senn, hver fulltrúi situr í tvö ár samkvæmt samþykktum ungmennaráðs.
4. Almannavarnanefnd. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann og jafnmarga til vara skv. 9. gr. laga um almannavarnir, nr. 82/2008. Samkvæmt samstarfssamningi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettum 29. janúar 2020, skal aðalmaður sveitarstjórnar vera sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps.
5. Barnaverndarnefnd. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann af fimm og jafnmarga til vara í samvinnu við Grýtubakkahrepp, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, skv. III. kafla barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
6. Heilbrigðisnefnd. Með vísan til laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, gera sveitarfélög á Norðurlandi eystra, þ.m.t. Svalbarðsstrandarhreppur, með sér samstarfssamning um skipan heilbrigðisnefndar og rekstur heilbrigðiseftirlits. Heilbrigðisnefnd skal skipuð til fjögurra ára á aðalfundi SSNE, áður Eyþings, að afloknum sveitarstjórnarkosningum, sbr. 2. gr. samstarfssamnings sveitarfélaga á Norðurlandi eystra um skipan heilbrigðisnefndar og rekstur heilbrigðiseftirlits, sbr. samþykkt frá aðalfundi Eyþings 4. september 1998, sbr. einnig lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Sveitarstjórnir í héraðsnefnd Eyjafjarðar, aðrar en bæjarstjórn Akureyrarbæjar, tilnefna einn aðalmann og einn varamann í heilbrigðisnefnd.
7. Hafnasamlag Norðurlands. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann af sjö og jafnmarga til vara í Hafnasamlagi Norðurlands samkvæmt hafnalögum, nr. 61/2003.
8. Molta ehf. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í stjórn Moltu ehf. Nr. 125 25. janúar 2021
9. Flokkun ehf. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í stjórn Flokkunar ehf.
10. Gróðurverndarnefnd. Búnaðarsamband Eyjafjarðar tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá til vara í sameiginlega gróðurverndarnefnd fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp skv. 19. gr. laga um landgræðslu, nr. 17/1965.
11. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélaga kýs sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa á landsþing sambandsins.
12. Minjasafnið á Akureyri. Skv. stofnskrá um Minjasafnið á Akureyri frá 9. desember 1998 skulu sveitarfélögin, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skipa sameiginlega tvo fulltrúa í stjórn safnsins og jafnmarga til vara. Kjörtímabil stjórnar er fjögur ár og er hið sama og sveitarstjórna.
13. Minjasafnið á Akureyri. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann og annan til vara á aðalfund.
14. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlegan einn fulltrúa í stjórn SSNE. Stjórnarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára, í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórnar.
15. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps skipar tvo þingfulltrúa á þing SSNE og jafnmarga til vara. Kjörgengir eru kjörnir sveitarstjórnarmenn aðildarsveitarfélaga, varamenn þeirra og framkvæmdastjórar. Þingfulltrúar eru skipaðir til fjögurra ára, í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórnar.
16. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Stjórn Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar skal skipuð sjö mönnum til eins árs í senn. Sveitarfélög í Eyjafirði tilnefna tvo fulltrúa, sbr. 4. gr. skipulagsskrár Símenntunarmiðstöðvarinnar frá 29. mars 2000. Akureyrarbær tilnefnir annan fulltrúann og hin sveitarfélögin tilnefna sameiginlega hinn fulltrúann. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti.
17. Skólanefnd Menntaskólans á Akureyri. Sveitarfélög í Eyjafirði, önnur en Akureyrarbær, skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri og annan til vara, sbr. 5. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
18. Skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga. Sveitarfélög í Eyjafirði, önnur en Fjallabyggð, skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga og annan til vara, sbr. 5. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
19. Skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri. Sveitarfélög í Eyjafirði, önnur en Akureyrarbær, skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri og annan til vara, sbr. 5. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
20. Skólanefnd tónlistarskóla. Einn aðalmann og einn varamaður, í samvinnu við Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Grýtubakkahrepp í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar skv. 2. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985.
21. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps skipar tvo aðalmenn og jafnmarga til vara til að annast svæðisskipulag Eyjafjarðar.
22. Þjónustuhópur aldraðra. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra, sbr. 7. gr. laga, nr. 125/1999 um málefni aldraðra og reglugerð nr. 466/2012, um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma.
23. Þjónusturáð um þjónustu við fatlaða. Sveitarstjórn kýs einn aðalmann í þjónusturáð á sameiginlegu þjónustusvæði um þjónustu við fatlaða í Eyjafirði, sbr. gr. 3.2. í samningi fimm sveitarfélaga við Eyjafjörð frá 22. desember 2010.
24. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. Sveitarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, sbr. 9. gr. laga um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, nr. 68/1994.
25. Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar bs. Byggðasamlagið annast lögbundin verkefni skipulags- og byggingarfulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps, sbr. 5. mgr. 7. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010 og 4. mgr. 6. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, sbr. einnig 93. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 og sveitarstjórn kýs einn af fjórum aðalmönnum og einn til vara í stjórn byggðasamlagsins. Nr. 125 25. janúar 2021 41. gr. Verkefnabundnar nefndir. Sveitarstjórn getur skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum. Umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils sveitarstjórnar eða fyrr ef verki nefndarinnar er lokið. Sveitarstjórn getur afturkallað umboð slíkrar nefndar hvenær sem er.
Sveitarstjórn setur nefndum erindisbréf eftir því sem við á.

     

5.

Trúnaðarmál - 2011011

 

Trúnaðarmál

 

Niðurstaða færð í trúnaðarbók

     

6.

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005

 

Erindi Bókasafnsnefndar lagt fram.

 

Bókasafnsnefnd óskar eftir auknu starfshlutfalli bókavarðar á Bókasafn. Sveitarstjórn fagnar tillögum bókasafnsnefndar og þeim krafti í nefndinni sem þær bera með sér. Sveitarstjórn samþykkir að auka starfshlutfall starfsmanns á Bókasafni úr 20% í 40% fram að áramótum. Gert er ráð fyrir að ákveðið verði með framhaldið við fjárhagsáætlunarvinnu í haust. Með þessari aukningu vonast sveitarstjórn til þess að starfsemi Bókasafns eflist, verði sýnilegri og fjölbreyttari.

     

7.

Lántaka Svalbarðsstrandarhrepps 2021 - 2105008

 

Lánakjör frá Lánasjóði sveitarfélaga og Landsbanka lögð fram.

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandahrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi nr. 71, 14.06.2021 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 100.000.000.-, til allt að 13 ára. Lánið er uppgreiðanlegt á tímabilinu.
Sveitarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á gatnagerð í sveitarfélaginu á árunum 2019-2020 sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Björgu Erlingsdóttur, sveitarstjóra, kt. 150770-3359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Svalbarðsstrandahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

     

8.

2020 Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa - 2011010

 

Fundargerð 23. afgreiðslufundar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar. Að þessu sinni var ekkert erindi frá Svalbarðsstrandarhreppi

     

9.

Fundargerðir Tónlistarskóla Eyjafjarðar 2021 - 2106002

 

Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn vísar erindinu til skólanefndar til kynningar.

     

10.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102002

 

Fundargerð landsþings Sambands íslenskra sveitarfélgaa lögð fram til kynningar auk fundargerðar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi nr. 898 sem lögð er fram til kynningar.
Í fundargerð fundar nr. 898, (4. mál) eru sveitarfélög hvött til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig fyrir landsþing 2022

 

Lagt fram til kynningar.

     

11.

Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021 - 2102019

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands nr. 262 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.