Sveitarstjórn

72. fundur 28. júní 2021

Fundargerð

  1.  fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 28. júní 2021 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Gestur Jensson, Oddviti.

 

Dagskrá:

1.

Hallland 13 - 2106008

 

Sótt er um byggingarleyfi vegna einbýlishúss á lóðinni Hallland 13. Óskað er eftir að frávik frá deiliskipulagi sé samþykkt þar sem fyrirhuguð bygging er að hluta utan skilgreinds byggingarreits.

 

Jörgen Hrafnkellsson sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 204 fm einbýlishúss á lóðinni Halllandi 13 og er ráðgert að bílgeymsla sem byggð er við húsið standi utan við skilgreindan byggingarreit. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur vísað málinu til sveitarstjórnar vegna fráviks frá deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verður að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningatímabili telst erindið samþykkt.

 

   

2.

Geldingsárhlíð - 2106009

 

Umsókn landeiganda um gerð deiliskipulags vegna íbúðasvæða ÍB 23 og ÍB 24

 

Ari Fossdal sækir fyrir hönd eigenda lóðanna Geldingsárhlíð 1, 2, 3, 4 og 5 um leyfi sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag fyrir lóðirnar. Erindinu fylgir skipulaglýsing unnin af Guðmundi H. Gunnarssyni.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að annast kynningu á skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

3.

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Samkomulag við landeigendur Veigastaða lagt fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi við landeigendur Veigastaða. Haft verður samráð við landeigendur um nánari útfærslu stígagerðarinnar á sínu landi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá gerð samninga við landeigendur Halllands og Ytri Varðgjár, Skógræktina og Norðurorku sem lagðir verða fyrir sveitarstjórn til staðfestingar að loknu sumarfríi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að stofna verkefnastjórn. Sveitarstjórn samþykkir að fela varaoddvita verkefnastjórn fram á haustmánuði og annast eftirfylgni með hönnun, samningagerð og frágangi skjala.

 

   

4.

Stykumsókn vegna Bryggjuhátíðar - 1906019

 

Kvenfélag Svalbarðsstrandar óskar eftir stuðningi við Bryggjuhátíð sem áætlað er að halda í lok ágúst 2021

 

Sveitarstjórn samþykkir að málið sé tekið fyrir með afbrigðum. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Bryggjuhátíð 2021 um 200.000.- kr. Sveitarstjórn fagnar upprisu Bryggjuhátíðar.

 

   

5.

Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007

 

Lögð fram tillaga til síðari umræðu í sveitarstjórn, breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Svalbarðsstrandarhrepps nr. 125/2021 með síðari breytingum. Tillagan er óbreytt frá því hún var samþykkt á síðasta fundi sveitarstjórnar 14. júní s.l.

 

Tillagan er samþykkt óbreytt frá síðasta fundi

 

   

10.

Geldingsárhlíð 2 og 3 - framkvæmdaleyfi vegna landmótunar - 2106011

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki sveitarstjórnar.
Gunnar Björn Þórhallsson sækir um framkvæmdaleyfi til að ráðast í landmótun á lóðunum Geldingsárhlíð 2 og 3.Framkvæmdin felst í því að laus jarðvegur verður fluttur til innan lóðar vegna undirbúnings fyrir bygginguíbúðarhúsa á lóðunum.

 

Framkvæmdin felst í því að laus jarðvegur verður fluttur til innan lóðar vegna undirbúnings fyrir bygginguíbúðarhúsa á lóðunum.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

9.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 20 - 2106002F

 

Fundargerð lögð fram til samþykktar

 

9.1

2102005 - Umhverfisdagur 2021

   
 

9.2

2102004 - Vinnuskóli 2021

   
 

9.3

2106006 - Landsáætlun í skógrækt

   
 

9.4

2106007 - Landgræðsluáætlun 2021-2031

   
 

9.5

2007002 - AUTO ehf. Hreinsun svæðis

   
 

9.6

2104007 - Barnastarf sumarið 2021

   
 

9.7

1811011 - Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum

   

 

   

6.

Hafnarsamlag Norðurlands fundargerð nr. 257 - 2012008

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands fundar nr. 262 lögð fram til kynningar

 

Málið var tekið fyrir á síðasta fundi

 

   

7.

2020 Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa - 2011010

 

Fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar nr. 24, lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

   

8.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 262 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.

 

 

Gestur J. Jensson

 

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

 

Ólafur Rúnar Ólafsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

 

Björg Erlingsdóttir

Vigfús Björnsson