Fundargerð
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir og Vigfús Björnsson.
Fundargerð ritaði: Þórunn Sif Harðardóttir, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Geldingsá - Ósk um breytingu á aðalskipulagi og heimild til að vinna deiliskipulag - 1711011  | 
|
| 
 Landeigandi óskar eftir því að sveitarstjórn endurskoði og taki aftur upp umsókn um lóðir í landi Geldingsár og að þeim verði fjölgað úr þremur í sex lóðir.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn vísar til fyrri bókana sveitarstjórnar vegna breytinga á aðalskipulagi í landi Geldingsár. Sveitarstjórn synjar erindinu  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Álfaborg útisvæði leiksvæði - 2103003  | 
|
| 
 Óskað er eftir viðauka vegna aukins kostnaðar vegna hönnunar, uppsetningar útikastala og framkvæmda á leikskólalóð.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir viðauka að upphæð 2,5 milljónir sem tekinn verður af handbæru fé.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Aðveituæðar og hjólastígur. Aðalskipulagsbreyting 2021 - 2108001  | 
|
| 
 Breyting á aðalskipulagi vegna lagningu aðveituæða og hjólastígs í gegnum Vaðlareit.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að láta vinna breytingablað aðalskipulags vegna göngu- og hjólastígs og aðveituæða heits og kalts vatns. Sveitarstjórn samþykkir að aðalskipulagsbreytingin rúmist innan heimildar um óverulega skipulagsbreytingu í 2. mgr í 36.g skipulagslaga nr.123 2010  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Geldingsárhlíð - 2106009  | 
|
| 
 Deiliskipulagstillaga vagna Geldingsárhlíðar lögð fram  | 
||
| 
 Málinu frestað þar sem kynning á skipulagslýsingu hefur ekki farið fram  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Göngu- og hjólastígur II áfangi undirbúningur 2021 - 2106005  | 
|
| 
 Drög að samningum við landeigendur Veigastaða, Halllands og Ytri Varðgjár (samningsaðili Eyjafjarðarsveit) lögð fram. Minnisblað sveitarstjóra um framgang verkefnisins lagt fram  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Valsárskóli loftræsting - 2102011  | 
|
| 
 Unnið er að hönnun loftræstikerfis í Valsárskóla. Tímaáætlun og framkvæmdir lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 Hreinsað hefur verið í þakrými og vifta sett upp á næstu dögum. Í Bókasafni hefur verið hreinsað út, skápar þrifnir og í næstu viku verður gólfefni hreinsað af, gólf flotuð og seinna lökkuð. Verið er að teikna upp loftræstikerfi og gert er ráð fyrir að loftræsting verði komin upp í lok árs. Miklu skiptir að loftgæði séu tryggð og bætt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Hallland Deiliskipulag áfangi 2 - 2106012  | 
|
| 
 Sveitarstjórn fjallar um deiliskipulag fyrir fjórar íbúðarlóðir í landi Halllands sem auglýst var milli 9. nóvember og 21. desember 2020 og samþykkt í sveitarstjórn 25. janúar 2021. Skömmu eftir samþykkt deiliskipulagsins barst athugasemd frá Norðurorku þess efnis að reisa þyrfti miðlunartank kaldavatnsveitu á lóð nr. 14 á skipulagssvæðinu.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Valsárhverfi 2. áfangi - 2004002  | 
|
| 
 Farið yfir stöðu framkvæmda  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Hamarstún - 1906011  | 
|
| 
 Trúnaðarmál  | 
||
| 
 Sveitarstjóra falið að vera í samskiptum við landeigendur.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Bakkatún 21 - 2009004  | 
|
| 
 Lóðarhafar Bakkatúns 21 óska eftir því að fá lóð nr. 23 í Bakkatúni og skila lóð nr. 21  | 
||
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Sveitarstjórn frestar málinu og felur sveitarstjóra að kanna kostnað og möguleika á framkvæmd.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002  | 
|
| 
 Fundargerð 236. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.
| 
 Gestur J. Jensson  | 
 Anna Karen Úlfarsdóttir  | 
|
| 
 Guðfinna Steingrímsdóttir  | 
 Ólafur Rúnar Ólafsson  | 
|
| 
 Árný Þóra Ágústsdóttir  | 
 Björg Erlingsdóttir  | 
|
| 
 Vigfús Björnsson  |