Sveitarstjórn

74. fundur 23. ágúst 2021

Fundargerð

  1. 74. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 23. ágúst 2021 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir og Þórunn Sif Harðardóttir.

Fundargerð ritaði: Þórunn Sif Harðardóttir, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Lóðir í landi Sólbergs - 2105002

 

Uppmæling eignarmarka Sólbergs og landamerkjalýsing/afmörkun á landamerkjum lögð fram

 

Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir uppmælingu eignamarka Sólbergs.

 

   

2.

Alþingiskosningar 2021 - 2108006

 

Alþingiskosningar 2021

 

Alþingiskosningar verða haldnar laugardaginn 25. september. Kjördeild verður í Valsárskóla og hægt er að greiða utankjörstaðaratkvæði hjá Sýslumanni norðurlandi eystra á Akureyri.

 

   

3.

Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps - 2108007

 

Sveitarfélaginu ber að vinna loftlagsstefnu og áætlað er að þeirri vinnu sé lokið um áramótin 2021/2022

 

Sveitarstjórn felur umhverfis- og atvinnumálanefnd að vinna loftlagsstefnu og samhliða endurskoðun á umhverfisstefnu.

 

   

5.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar SBE - 2108010

 

Umfang starfsemi skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa er að vaxa og ljóst að næstu misseri eigi umfangið eftir að aukast enn frekar.

 

Sveitarstjóra er falið, í samstarfi við samstarfs sveitarfélög í stjórn SBE, að vinna tillögur á framtíðar skipulagi og umfangi SBE.

 

   

6.

2021 Fjárgöngur - gangnadagar - 2108011

 

Dagsetning gangnadagar ákveðin

 

Gangnastjóri hefur lagt til að göngur og réttir verði laugardaginn 11. september. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur gangnastjóra að skipuleggja seinni göngur.
Takmörkun um fjölda einstaklinga sem koma saman eiga við um réttir og því er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa svo hægt sé að tryggja að við réttarstörf verði ekki of margir.
Sem áður er áhersla lögð á að hver og einn ber ábyrgð á eigin athöfnum. Leiðbeiningar um göngur og réttir er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar er lögð áhersla á að þeir sem taka þátt í göngum og réttum hlaði niður smitrakningarappi almannavarna og áfengi verði ekki haft um hönd.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.

 

 

Gestur J. Jensson

 

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

 

Ólafur Rúnar Ólafsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

 

Þórunn Sif Harðardóttir