Fundargerð
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir og Þórunn Sif Harðardóttir.
Fundargerð ritaði: Þórunn Sif Harðardóttir, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Lóðir í landi Sólbergs - 2105002  | 
|
| 
 Uppmæling eignarmarka Sólbergs og landamerkjalýsing/afmörkun á landamerkjum lögð fram  | 
||
| 
 Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir uppmælingu eignamarka Sólbergs.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Alþingiskosningar 2021 - 2108006  | 
|
| 
 Alþingiskosningar 2021  | 
||
| 
 Alþingiskosningar verða haldnar laugardaginn 25. september. Kjördeild verður í Valsárskóla og hægt er að greiða utankjörstaðaratkvæði hjá Sýslumanni norðurlandi eystra á Akureyri.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps - 2108007  | 
|
| 
 Sveitarfélaginu ber að vinna loftlagsstefnu og áætlað er að þeirri vinnu sé lokið um áramótin 2021/2022  | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur umhverfis- og atvinnumálanefnd að vinna loftlagsstefnu og samhliða endurskoðun á umhverfisstefnu.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar SBE - 2108010  | 
|
| 
 Umfang starfsemi skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa er að vaxa og ljóst að næstu misseri eigi umfangið eftir að aukast enn frekar.  | 
||
| 
 Sveitarstjóra er falið, í samstarfi við samstarfs sveitarfélög í stjórn SBE, að vinna tillögur á framtíðar skipulagi og umfangi SBE.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 2021 Fjárgöngur - gangnadagar - 2108011  | 
|
| 
 Dagsetning gangnadagar ákveðin  | 
||
| 
 Gangnastjóri hefur lagt til að göngur og réttir verði laugardaginn 11. september. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur gangnastjóra að skipuleggja seinni göngur.   | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.
| 
 Gestur J. Jensson  | 
 Anna Karen Úlfarsdóttir  | 
|
| 
 Guðfinna Steingrímsdóttir  | 
 Ólafur Rúnar Ólafsson  | 
|
| 
 Árný Þóra Ágústsdóttir  | 
 Þórunn Sif Harðardóttir  |