Fundargerð
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Áhaldahús Svalbarðsstrandarhrepps - 2109006  | 
|
| 
 Ósk um leigu á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps, Áhaldahúsi lögð fram.  | 
||
| 
 Þóra Sigríður Torfadóttir og Heirún Beck Hermannsdóttir mættu á fundinn undir þessum lið til að gera frekari grein fyrir hugmyndum sínum um hárgreiðslustofu í Áhaldahúsi hreppsins.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 Anna Karen vék af fundi undir næsta lið (mál 2007002).  | 
||
| 
 2.  | 
 AUTO ehf. Hreinsun svæðis - 2007002  | 
|
| 
 Ábyrgðaraðilum AUTO ehf var gefið færi á að standa skil á frágangi svæðisins. Farið yfir stöðuna og næstu skref.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn óskar eftir því að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra fjarlægi og taki í sínar vörslur bifreiðir og aðra lausamuni sem allra fyrst af lóð Auto ehf. að Setbergi L152937.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Sveitarstjórn - lausn frá störfum - 2009010  | 
|
| 
 Erindi frá Halldóri Jóhannessyni, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem fyrsti varamaður í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps frá og með fundi sveitarstjórnar 20.09.2021.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir erindi Halldórs Jóhannessonar um lausn frá störfum. Sveitarstjórn þakkar Halldóri kærlega fyrir gott samstarf og óskar honum velfarnaðar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015  | 
|
| 
 Samningar við landeigendur og Skógræktarfélag Eyfirðinga lagðir fram til samþykktar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir framlagða samnninga og viðauka upp á 27.000.000 kr.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Göngu- og hjólastígur framkvæmd - 2109005  | 
|
| 
 Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna: fellingu trjáa, lagningar lagna og lagningar göngu- og hjólastígs í gegnum Vaðlareit, frá Vaðlaheiðargöngum og að Skógarböðum. Framkvæmdaleyfi nær yfir þann hluta leiðarinnar sem liggur í Svalbarðsstrandarhreppi.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdarleyfi.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Bakkatún 21 - 2009004  | 
|
| 
 Kostnaðartölur vegna vegagerðar að Bakkatúni 23 lagðar fram.  | 
||
| 
 Lóðarhafi á Bakkatúni 21 hafði óskað eftir að sveitarfélagið færi í gatnagerð að lóð nr. 23.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Túnið í Meðalheimslandi - 2109001  | 
|
| 
 Leigutaki óskar eftir því að leigusamningur verði framlengdur  | 
||
| 
 Sveitastjórn samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að skrifa undir.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Tjarnartún 6a - 1910018  | 
|
| 
 Sala fasteigna  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að segja upp leigusamningi við leigutaka og setja Tjarnartún 6a á sölu. Sveitarstjóra er falið að setja íbúðina í söluferli.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2109003  | 
|
| 
 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 7. - 8. október í Reykjavík  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Sjóvarnargarður á Svalbarðseyri - 2109004  | 
|
| 
 Vegagerð sækir um framkvæmdaleyfi vegna vinnu við sjóvarnargarða á Svalbarðseyri  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Aukaþing SSNE 1. október 2021 - 2109007  | 
|
| 
 Aukaþing SSNE verður haldið föstudaginn 1. október.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 14.  | 
 Kaldavatnslögn á Svalbarðseyri - 2109008  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum. Norðurorka óskar eftir leyfi til að grafa fyrir nýrri lögn vegna breytingar á kaldavatnslögn innan Svalbarðseyrar og að Bakkatúni.  | 
||
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 15.  | 
 Geldingsá - landskipti Brekkusel - 2109009  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum.  | 
||
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 2020 Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa - 2011010  | 
|
| 
 Fundargerð 28. afgreiðslufundar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 13.  | 
 Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102002  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum. Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.   | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.