Sveitarstjórn

75. fundur 20. september 2021 kl. 14:00 - 17:15 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Vigfús Björnsson
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Fundargerð

  1. 75. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 20. september 2021 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir og Fannar Freyr Magnússon.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Áhaldahús Svalbarðsstrandarhrepps - 2109006

 

Ósk um leigu á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps, Áhaldahúsi lögð fram.

 

Þóra Sigríður Torfadóttir og Heirún Beck Hermannsdóttir mættu á fundinn undir þessum lið til að gera frekari grein fyrir hugmyndum sínum um hárgreiðslustofu í Áhaldahúsi hreppsins.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra og umsjónarmann fasteigna að kanna ástand hússins og möguleika á iðnaðarstarfsemi hússins.

 

   

Anna Karen vék af fundi undir næsta lið (mál 2007002).

2.

AUTO ehf. Hreinsun svæðis - 2007002

 

Ábyrgðaraðilum AUTO ehf var gefið færi á að standa skil á frágangi svæðisins. Farið yfir stöðuna og næstu skref.

 

Sveitarstjórn óskar eftir því að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra fjarlægi og taki í sínar vörslur bifreiðir og aðra lausamuni sem allra fyrst af lóð Auto ehf. að Setbergi L152937.

 

   

3.

Sveitarstjórn - lausn frá störfum - 2009010

 

Erindi frá Halldóri Jóhannessyni, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem fyrsti varamaður í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps frá og með fundi sveitarstjórnar 20.09.2021.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindi Halldórs Jóhannessonar um lausn frá störfum. Sveitarstjórn þakkar Halldóri kærlega fyrir gott samstarf og óskar honum velfarnaðar.

 

   

4.

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Samningar við landeigendur og Skógræktarfélag Eyfirðinga lagðir fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagða samnninga og viðauka upp á 27.000.000 kr.
Anna Karen Úlfarsdóttir hættir sem verkefnastjóri verkefnisins í lok mánaðar og mun Þórunn Sif Harðardóttir taka við verkefnastjórninni.

 

   

5.

Göngu- og hjólastígur framkvæmd - 2109005

 

Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna: fellingu trjáa, lagningar lagna og lagningar göngu- og hjólastígs í gegnum Vaðlareit, frá Vaðlaheiðargöngum og að Skógarböðum. Framkvæmdaleyfi nær yfir þann hluta leiðarinnar sem liggur í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdarleyfi.

 

   

6.

Bakkatún 21 - 2009004

 

Kostnaðartölur vegna vegagerðar að Bakkatúni 23 lagðar fram.

 

Lóðarhafi á Bakkatúni 21 hafði óskað eftir að sveitarfélagið færi í gatnagerð að lóð nr. 23.

Sveitarstjórn synjar erindinu.

Framkvæmdir við gatnagerð að Bakkatúni 23 er áætlaðar við 3. áfanga upbyggingu Valsárhverfis og sveitarstjórn telur að framkvæmdir séu of kostnaðarsamar.

 

   

7.

Túnið í Meðalheimslandi - 2109001

 

Leigutaki óskar eftir því að leigusamningur verði framlengdur

 

Sveitastjórn samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að skrifa undir.

 

   

8.

Tjarnartún 6a - 1910018

 

Sala fasteigna

 

Sveitarstjórn samþykkir að segja upp leigusamningi við leigutaka og setja Tjarnartún 6a á sölu. Sveitarstjóra er falið að setja íbúðina í söluferli.

Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra fullt umboð til að skrifa undir kaupsamning þegar þar að kemur.

 

   

9.

Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2109003

 

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 7. - 8. október í Reykjavík

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

Sjóvarnargarður á Svalbarðseyri - 2109004

 

Vegagerð sækir um framkvæmdaleyfi vegna vinnu við sjóvarnargarða á Svalbarðseyri

 

Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis.

 

   

11.

Aukaþing SSNE 1. október 2021 - 2109007

 

Aukaþing SSNE verður haldið föstudaginn 1. október.

 

Lagt fram til kynningar.

Gestur Jónmundur Jensson oddviti verður fulltrú sveitarstjórnar á fundinum.

 

   

14.

Kaldavatnslögn á Svalbarðseyri - 2109008

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Norðurorka óskar eftir leyfi til að grafa fyrir nýrri lögn vegna breytingar á kaldavatnslögn innan Svalbarðseyrar og að Bakkatúni.

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða lagningu lagna samkvæmt meðfylgjandi teikningu/mynd.

 

   

15.

Geldingsá - landskipti Brekkusel - 2109009

 

Tekið fyrir með afbrigðum.

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

Sveitarstjórn óskar eftir upplýsingum um hver markmið skiptingarinnar séu og frestar afgreiðslu málsins.

 

   

12.

2020 Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa - 2011010

 

Fundargerð 28. afgreiðslufundar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

   

13.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102002

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.