Sveitarstjórn

76. fundur 04. október 2021 kl. 14:00 - 16:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Gestur Jónmundur Jensson oddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Siguðrur Halldórsson
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Þórunn Sif Harðardóttir verkefnastjóri
  • Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Fundargerð

  1. 76. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 4. október 2021 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Sigurður Halldórsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Fjögur tilboð bárust í verkið Göngustígur og lagnir, Svalbarðsströnd.

 

Kostnaðaráætlun verksins er kr. 172.930.000,-
Fjögur tilboð bárust í verkið Göngustígur og lagnir, Svalbarðsströnd. Bjóðendur eru: Árni Helgason ehf. (109% af kostnaðaráætlun), Finnur ehf. (100% af kostnaðaráætlun), Hafnarfeðgar ehf. (83,5% af kostnaðaráætlun) og Nesbræður (82.9% af kostnaðaráætlun).
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Nesbræður ehf. kt. 690604-4180. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum við verktaka.

 

   

2.

Gámasvæði og leiga fyrir gáma - 2110001

 

Einar Kristjánsson óskar eftir svæði á gámasvæði undir bíla og gáma.

 

Sveitarstjóra falið að undirbúa samning við Einar Kristjánsson þar sem heimild er veitt fyrir geymslu að hámarki 5 ökutækja með flutningskössum, svæðið sem um ræðir sé teiknað upp og lagt fyrir sveitarstjórn á næsta fundi. Í samningi skal gert ráð fyrir grisjun á svæðinu þar sem plan er sett upp hvernig svæðið verði laust við ökutæki innan þriggja ára.

 

   

Gestur Jensson vék af fundi undir næsta lið.

3.

Áhaldahús Svalbarðsstrandarhrepps - 2109006

 

Húsnæði Áhaldahúss hefur verið skoðað. Minnisblaði skilað til sveitarstjórnar.

 

Tómas Ingi Jónsson yfirmaður fasteigna mætti á fundinn undir þessum lið til að gefa skýrslu.

Sveitarstjórn hefur áhuga á að leigja út rýmið fyrir atvinnustarfsemi og felur sveitarstjóra og Ólafi Rúnari að semja auglýsingu og auglýsa eftir starfsemi í rýminu.

 

   

4.

Geldingsá - landskipti Brekkusel - 2109009

 

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var óskað frekari upplýsinga frá landeigendum. Fyrirhuguð er sala á þeim parti sem skipta á úr landi eiganda og mun nýtt landnúmer þá tilheyra Heiðarbyggð.

 

Sigrún Sigfúsdóttir óskar eftir samþykki sveitarstjórnar á skiptingu lóðar úr landi Geldingsár landspildu sbr. hnitsettan uppdrátt unninn af Hákoni Jenssyni dags. 16.09.2021

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var óskað frekari upplýsinga frá landeigendum. Nú hefur borist svar þess efnis að fyrirhuguð sé sala á þeim parti sem skipta á úr landi eiganda og að væntanlegur kaupandi hafi væntingar um að geta byggt frístundahús á lóðinni.

Sveitarstjórn samþykkir skiptingu á lóðinni.

 

   

5.

2020 Stjórnarfundir Norðurá bs - 2004010

 

Á aðalfundi Norðurár var samþykkt að beina því til sveitarstjórna á Norðurlandi sem hafa ekki nú þegar tekið upp reglubundna söfnun á dýrahræum og mótað gjaldskrá fyrir búfjárhald til að standa straum að því að taka það verkefni inn í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur þegar mótað gjaldskrá fyrir búfjárhald og verður gjaldskráin uppfærð og er hluti fjárhagsáætlunar Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2022.

 

   

6.

Líforkuver - 2102010

 

Erindi frá SSNE, um líforkuver, dags. 15. sept. 2021.
Í erindinu óskar SSNE eftir því að sveitarfélög á starfssvæði samtakanna leggi óstofnuðu hlutafélagi til 12 millj. kr. í hlutafé, sem verði nýtt til hagkvæmnimats vegna líforkuvers. Samkvæmt framlögðu erindi þá er hlutur Svalbarðsstrandarhrepps kr. 174.000,- sem miðast við hlutfall af heildarfjárhæð m.v. íbúatölu sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna.

 

Sveitarstjórn samþykkir að leggja kr. 174.000,- til verkefnisins en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.

Sveitarstjórn skorar jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við SSNV, en ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við hagkvæmnisathugun á líforkuveri ætti því einnig að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu.

Til viðbótar er eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að Flokkun Eyjafjarðar ehf. greiði hluta Svalbarðsstrandarhrepps í verkefninu, enda samþykki öll önnur sveitarfélög sem standa að Flokkun slíkt hið sama.

 

   

7.

Fjárhagsáæltun 2022 og fjögurra ára áætlun - 2108008

 

Staða tekjuliða fyrstu 8 mánuði ársins 2021 lögð fram. Staða launaliða fyrstu 9 mánuði ársins 2021 lögð fram.
Launaáætlun ársins 2022 lögð fram.

 

Lagt fram til kynnignar

 

   

9.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 21 - 2109001F

 

Fundargerð umhverfis- og atvinnumálanefndar lögð fram til samþykktar

Fundargerð samþykkt

 

9.1

2109006 - Áhaldahús Svalbarðsstrandarhrepps

   
 

9.2

1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það

   
 

9.3

2102006 - Útiskóli að sumri fyrir börn

   
 

9.4

2102004 - Vinnuskóli 2021

   
 

9.5

2007002 - AUTO ehf. Hreinsun svæðis

   
 

9.6

2012015 - 2021 undirbúningur göngu og hjólastígs

   
 

9.7

1811011 - Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum

   
 

9.8

2108007 - Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps

   

 

   

8.

Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021 - 2102019

 

Fundargerð frá 264. fundi stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

2020 Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa - 2011010

 

Fundargerð Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar frá 29. afgreiðslufundi, lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.