Sveitarstjórn

77. fundur 18. október 2021 kl. 14:00 - 16:00

 

Fundargerð

  1. 77. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, sunnudaginn 17. október 2021 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Árný Þóra Ágústsdóttir, Sigurður Halldórsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005

 

Óskað er eftir úthlutun lóða við hafnarsvæði á Svalbarðseyri

 

Sveitarstjórn frestar málinu.

 

   

2.

Kotabyggð - leiðrétting lóðastærða - 2103012

 

Óskað er eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar lóðar nr. 31 við Kotabyggð

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Halldóri Jóhannessyni sem fyrir hönd Veigastaða ehf. fer fram á að eftirfarandi breytingar séu gerðar á deiliskipulagi Kotabyggðar við lóð nr. 31:
Byggingarreitur lóðar nr. 31 færist til austurs, lóð nr. 31 stækkuð um 402 fm og aðliggjandi bílastæði lengt til norðurs að norðurmörkum lóðar.
Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-09-16.

Sveitarstjórn samþykkir að ofangreind breyting sé gerð á gildandi deiliskipulagi Kotabyggðar. Sveitarstjórn telur að breytingin teljist óveruleg í skilningi 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að ofangreind breyting varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins sjálfs og því skuli fallið frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

 

   

3.

Göngu- og hjólastígur framkvæmd - 2109005

 

Farið yfir stöðu framkvæmda

 

Grisjun er lokið og er byrjað að vinna við það að fjarlægja trjágróður af svæðinu. Gengið hefur verið frá samningum við framkvæmdaraðila.

 

   

4.

Bakkatún 8 - 2109002

 

Úthlutun lóða:Bakkatún 8

 

Gunnar Björn Jónsson kt.261187-2139 sækir um lóðina Bakkatún 8.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 8 til umsækjenda: Gunnar Björn Jónsson kt. 261187-2139.

 

   

5.

Bakkatún 11 - 2110004

 

Úthlutun lóða: Bakkatún 11

 

Umsókn hefur borist frá Gunnari Erni Arnarsyni kt.030475-5189 og Elísabetu Sif Haraldsdóttur kt.030281-4119 í lóð á Bakkatúni 11.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 11 til umsækjenda: Gunnar Örn Arnarson kt.030475-5189 og Elísabet Sif Haraldsdóttir kt.030281-4119

 

   

6.

Bakkatún 18 - 2009007

 

Sala fasteigna

 

Fyrir sveitarstjórn liggur tilboð í fasteignina Bakkatún 18b. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið.

 

   

7.

Vaðlaskógur - 2104004

 

Samþykki Skipulagsstofnunar fyrir grisjun skógar og fellingu trjáa á fyrirhugaðri leið göngu- og hjólastígs í landi Halllands, Ytri Varðgjár og Veigastaða.

 

Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar er tekið fram að ljóst sé, skv. framlögðum gögnum, að um er að ræða mun stærri skóg en 0,5 ha og einnig að þrátt fyrir fyrirhugaða skógareyðingu mun Vaðlareitur áfram uppfylla ofangreinda skilgreiningu skógar og ekki er ekki komið í veg fyrir endurnýjun trjánna. Þar af leiðandi telur Skipulagsstofnun að skógareyðing vegna fyrirhugaðra framkvæmda við göngu- og hjólastíg falli ekki undir ákvæði tl. 1.06 í 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmdaaðila er bent á að samkvæmt 19. gr. laga um skógrækt skal framkvæmdaaðili ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið af eyðingu skógarins, með hliðsjón af markmiðum laga um skógrækt, svo sem með endurheimt náttúruskógar eða ræktun nýrra skóga, og skal framkvæmdaraðili leita álits Skógræktarinnr á útfærslu mótvægisaðgerða.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna uppkast að áætlun og skipulagningu mótvægisaðgerða í samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðinga.

 

   

8.

Fjárhagsáæltun 2022 og fjögurra ára áætlun - 2108008

 

Launaáætlun ársins 2022 lögð fram. Áætlun Jöfnunarsjóðs vegna framlaga ársins 2022 lagðar fram.

 

Lagt fram til kynningar

 

   

Gestur Jónmundur Jensson vék af fundi undir næsta lið.

9.

Áhaldahús Svalbarðsstrandarhrepps - 2109006

 

Farið yfir umsóknir vegna leiga á hluta Áhaldahúss

 

Umsóknarfrestur rann út föstudagin 15. október. Ein umsókn barst frá Þóru Sigríði Torfadóttir og Heiðrúnu Beck.
Sveitarstjórn samþykkir umsókn Þóru Sigríðar Torfadóttur og Heiðrúnar Beck og felur Árný Þóru Ágústsdóttur, Ólafi Rúnari Ólafssyni og Sigurði Halldórssyni að koma með drög af samningi til að leggja fyrir sveitarstjórn.

 

   

10.

Snjótroðari ósk um stuðning - 2110006

 

Skógræktarfélag Eyfirðinga óskar eftir stuðningi Svalbarðsstrandarhrepps vegna söfnunar fyrir kaupum á nýjum snjótroðara fyrir gönguskíðaleiðir.

 

Sveitarstjórn fagnar erindi Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggur til 350.000 kr. í söfnun fyrir nýjum snjótroðara.

 

   

11.

Heilbriðgðiseftirlit Norðurlands eystra HNE - eftirlitsaðili með dýrahaldi og frumframleiðslu - 2010002

 

Tillaga um breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002 var samþykkt á 217 fundi stjórnar Heilbrigðisnefndar Norðurlands.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir tillögu um breytingu á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra þannig að í stað 45 daga í 6. grein komi 30 dagar. Breytt samþykkt orðast þannig:
Skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja og aðrir hlutir og verðmæti sem eru fjarlægð að loknum fresti skulu geymd í vörslu viðkomandi sveitarfélags í 30 daga og síðan fargað hafi eigandi ekki vitjað eigna sinna og leyst út gegn greiðslu áfallins kostnaðar (svo sem dráttar- og geymslugjöld).

 

   

17.

Vaðlareitur L 152972 - 2110007

 

Landeigendur lands L-152972, Vaðlareits í Svalbarðsstrandarhreppi óska eftir því að L-152972 verði felld niður og eftir atvikum sameinuð upprunalöndum, Halllandi og Veigastöðum I og II:
Halllandi L-152894, 4,8 hektarar (17,84%)
Veigastöðum I L-152967, 14,73 hektarar (54,77%)
Veigastöðum II L-152969, 7,37 hektarar eða (27,39%)

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

Sveitarstjórn frestar málinu.

 

   

12.

Minjasafnið á Akureyri, fundargerð nr. 20, 21 og 22 - 2110002

 

Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri nr. 20.,21. og 22. lagðar fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

Markaðsstofa Norðurlands - 2002003

 

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 28.09.2021 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2021 - 2101006

 

Fundargerðir stjórnar SSNE nr. 23., 24., 25., 26., 27., 28. og 29. lagðar fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102002

 

Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

16.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 266 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Anna Karen Úlfarsdóttir var viðstödd með fjarfundabúnaði.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.

 

 

Gestur J. Jensson

 

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

 

Árný Þóra Ágústsdóttir

Sigurður Halldórsson

 

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon

 

Vigfús Björnsson