Sveitarstjórn

80. fundur 29. nóvember 2021 kl. 14:00 - 16:15 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 1.

1.

Meyjarhóll íbúðarlóð - 2111016

 

Meyjarhóll: stofnun lóðar

 

Máni Guðmundsson sækir um stofnun lóðar samkvæmt hnitsettu lóðarblaði frá Guðmundi Helga Gunnarssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 24.11.2021.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

2.

Rannsóknarholur vegna jarðhitasvæða í Eyjafirði - 2111015

 

Norðurorka óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna borunar hitastigulsholna/rannsóknarholna innan marka Svalbarðsstrandarhrepps og verkið unnið til að fá betri þekkingu á harhitasvæðum í Eyjafirði.

 

Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi vegna borunar rannsóknarholna að fengnu samþykki landeigenda.

 

   

3.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar SBE - 2108010

 

Minnisblað vegna framtíðar skipulags embættist Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar (SBE) lagt fram.
Talsverð aukning hefur verið á byggingarfræmkvæmdum innan aðildarsveitarfélaga SBE og fyrirséð að áframhald verði auk þess sem stór verkefni eru í vinnslu.

 

Stjórn SBE leggur til við aðildarsveitarfélög SBE að ráðinn verði starfsmaður að embættinu sem hafi þekkingu og geti annast skipulags- og/eða byggingarmál. Óskað verður eftir því við Eyjafjarðarsveit að embættinu verði tryggð stærri aðstaða í samræmi við aukið umfang.

 

   

5.

Fundadagatal nefnda Svalbarðsstrandarhrepps - 1911017

 

Fundardagatal nefnda Svalbarðsstrandarhrepps 2022 lögð fram

 

Sveitarstjórn samþykkir fundadagatal 2022.

 

   

6.

Starfslýsingar - 2001009

 

Endurskoðuð starfslýsing skrifstofustjóra Svalbarðsstrandarhrepps lögð fram til samykktar

 

Sveitartjórn samþykkir starfslýsingu skrifstofustjóra.

 

   

7.

Bakkatún 18b - 2110009

 

Kaupverð er greitt í erlendri mynt og sveitarstjórn fjallar um þær leiðir sem hægt er að fara

 

Skrifstofustjóra er falið að afla upplýsinga um framvirka gjaldeyrisskiptasamninga. Jafnframt er skrifstofustjóra falið að selja þær evrur sem greiddar hafa verið vegna sölu íbúðar í Bakkatúni 18a.

 

   

8.

Gámasvæði og leiga fyrir gáma - 2110001

 

Drög að samningi um aðstöðu fyrir bíla á gámasvæði lagður fram

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Gestur Jónmundur Jensson vék af fundi undir máli 1908008.

9.

Dálksstaðir Gámasvæði - 1908008

 

Drög að samningi vegna gáma fyrir dýrahræ lögð fram

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirlagðan samning.

 

   

10.

Leiga húsnæðis í Valsárskóla vegna veisluhalda - 2111017

 

Drög að reglum vegna útleigu húsnæðis Valsárskóla vegna veisluhalda og viðburða löðg fram

 

Sveitarstjórn samþykkir reglur um útleigu húsnæðis vegna veisluhalda og viðburða.

Reglurnar verða birtar á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

11.

Áfangastaðastofa Norðurlands - 2111012

 

Þjónustusamningur milli Svalbarðsstrandarhrepps og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, varðandi Áfangastaðastofu Norðurlands lagður fram til samþykktar.
Áfangastaðastofa er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta. Áfangastaðastofa er samstarfsvettvangur viðkomandi sveitarfélaga, ríkis og atvinnugreinarinnar á því svæði. Markaðsstofa Norðurlands (MN) starfar sem Áfangastaðastofa Norðurlands í umboði SSNE og SSNV. Hlutverk og markmið áfangastaðastofu eru skilgreind í samningi SSNE og SSNV við Atvinnuvega- og nýsköpunarrráðuneytið.

 

Sveitarstjórn samþykkir þjónustusamninginn.

 

   

14.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 267 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar SBE - 2108010

 

Fundargerðir nr. 31 og nr. 32 lagðar fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2021 - 2101006

 

Fundargerð stjórna SSNE nr. 31 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15.